Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar nýjungagjarnir

ccz05Ég keypti mér Coke-Zero í gærkvöldi þó að það séu allir kælar fullir af þessu upp í vinnu og ég geti nælt mér í flösku þar frítt.

Afgreiðslumaðurinn á BSÍ sagði að það hefði verið rokna sala strax fyrsta daginn sem Zero kom. Það kom mér á óvart. En svo rifjaðist upp hvað Íslendingar eru nýjungagjarnir.

Ég spurði líka hárgreiðslukonuna sem klippti mig í morgun og hún sagði að búið væri að kaupa Zero inn á hennar heimili. "Maður prófar allt nýtt sem kemur," sagði hún og brosti vandræðalega." Smile

mbl.is Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný lína í vefhönnun?

Askar vefsíða

Askar Capital - nýji fjárfestingarbankinn er með smart heimasíðu.

Útlitið er byggt á abstrakt málverkum úr galleríinu I8. Það er svona stóísk ró yfir þessu hjá þeim. Ætli bankinn virki þá ekki extra traustvekjandi á væntanlega viðskiptavini - það er líklega markmiðið.

Tryggva Herbertssyni og félögum hefur líka tekist að ráða til sín fjölda fólks á þeim skamma tíma sem bankinn hefur starfað. Það verður spennandi að fylgjast með þessum fyrrum háskólaprófessor/nú bankastjóra á næstunni.


Þarf að taka fram í stjórnarskránni að reykingar séu óhollar?

Á að setja í stjórnarskrá ákvæði um að "mennt sé máttur"? Eða að "æfingin skapi meistarann"? Á að taka af öll tvímælin um hið íslenska lambakjöt sé best í heimi, með því að bæta því við stjórnarskrána? Og ef vera skyldi að einhver vissi ekki enn að reykingar væru óhollar, þá hlýtur að vera góð hugmynd að taka það fram á fleiri stöðum, til dæmis í stjórnarskránni.

Greining Pawels Bartoszeks á auðlindarákvæðismálinu er bráðskemmtileg. Pawel er einn beittasti þjóðfélagsrýnir landsins og líklega hjálpar það honum frekar en hitt að hafa fæðst í Póllandi.

AJ.


Er nýja Mannlíf nýja Þjóðlíf?

for0703Forsíða nýjasta tölublaðs tímaritsins Mannlífs minnir mig dálítið á Þjóðlíf gamla. Getur verið að Mannlífi í breyttri mynd sé stefnt til höfuðs Krónikunni?

Það sem rennir frekari stoðum undir þessa kenningu er að á heimasíðu Mannlífs er sagt frá því að það verði hér eftir með meiri áherslu á fréttatengt efni og komi út þriðju hverja viku. Krónikan kemur út vikulega.

Þjóðlíf gamla var í sama broti og Krónikan með rauða forsíðu og kom út mánaðarlega á árunum 1985-1991. Það var byggt á þýska fréttatímaritinu Bild held ég meira en Economist, Time og Newsweek. Ég kunni minnir mig vel að meta Þjóðlíf enda róttækur unglingur. Þjóðlíf var djarft blað og hafði áhrif á þjóðfélagsumræðuna þó að það hafi að lokum verið meira í fréttum vegna gjaldþrots útgáfunnar og harkalegra innheimtuaðgerða á gömlum áskriftargjöldum.

Það væri gaman að vita hvort Þjóðlíf hafi verið nýjum ritstjórum, Þórarni og Reyni innblástur við breyttar áherslur á Mannlífi?

AJ.


Hverjir eiga Klæðningu?

gunnar_largeGunnar Birgisson minnir mig að hafi byggt þetta fyrirtæki upp sem séð hefur um þessar umdeildu framkvæmdir í Heiðmörk. Hann mun síðan hafa losað sig út úr rekstrinum til að vera ekki beggja megin borðsins í viðskiptum við Kópavog. 

En mér skilst á kunningja mínum að eignarhald Klæðningar sé nú í höndum fyrirtækis sem skráð er í Lúxemburg.

Hverjir eiga þetta fyrirtæki Klæðningu eiginlega? Það mætti alveg skoða það.

Það var yfirmáta hallærislegt fannst mér fyrst eftir strand Wilsons Muuga í fjörunni við Sandgerði að útgerðarmaðurinn kynnti sig til leiks sem umboðsmaður eigenda skipsins.

Á endanum kom það hins vegar fram í dagsljósið að maðurinn átti skipið sjálfur og átti útgerðarfélagið líka þó það væri skráð einhversstaðar í skattaparadís.

mbl.is Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþroski íslenskra banka

Ltm-liStýrivextir eru 14,25% á Íslandi en á sama tíma eru millibankavextir hér u.þ.b. 16%. Að jafnaði ættu þeir alltaf að vera lægri en stýrivextirnir.

Mér skilst að ástæða þess að skortur ríki á millibankamarkaði sé tregða fjármálastofnanna til að lána hvor annarri. Jafnvel þó að þær gætu grætt umtalsverðar fjárhæðir á því miðað við núverandi aðstæður.

Þarna kemur enn og aftur í ljós munurinn á íslenska markaðnum og erlendum mörkuðum. Hér ríkir enn ákveðinn heimóttarstíll. Hér berjast menn enn í klíkum á götuhornum og markaðsbrestirnir standa því óáreittir þrátt fyrir allt tal um frelsisvæðingu viðskiptalífsins. Íslenskt fjármagn er því ekki nærrum því allt frjálst!

Vilja menn mótmæla þessu?


Kauphallarhrun á ári svínsins?

ár svínsinsVar að horfa á CNN áðan þar sem kínverskur stjörnufræðingur var að gefa fjárfestum ráð um hvernig þeir gætu best ávaxtað pund sitt á nýja árinu - ári svínsins.

Í stuttu máli þá er árið 2007 svokallað loga-ár eins og öll ártöl sem enda á 7. Það þýðir að hitna mun undir fjárfestum og útlit fyrir mikinn óstöðugleika í kauphöllum heimsins. Dæmi um þetta voru, að sögn stjörnufræðingsins, kauphallarkreppan í New York árið 1987 og Asíukreppan árið 1997.

Aðspurður sagði kínverjinn að öruggast væri að færa allt sitt fé yfir í gull og aðra góðmálma. Ekki kom fram hvort hann væri sjálfur með sitt fé í málmum og gæti hagnast persónulega á að veita þessa ráðgjöf.

Það sem mér fannst hins vegar merkilegra var það sem annar kínverji hafði að segja sem rætt var við í lok fréttarinnar. Þetta var gamall maður og hrumur, með sítt skegg og í rauðum skrautbúning. Sá lýsti því yfir að FENG SHUI væri ekkert nema gömul hjátrú.

Gott að búið sé að kveða upp úr með það loksins.


Athyglisverðar pælingar hjá Atla

andres kastljos


atli márAtli Már, stjórnmálafræðinemi við HÍ og gamall kojufélagi minn af línubátnum Gylli frá Flateyri, var að birta
fína grein á bloggsíðu sinni um Indland og hvað gerist þegar vel menntað fólk fer að skorta tækifæri á heimaslóðum. Mæli með lestri hennar.

AJ.

P.s. Talandi um Indland - af hverju skyldi svona mikið af hæfileikafólki eiga rætur sínar að rekja til Flateyrar?

P.p.s. Ég sé að áðurnefndur línubátur, sem hét Gyllir þegar ég og Atli Már og fleiri sóttum á honum sjóinn, hefur verið seldur til Gyllirútgerðarmanna í Suður-Afríku. Það er skemmtilegt því það voru einmitt tveir mjög duglegir hásetar á honum á sama tíma og ég sem voru frá Suður-Afríku.


Tískustraumar Moggabloggsins

denni eirikur og hrannar
Einn af frægari bloggurum landsins Steingrímur Sævarr Ólafsson kvittar ávallt undir færslur á
blogginu sínu með orðunum: "Þegar stórt er spurt"
Þetta er held ég að mér sé óhætt að álykta einhverskonar kallmerki eða vörumerki Steingríms.

Ekki veit ég hvort Steingrímur Sævarr sé fyrsti bloggari landsins til þess að kvitta undir bloggfærslur með svona einhverri töff línu, en æ fleiri virðast nú vera að taka upp þennan sið.

Það er spurning hvort hér sé komið af stað nýtt æði á Moggablogginu eða hvort menn séu einfaldlega að notfæra sér það sem virðist virka, en Steingrímur Sævarr er sá bloggari á blog.is sem flestir heimsækja.

Þannig kvittar einn af nýrri og efnilegri Moggabloggurum landsins, Hrannar B. Arnarsson, undir sínar færslur með: "Pælum í því!"

Og Eiríkur Bergmann Einarsson endar nú öll sín Moggabloggskrif með orðunum: "Þetta er svona"

Gaman væri að heyra fleiri dæmi um smellnar bloggkveðjur Moggabloggara.

AJ.
 


Krónan er Austin Mini, Evran er strætó!

krónan vs evranMargir eru sjálfsagt hálf-ringlaðir í þessari umræðu um íslensku krónuna og mögulega upptöku evrunnar.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, ungur hagfræðingur í Seðlabankanum,
skrifar grein í Markaðinn á miðvikudag sem útskýrir vel kosti og galla þessara tveggja gjaldmiðla. Mér fannst reyndar synd að greininni skyldi ekki hafa verið gert hærra undir höfði í blaðinu, því hún er fjári góð.

Ég birti því
link á hana hér.

AJ.

P.s. Það er reyndar líka athyglisvert að hagfræðingur í Seðlabankanum þori að skrifa svona opinskátt um þessi mál. Yfirmaður Þorvarðar Tjörva og andstæðingur evrunnar, Davíð Oddsson er enda þekktur fyrir að slá fast í höfuð manna með reglustriku sem segja eða gera eitthvað sem er honum á móti skapi.

ef kronan væri bíll


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 266117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband