Leita í fréttum mbl.is

Flottasta bílaauglýsing sem ég hef séð

Bílaauglýsingar eru að breytast. Framleiðendurnir eru greinilega að reyna að kötta í gegnum skilaboða "clutter-ið" og farnir að taka nálgast þetta út frá PR-fræðunum. Markmiðið er að vekja eftirtekt og koma af stað umtali (word-of-mouth). 

Mér leiðist að viðurkenna það en ég horfi töluvert á FOX News á fjölvarpinu og í auglýsingatímunum á stöðinni er
þessi auglýsing fyrir KIA Cee'd sýnd reglulega. Ég fór á netið og náði í hana. Mér finnst þetta vera ein óvenjulegasta en um leið flottasta bílaauglýsing sem ég hef séð.
AJ.




Foreldrar og börn í 15 mín samskiptum á dag?

Ég heyrði merkilega tölu um daginn, minnir mig hjá Gísla Árna Eggertssyni eða Soffíu Pálsdóttur hjá ÍTR um hvað foreldrar og börn eyða að meðaltali miklum tíma saman á dag.

Þetta var sjokkerandi tala. Mig minnir að rannsóknin hafi verið bandarísk og sýnt að "gagnkvæm samskipti" væru aðeins 15 mín á dag að meðaltali. Þ.e. þegar að foreldrar eru að tala við börn sín. Þá er ekki talið með þegar að fólk er að gera eitthvað í aðeins eina átt s.s. eins og að lesa fyrir börnin.

Stór hluti var aðeins í samskiptum í 5 mín á dag. Það var þá þegar börnin voru að fara í skólann á morgnana eða þegar þau áttu að fara að sofa á kvöldin.

AJ.


mbl.is Bresk stjórnvöld sökuð um að hafa brugðist breskum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaleyfi eru oft lítils virði

milestone_1892Frumkvöðlar hafa í mörg horn að líta.

Eitt af því fyrsta sem þeir gera þegar þeir vilja fara að gera sér milljónagróða, úr þessari einstöku hugmynd sem þeir hafa gengið með í maganum, er að kanna hvort þeir geti fengið einkaleyfi á hugmyndinni/aðferðinni/vörunni. Ekki er það svo skrýtið - þegar maður var að alast upp var mikið talað um menn sem höfðu átt einhver einkaleyfi og orðið ríkir á einni nóttu. 

En í dag er hlutafé sprotafyrirtækis yfirleitt betur varið á annan hátt. Frumkvöðlar nútímans ættu, samkvæmt því sem ég hef lesið, alla jafna ekki að eyða of miklum tíma í að reyna að skrá einkaleyfi.

Af hverju?

-Það getur kostað tugmilljónir króna að skrá eitt einkaleyfi á helstu mörkuðum heims. Það eru sérhæfðir lögfræðingar yfirleitt sem sinna þessu og afla þarf viðurkenningar einkaleyfaskrifstofu í hverju landi fyrir sig - ef vel á að vera.

-Ef einhver brýtur gegn einkaleyfinu þínu þá kostar það yfirleitt meiri tíma og peninga að fara í mál við fyrirtækið/fyrirtækin sem eru að brjóta á þér heldur en það sem þú hefur upp úr því á endanum.


-Ef svo ólíklega vill til að fyrirtækið sem brýtur gegn einkaleyfinu þína á einhverja peninga til að greiða þér skaðabætur þá þýðir það því miður að þeir eiga líka næga peninga til að halda þér og fyrirtæki þín föstum í dómssölum í ár og jafnel áratugi.

-Á þessu eru þó undantekningar. Ákveðnir geirar s.s. lyfjageirinn, tæknigeirinn og hönnunargeirinn þurfa í mörgum tilfellum klárlegum að skrá einkaleyfi á uppgvötunum sínum. Þó gildir þar hið sama að flest öll stór dómsmál sem höfðuð hafa verið á síðari árum vegna einkaleyfabrota hafa endað með einhvers kona sátt. Yfirleitt er niðurstaðan þá samkomulag um markaðs- eða þróunarsamstarf deiluaðilana en nánast aldrei er um beinar skaðabætur að ræða.

ATH! Annað gildir um vörumerki eða slagorð hvers konar. Það getur orðið ansi dýrkeypt markaðslega ef það gleymist að skrá slíkt með formlegum hætti.

Daddi diskóÉg ætla að láta fylgja eina litla sögu hérna í lokin sem ég heyrði af Dadda nokkrum Diskó og ég veit ekki nema sé sönn (hann á að hafa sagt hana sjálfur).

Þannig var að Daddi sem hafði gert það gott í vefbransanum á síðustu öld með Gæðamiðlun og fleiri fyrirtækjum gekk til liðs við
Guðjón í OZ og Vilhjálm Þorsteinsson frá Baan og stofnaði frumkvöðlafyrirtæki að nafni Homeportal (síðar Extrada). Viðskiptamódel Homeportal var að afla sér mikillar þekkingar á því hvernig ætti að netvæða heilu heimilin. Þ.e.a.s. ekki bara tölvurnar heldur líka öryggiskerfið, heita vatnið, gluggatjöldin o.s.frv. Í þetta var mikið lagt og m.a. var stórum hluta internet ísskápur frá LGstofnfésins, eða á þriðja tug milljóna króna, eytt í að skrá ýmis konar einkaleyfi víða um heim.

Ekki varð þó úr heimssyfirráðum Homeportal og fyrirtækið lagði upp laupana eftir því best ég veit. Daddi, sem ég tek fram að ég þekki aðeins af afspurn, á að hafa lýst því þannig að það eina sem hann ætti áþreifanlegt eftir þetta net-ævintýri sitt væri að á hans nafn væru skráð nokkur einkaleyfi á Internettengdum ísskáp. Grin

AJ


Makkahatur

dark_castle_trouble_3Það er alltaf verið að segja mér að ég eigi að drífa mig að fá mér “Makka!”

“Af hverju?,” segi ég alltaf: “Er komin ný útgáfa af Dark Castle?”

En já…

Á mínum vinnustað eru eiginlega allir sem nota Macintosh-tölvur og við þessi fáu sem erum með PC-tölvur erum lögð í gróft einelti upp á hvern einasta dag. T.d. ef maður er svo óheppinn að lenda í einhverju með tölvuna eða netið hjá sér og bölvar kannski upphátt, þá er Makka-pakkið mætt um leið glottandi að spyrja mann MAC_SE120hvað sé að. “Nú já!,” segir það. “Þetta myndi aldrei gerast ef þú værir með Makka!” Þetta getur gert mann alveg brjálaðan.Angry

Það yljaði mér því um hjartaræturnar að sjá að dálkahöfundur breska dagblaðsins Guardian, Charlie Brooker er alvöru PC maður eins og ég. Hann er að skrifa um Makka-auglýsingu sem gengur í Bretlandi (um veika PC-tölvu og hrausta Makka tölvu …hljómar kunnuglegaGetLost). Charlie missir algjörlega stjórn á sér í þessum pistli sínum og er greinilega með uppsafnaða gremju eins og ég eftir áralangt einelti Makka-pakksins.

 

 

AJ.

 


Hætta E. FINNSSON Óperusósurnar þá líka?

509495_hamborgarasosaÞað er alltaf soldið flott þegar menn þekkja sinn vitjunartíma. Maður hefur tekið vel eftir Bjarna Daníelssyni í þessu starfi undanfarin ár. Hann hefur unnið mikið og gott frumkvöðlastarf t.d. í fjáröflunarmálum Óperunnar. 

Þannig skrifaði Bjarni á sínum tíma undir samning við Vogabæ sósuframleiðandann (Vogabær á m.a. heiðurinn af E. Finnson pylsusinnepinu vinsæla) um samstarf um markaðssetningu á sérstökum Óperusósum sem heita eftir frægum óperum s.s. Carmen, Tosca, Don Giovanni og Aida. Óperan fékk í sinn hlut nokkrar krónur af hverri seldri krukku.

Bjarna ætti ekki að vera skotaskuld úr því að finna sér nýtt verkefni. Hann er ákaflega vel menntaður og gegndi yfirmannsstöðu hjá Norðurlandaráði í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Hann hefur jafnframt verið öflugur í ýmsu félagsstarfi.

AJ.


mbl.is Bjarni Daníelsson hættir sem óperustjóri í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun maður lesa þetta dagblað fyrst?

vb_070208_14_012Nýtt dagblað er komið af stað. Þetta er viðskiptablaðið Viðskiptablaðið - réttnefnt með stórum staf.

Það er alltaf viss eftirvænting þegar nýr fjölmiðill bætist við flóruna sem fyrir er og ég hef fulla trú á að þetta nýja dagblað geti haft töluvert meiri áhrif á þjóðfélagsumræðuna en Viðskiptablaðið hafði áður.

Þó veit maður ekki enn hvort það ætli sér beinlínis að vera skoðanaleiðtogi eins og Morgunblaðið vill vera eða stinga á kýlum eins og sumir aðrir fjölmiðlar. Þeir eru oft settlegri viðskiptamiðlarnir - ekki síst á þessum litla markaði sem Ísland er.

En á móti kemur að sú litla stjórnmálaumfjöllun sem Viðskiptablaðið hefur boðið upp á í gegnum tíðina hefur yfirleitt verið frekar beitt og leiðarasíðan með dálkaskrifum og pistlum hafa sömuleiðis verið með betri lesningum á blaðamarkaðnum - allavega fyrir minn hatt.

Ef stefnan er að byggja á því sem gamla Viðskiptablaðið gerði vel þá gæti þetta blað hæglega farið efst í röðina yfir þau blöð sem ég les. Blaðið þarf samt líka með einhverjum hætti að víkka út vörumerkið sitt og höfða til nýrra lesenda sem ekki þekkja blaðið í dag.

press_siggimarFramtíð Viðskiptablaðsins sem dagblaðs til lengri tíma litið veltur að mínu mati á því hvort stjórnendur þess beri gæfu til að virkja kraftana sem þarna eru innanhúss. Fá blöð eru nefnilega jafn vel skipuð blaðamönnum. Þetta er góð blanda af gömlum hundum sem eru hoknir af reynslu og firna efnilegu ungu fólki.

Þetta hefur þó allt farið heldur hljótt sem hefur verið að gerast þarna á Mýrargötunni - það hefur ekki verið beinlínis mikil umfjöllun um þessar breytingar. Það er þannig enn ósvarað nokkrum spurningum:

  • Mun verð blaðsins í lausasölu og áskrift breytast eitthvað?
  • Hvernig verður dreifingu þess háttað?
  • Verður meira af efni blaðsins aðgengilegt á vefnum?

Það væri líka sniðugt hjá þeim að fara í eitthvað kynningarátak í leiðinni. Gefa nokkrar mánaðaráskriftir - dreifa blaðinu inn í háskólunum og á nokkrum stórum vinnustöðum.

En annars segi ég bara, til hamingju, til aðstandenda blaðsins og til neytenda fjölmiðla með aukna samkeppni á dagblaðamarkaði.

AJ.


P.s. það á eftir að uppfæra starfsmannaskrána á
www.vb.is


Keypti ríkið erfðarannsóknarfyrirtækið Prokaria?

IMG_2101Nýlega sameinuðust ríkisstofnanirnar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og rannsóknastofa Umhverfisstofnunar í nýju opinberu hlutafélagi, Matís ohf. Í kjölfarið hafa birst nokkrar tilkynningar um ráðningar nýrra millistjórnenda og í Markaðinum í dag er síðan rætt við forstjóra félagsins.

Þar kemur fram, sem líka má sjá á vef Matís, að sprotafyrirtækið Prokaria rmoptvirðist hafa breyst í eitt svið þessa nýja ríkisfyrirtækis. Prokaria var minnir mig
fyrirtæki sem rannsakað hefur og þróað ensím til notkunar í matvælaiðnaði. En síðast þegar ég vissi var þetta hlutafélag í einkaeigu.
Það sem ég átta mig ekki á er hvort að ríkið hafi nú keypt hlutabréfin í þessu einkafyrirtæki og breytt í ríkisstofnun eða hvað sé málið. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi vegna Matís þá kemur ekkert fram um þær fyrirætlanir né heldur í greinargerð með frumvörpunum.

Nokkuð hefur verið deilt á ýmis kaup ríkisfyrirtækja og stofnanna á fyrirtækjum í einkarekstri undanfarið og vilja margir meina að ríkisvaldið vaxi nú þegar nóg hratt á kostnað einkageirans þó ekki bætist við uppkaup fyrirtækja á frjálsum markaði. Meðal þess sem bent hefur verið á sem dæmi um þessa þróun eru kaup Íslandspósts á prentsmiðjunni Samskipti, ríkisvæðingu fríhafnarverslunarinnar, umsvif Flugmálastjórnar og fleira.

Það væri áhugavert ef einhver fróðari um þessi mál en ég gæti upplýst okkur um hvernig í þessu Matís-máli liggur eiginlega.

Vonandi er ég að misskilja eitthvað.

AJ.


Áhugaverður fyrirlestur í HR á morgun

Þetta ætti að verða áhugavert erindi. Spurt er hvort Svíþjóð sé góð fyrirmynd eða ekki? Ég á von á að sænsk krónasjá bæði þekkta vinstri og hægri menn á þessum fundi. Vinstri menn hafa auðvitað hampað sænsku velferðarkerfi í áraraðir en það eru hins vegar hægri mennirnir í RSE sem standa fyrir fundinum.

AJ.


---

Sænska leiðin: Eru Svíar til fyrirmyndar í skatta- og velferðarmálum?

Fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi flytur sænski hagfræðingurinn Dr. Fredrik Bergström erindi um áhrif sænska skatta- og velferðarkerfisins á lífskjör meðal- og lágtekjufólks í Svíþjóð. Erindið verður flutt í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti, og hefst kl. 16:00.


Leið til að semja um hærri laun?

Rakst á athyglisverða grein eftir Aðalstein Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR í Markaðnum fyrir adalsteinnskemmstu. Þar er hann að fjalla um rannsóknir sem sýna að í viðskiptasamningum fá þeir sem eru fyrri til að nefna tölu yfirleitt umtalsvert betri árangur úr úr viðræðunum heldur en samningsaðilinn.

Það sama hlýtur þá að gilda í atvinnuviðtölum þegar maður er að semja um laun. Þetta eru því dýrmætar upplýsingar fyrir atvinnuumsækjendur - það fylgir því nefnilega oft mikill höfuðverkur að ákveða hvaða tölu maður eigi að nefna þegar maður er spurður um væntingar til launa. Margir freistast þess vegna til að láta þann sem tekur viðtalið nefna fyrstu töluna.

Aðalsteinn nefnir nokkrar þumalputtareglur:

1) Gerðu fyrsta tilboðið.
2) Gættu þess að hafa samningssvigrúm (þ.e. gera tilboð sem gefur þér kost á að gefa eftir en ná engu að síður góðum árangri).
3) Settu fram hlutlæg rök og sanngirnisrök fyrir tilboðinu.
4) Ekki nefna bil – nefndu eina tölu eða skilmála og stattu með sjálfum þér.
5) Bíddu eftir móttilboði og alls ekki gefa eftir fyrr en móttilboð hefur borist.
6) Ef samningsaðili þinn setur fram fyrsta tilboðið – láttu það þá ekki verða að viðmiði í viðræðunum.
7) Undirbúðu alltaf þitt fyrsta tilboð og hafðu það sem þitt „akkeri“, jafnvel þó að fyrsta tilboðið komi frá samingsaðila þínum.
8) Alveg sama í hvaða bransa þú ert – þekktu markaðinn betur en samningsaðili þinn!

AJ.


Meiri líkur á að Davíð segi brandara en að hann hækki vexti

davíð og þórarinn gunnar

Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á morgun. Alls staðar í fjármálalífinu eru menn að velta því fyrir sér hvort hámarkinu sé náð og hvort Davíð Oddsson og félagar láti frekari vaxtahækkanir eiga sig.

Í frétt á Vísi má sjá að þetta er skoðun helstu sérfræðinga. Þeir segja að vaxtastefna Seðlabankans sé nú loksins farinn að virka til að draga úr væntingum almennings og eftirspurn þeirra eftir lánsfjármagni.

Persónulega yrði ég samt ekki hissa ef þeir myndu enn hækka vextina um svona 25 punkta.

Það má hins vegar telja nokkuð öruggt að Davíð Oddsson seðlabankastjóri muni láta nokkra brandara fjúka í tilefni dagsins. Það hefur víst skapast mjög létt stemning á þessum fundum eftir að Davíð tók við og rómað skopskyn gamla forsætisráðherrans ku fara vel í talnaspekinga og hagfræðispekúlanta landsins.

Þannig mun Davíð hafa gantast með það á síðasta vaxtaákvörðunarfundi að hann og Þórarinn Gunnar Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings hjá bankanum ættu við sama vandamál að stríða - nema bara annar of lítið en hinn of mikið.

AJ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband