25.3.2007
Tilvitnun dagsins #2

Sarah Silverman, grínisti
P.s. Tékkið á því á You-Tube þegar hún grínast með 11.september. "Looks like your gonna have to be Osama1"
Tilvitnanir | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2007
Skaðleg áhrif aspartams - urban legend?
Íslendingar virðast upp til hópa sannfærðir um að sætuefnið aspartam sé stórhættulegt. Undanfarin 2-3 ár hef ég ítrekað heyrt fólk lýsa meintum skaðlegum áhrifum af neyslu aspartams. Allt frá því að vera valda krabbameini yfir í candida-sveppasýkingu í þörmum manna.
Ég hef, vinnu minnar vegna, fengið upplýsingar um að þetta sé ekki rétt. Ég tók þess vegna eftir því að einn þekktasti næringarfræðingur landsins, Ólafur Sæmundsson, gerði þennan misskilning að umtalsefni í viðtali við Blaðið nú fyrir helgina (23.03.07 - "Mýtur um matarræði lífsseigar").
Þar segir hann það sem ég hafði áður fengið staðfest, að á engu aukaefni hafi verið gerðar jafn margar rannsóknir og á aspartam(þær skipta hundruðum) og að enginn þeirra hefði sýnt fram á með óyggjandi hætti að sætuefnið væri skaðlegt. Aspartam er auk þess viðurkennt af matvælastofnun Evrópu sem er með þeim strangari í heiminum.
Ég held að Ólafur væri ekki að segja þetta ef eitthvað væri til í þeim hryllingssögum sem verið er að dreifa um aspartam. Ólafur hefur meðal annars gefið út bækur um næringarfræði og myndi varla leggja orðspor sitt sem næringarfræðings að veði ef aspartam væri eitthvað vafasamt.
Ég get hins vegar vel skilið afhverju þessi saga um aspartamið er svona lífseig. Það er skemmtilegt að geta sagt við fólk sem er að reyna að draga úr orkuinntöku sinni að það sé tvíeggjað sverð að neyta sykurlausra vara. Það rímar enn fremur við viðteknar skoðanir um að óunnar vörur séu betri en unnar.
Staðreyndin er hins vegar sú að sykurneysla hefur aukist mikið og það er raunverulegt lýðheilsuvandamál. Sykurlausir drykkir eru þannig mikilvægur liður í því að draga úr notkun sykurs.
Að lokum má bæta því við að afar auðvelt er að sýna fram á að nánast allt geti verið krabbameinsvaldandi/hættulegt ef þess er bara neytt í nógu miklu magni. Aspartam er þar engin undantekning frekar en t.d. vatn. Sænskir vísindamenn sýndu fram á það fyrir nokkrum árum að of mikil vatnsdrykkja geti aukið hættu á krabbameini um allt að 50%...
![]() |
TaB af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2007
Tilvitnun dagsins #1
"I was going to get an abortion the other day. I totally wanted an abortion. And it turns out I was just thirsty. "
Sarah Silverman, grínisti
Fulltrúar annarra stjórnmálaflokka hafa verði duglegir við að tala niður framboð Íslandshreyfingarinnar. Reyndar voru þeir byrjaðir að blogga um "hvernig Margrét og Ómar væru búin að missa af lestinni" nokkru áður en þau tilkynntu formlega um nýja framboðið.
Ég skil reyndar ekki alveg þessi rök. Varla eru þau of sein til að blanda sér í kosningabaráttuna - það hefur enn engin stemning myndast fyrir þessar kosningar. Absolútt engin! Gjörsamlega andlaust dæmi af hálfu allra flokka.
Ég held reyndar að þau hefðu getað "toppað of snemma" með því að koma fram fyrr. Íslandshreyfingin gæti náð að láta umræðuna snúast um sig - ekki síst ef þau finna sér einhver fleiri góð mál en umhverfismálin.
Mér hefur einnig þótt það skynsamlegt af hálfu Margrétar Sverrisdóttur að hafa haldið sér til hlés í fjölmiðlum á meðan á undirbúningi framboðsins hefur staðið - en almenningur var nálægt því að fá "óver-dós" af henni í kringum þennan klofning í Frjálslynda flokknum. Greinileg gúrka í gangi þá daga.
Ómar hefði betur mátt halda sér til hlés líka - það skiptir ekki alltaf máli að komast sem oftast í fjölmiðla heldur frekar hvað þú hefur að segja þegar þú kemur í viðtöl.
Annars er ég bara nokkuð ánægður með þennan nýja flokk. Ég held það veiti ekkert af því að hrista aðeins upp í flokkakerfinu við og við.
Ómar Ragnarsson hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég var á leikskóla og lærði fugladansinn. Ótrúlegur kraftur í einum manni. Þetta er maður sem fær hugmyndir og framkvæmir þær. Hefur gert í áratugi. Líklega einn dáðasti Íslendingurinn fyrr og síðar.
Sama má segja um Jakob Frímann Magnússon. Geysilega framkvæmdaglaður og frjór. Góður liðsauki fyrir hvaða hóp sem er. Ekki skaðar hvað hann talar flotta íslensku.
Margrét Sverrisdóttir er líka mjög fín, það sem ég þekki til hennar. Örugglega ekki versti fulltrúi sem við getum valið til að taka þátt stjórn lands eða borgar.
Tek samt fram að ég mun ekki kjósa þau í vor. En óska þeim samt góðs gengis. Þetta verður ærið verkefni.
AJ.
P.s. Vek athygli á skoðanakönnuninni hér til hliðar þar sem spurt er um uppáhalds Ómarinn þinn. Þetta er ekki tæmandi listi heldur svona "greatest hits".
![]() |
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007
Chris Rock segir Bush þroskaheftan
Í viðtali við LIFE magazine var Chris Rock spurður að því hvort hann teldi að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að kjósa sér svartan forseta.
Chris svaraði að bragði: "Afhverju ekki? Þeir hafa áður kosið þroskaheftan mann til að vera forseti!"
Mér finnst þetta nokkuð gott hjá honum.
Panama.is sagði frá þessu.
AJ.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007
Offramboð af heilsíðum?
Þórmundur Bergsson hjá Mediacom var í viðtali hjá mér í vikulegum viðskiptaþætti á Útvarpi Sögu í gær.
Hann talaði um vandamál tengd því að koma skilaboðum til yngra fólks í gegn um fjölmiðla og svo um hvernig prentmarkaðurinn hefði þróast. Að sögn Þórmundar er samkeppnin svo hörð að birtingastofur bíða oft bara eftir að fjölmiðlarnir hringi og bjóða heilsíður í blöðum morgundagsins fyrir niðursett verð. Hann segir að það virðist sem það sé töluvert offramboð af heilsíðum á markaðnum.
Því er gjarnan fleygt að þegar að von sé á samdráttarskeiði í atvinnulífinu þá finni auglýsingabransinn fyrir því fyrst. Að sögn Þórmundar finnur hann enginn merki um samdrátt og því er væntanlega óhætt fyrir okkur að anda léttar.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007
Tæki til að vinsa úr blogg-flóðinu
Verð að mæla með rss-vefnum www.blogg.gattin.net. Þetta er frábært tæki til að vinsa á einfaldan hátt úr þær bloggsíður sem maður nennir að lesa. Flóðið af nýjum bloggsíðum, ekki síst hérna á Moggablogginu, er slíkt að manni fallast eiginlega hendur.
Ekki sakar að þetta er frítt og það er einfalt að hanna sinn eigin lista. Ferfalt húrra fyrir aðstandendum blogg-gáttarinnar.
Eina vandamálið er að ég get ekki birt i-frame listann minn hérna inni. Það skrifast á Moggabloggsmenn og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007
Framtíðarlandið - umhverfis PAC???
Nú fæ ég kannski bágt fyrir frá einhverjum kunningjum mínum fyrir að vera að taka undir með Birni Inga Hrafnssyni en ég hugsaði einmitt eitthvað svipað og hann þegar ég sá fyrst sjónvarpsauglýsingar frá Framtíðarlandinu þar sem þeir biðja um að fólk skrifi undir sáttmála um framtíð Íslands (María Ellingsen leikur í auglýsingunni, Steingrímur Hermannsson og einhver drengur sem er svo skýrmæltur að hann hlýtur að vera leikarabarn).
Ég hugsaði eitthvað á þá leið, þegar ég sá þetta, að hér væri komið ágætt dæmi um það hvernig lobbýisminn mun þróast og að hér gæti verið kominn forsmekkurinn á því sem koma skal eftir að lög um takmarkanir á fjárstuðningi við stjórnmálaflokka voru sett í fyrra.
Úr öskunni í eldinn?
Í Bandaríkjunum eru vel þekktar svokallaðar PAC-nefndir (Political Action Committee), en með því að styrkja þær geta fyrirtæki og einstaklingar komið málstað sínum á framfæri lausir við þær hömlur sem lagðar eru á hefðbundna styrki til stjórnmálamanna eða flokka. PAC-nefndirnar eru líka oft notaðar til að berja á andstæðingum þeirra stjórnmálaafla sem aðstandendur nefndanna styðja. Þannig geta stjórnmálaöfl gengið harðar fram í árásum án þess að þurfa að bera sjálf ábyrgð á þeim staðhæfingum sem auglýstar eru.
Framtíðarlandið segir í auglýsingum sínum að stjóriðjustefnan dragi mátt úr öðrum atvinnugreinum. Það væri reyndar smart og heiðarlegt hjá þeim að skýra frá því ef að auglýsingarnar þeirra eru fjármagnaðar af fyrirtækjum/hagmunaaðilum sem tilheyri einhverjum af þessum öðru atvinnugreinum sem þeir nefna. En annars get ég vel tekið undir þetta sjónarmið. Ég er þeirrar skoðunar að það sé nær alltaf mjög óhagkvæmt þegar að ríkið eða stjórnmálamenn eru að blanda sér í það hvaða atvinnugreinar skuli byggja upp. Þarna eigum við að treysta markaðsöflunum en einbeita okkur að því að tryggja gott umhverfi fyrir öll fyrirtæki í landinu ásamt því að fylgjast með því að öllum leikreglum sé fylgt.Skógareldar í Indónesíu valda 10% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á umhverfisvernd þó svo að Kárahnjúkar hafi ekki eignast þann stað í hjarta mínu sem þeir virðast hafa gert hjá mörgum öðrum. Ég hef haft meiri áhyggjur af eyðingu skóga í Asíu og Suður Ameríku, vaxandi loftmengun í borgum heims og áhrifum stórfelldrar fjölgunar mannkynsins á umhverfið.
Einnig hef ég haft áhyggjur af andvaraleysi Íslendinga gagnvart ýmsum nauðsynlegum aðgerðum svo sem endurvinnslu og flokkun rusls í heimahúsum og á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að sú lífseiga skoðun Íslendinga að landið okkar sé táknmynd hreinleika og óspilltrar náttúru hafi seinkað því að við tækjum ábyrgð á fylgifiskum þess lífsgæðakapphlaups og hagvaxtar sem hér hefur ríkt. Hvað sem líður allri þjóðerniskennd þá er ljóst að Íslendingar hafa lengi verið aftarlega á merinni í umhverfismálum.
Virkjun fallvatna er alls ekki versta dæmið um þetta.
Umhverfismál aftur í tísku
Það var áberandi hvað umhverfismál sem baráttumál í stjórnmálum voru í skelfilega mikilli lægð á tíunda áratugnum og fyrstu árum þessarar aldar, allavega í samanburði við áratuginn þar á undan. Þetta var svona í flestöllum vestrænum ríkjum held ég. Núna er hins vegar ákveðin vakning í gangi á vesturlöndum og það er gott. Vonandi verður hún samt ekki til þess að við sendum öll vandamálin okkar bara beinustu leið til þróunarlandanna með því að færa mengunarframleiðsluna alla þangað.
Það er ástæða til að minna á það í þessari umræðu að fátæktin sem ríkir sums staðar í heiminum er ein allra stærsta ógnunin við umhverfið. Það er alvarlegt vandamál að fólk er víða einfaldlega of fátækt til að geta haft áhyggjur af umhverfismálum - margir neyðast til að beina allri sinni orku í það að eiga fyrir næstu máltíð handa sér og fjölskyldu sinni. Ef við finnum ekki lausn á þessu vandamáli þá er hætt við að aðrar aðgerðir til að bjarga jörðinni verði til lítils.
AJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007
Báðir bestir í Blaðinu í dag
Það kitlaði nú aðeins hláturtaugarnar að fletta Blaðinu í morgun og sjá að bæði Byko og Húsasmiðjan eru að auglýsa að þeir hafi komið best út úr ánægjuvog Gallup.
Húsasmiðjan er með mjög "málefnalega" mynd af tveimur súlum þar sem þeirra súla er nærri því tvisvar sinnum stærri en súla Byko. Ef vandlega er gætt þá kemur hins vegar í ljós að munurinn á milli fyrirtækjanna í viðkomandi spurningu er á milli 4-5%. Ekkert er tekið fram um skekkjumörk, hvorki í stóru né smáu letri, þannig að vel getur verið að þau séu meiri en þessum mun "mikla" mun nemur.
Byko er síðan með bara eina súlu í sinni heilsíðuauglýsingu og segjast þeir vera með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt þessari sömu ánægjuvog Gallup. Aftur er litlar upplýsingar að fá með fullyrðingunum. Ekkert er sagt um hlutfall þeirra sem eru ánægðir. Það gæti því þess vegna verið bara mjög lágt. Og ekkert um hvort eða hverja Byko hafi verið borið saman við.
Ætli lesendur Blaðsins hafi verið nokkru nær eftir þennan herkostnað og túlkunaræfingar byggingarvörurisanna tveggja?
Ég hugsaði allavega með mér að þarna væri staðfesting á því sem ég taldi mig vita fyrir, að þetta séu svipað stór fyrirtæki, með svipaðar vörur og þjónustu, fyrir svipað verð...
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2007
Kaupa Kilroy Travels
Þetta er áhugaverð frétt. Kilroy Travels hefur alltaf virkað á mig sem skemmtilegt fyrirtæki með sérstakan stíl. Gaman að Íslendingar séu komnir þarna inn. Ef ég man rétt þá var Ferðaskrifstofa stúdenta umboðsaðili þeirra lengi vel hér á landi.
Ég hefði samt viljað fá að vita meira en það sem kemur fram í þessari frétt. S.s. hverjir þetta eru sem eru að kaupa, hvað þeir hafa verið að gera hingað til og hvort þeir tengist e-ð Ticket og Fons sem voru að skoða kaup á Kilroy ekki alls fyrir löngu?
Og svo hefði mátt hafa það með af hverjum þeir keyptu.
![]() |
Íslenskir fjárfestar eignast meirihluta í Kilroy Travels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útrásin | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar