Það verður æ erfiðara að ná athygli fólks með auglýsingum. Þetta hefur orðið til þess að framleiddar eru æ skrýtnari auglýsingar sem virðast í fljóti bragði lítið segja um eiginleika vörunnar sem verið er að auglýsa. Kannski er þetta að hluta til gert í þeim tilgangi að fá fólk til að tala um þær eða jafnvel bloggi um þær eins og ég er að gera núna.
Allavega þá eru hér tvö dæmi. Önnur er Fiat-auglýsing og hin er frá einum af samkeppnisaðilum Google.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007
Þekktur öðlingur í framboð
Það er ekki hægt annað en að fagna þessu. Það vita allir sem þekkja Magnús hversu mikill öðlingur er þar á ferð.
Hlýtur að vera gott fyrir Samfylkinguna ef hann situr þar í æðstu stjórn enda bætir hann hvern þann hóp sem hann kemur að.
Tvennt sem ég vil þó nefna honum til lasts:
1) Hvað hann er hrikalega slappur í Singstar.
2) Hann á enn eftir að gera að fullu upp við mig vegna afmælisgjafar sem ég lagði út fyrir og var til sameiginlegs vinar okkar.
Bið hann vinsamlega að gera þetta upp sem fyrst!
AJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að hlusta á endurflutning frá því í morgun á Útvarpi Sögu og heyrði þessa auglýsingu frá Frjálslynda flokknum.
"Ísland og innflytjendur. Fundur í kvöld í Skeifunni 7 klukkan átta. Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson flytja erindi. Jazzband spilar."
Fyrirsögnin er dálítið hlutlaus finnst mér og ekki nógu lýsandi? Ætli þetta hafi verið fundur fyrir innflytjendur hugsaði ég með mér. Þeir hefðu þá mátt splæsa í nokkur orð í viðbót í auglýsingunni:
Ísland og innflytjendur - kynningarfundur þar sem innflytjendum er kynnt sú fjölbreytta þjónusta sem þeim stendur til boða hér og hvernig við getum látið þá finna sem best að þeir séu velkomnir.
Frjálslyndi flokkurinn.
AJ.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svona fréttir eins og þessi hér eru allt of algengar. Löng upptalning á einhverjum eignarhaldsfélögum og lýsingar á því hvernig eitt félagið eigi í öðru og svo koll af kolli.
Reyndar er sagt frá því að Björgólfsfeðgar eigi nú engan hlut í TM. Það er oft ekki svo gott að slíkra grundvallarbreytinga sé getið á skýran hátt. Eignarhaldsfélagasúpan er stundum látin nægja.
En það eru margar spuringar sem vakna. Hverju breytir þetta? Hvert var sölugengið? Högnuðust þeir á fjárfestingu sinni? Verða breytingar á stjórn? Hverjir stýra félaginu þá í dag. Tryggir hlutur Kjarrhólma full yfirráð yfir félaginu? Hverjir eiga Sólstafi og Imon ehf. Hvernig hefur gengi TM verið? Segja þessar breytingar okkur eitthvað um fjárfestingastefnu eða breyttar áherslur hjá FL Group eða Björgólfsfeðgum?
Tek fram að ég tryggi hjá TM og er mjög ánægður þar. :)
![]() |
Björgólfsfeðgar selja hlut sinn í TM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlutabréfamarkaðurinn | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eins og ég hefur áður fjallað um á þessu bloggi þá þykir mér (og sjálfsagt mörgum öðrum) óeðlilegt hversu umsvifamikið ríkið er á samkeppnismarkaði og hvernig ríkisfyrirtæki og stofnanir eru að taka, að því er virðist, sjálfstæðar ákvarðanir um að setja peninga skattborgarana í alls kyns áhættusaman rekstur í samkeppni við einkaaðila.
Menn hafa nefnt dæmi um slíka háttsemi í tengslum við Íslandspóst, fjármálaráðuneytið, ríkisspítalana, flugmálastjórn, matvælastofnun, utanríkisráðuneytið í gegnum flugstöðina o.s.frv. Dæmin eru því miður talsvert fleiri.
Ég rak augun í þetta hér á vefsíðu vefmælingafyrirtækisins Modernus og sá að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts situr þar í stjórn:
Hlutafé og stjórn Einkahlutafélagið Modernus var stofnað 4. mars 2000 í húsakynnum félagsins að Garðastræti 17, 101 Reykjavík. Hlutafé félagsins er kr. 27.039.494 að nafnvirði. Hluthafarnir eru þrettán og þrír af stofnendunum eiga meira en 10% í félaginu. Stjórnarformaður Modernus ehf er Tryggvi Karl Eiríksson sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Aðrir í stjórn eru Bárður Hreinn Tryggvason fasteignasali og fjárfestir, Magnús Soffaníasson meðstofnandi og framkvæmdastjóri TSC ehf, Jens Pétur Jensen þjóðhagfræðingur, sem jafnframt er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi félagsins, og Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts, en Íslandspóstur hf. er nýjasti hluthafinn með tæplega 19% hlut.
Ég leitaði í fréttum á heimasíðu Íslandspósts sem venjulega er mjög duglegur að senda frá sér fréttir um allt mögulegt sem hann tekur sér fyrir hendur en ekkert fann ég um kaupin í Modernus. Í ársskýrslu er hins vegar skylt að skýra frá svona kaupum og þar fann ég þetta loksins og reyndar meira til. Það kemur upp úr kafinu að við skattborgararnir erum í gegnum Íslandspóst einnig hluthafar í Norðlenska matborðinu ehf. (Hvað er Pósturinn að gera að fjárfesta í kjötvinnslu?!?).
Jasso! Og svo skilja menn ekki afhverju ríkið blæs út!
AJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Nefnir hann meðal annars nokkur fyrirtæki sem sum hver hafa verið tíður fréttamatur hér á landi sem möguleg yfirtöku-skotmörk íslenskra fjárfesta.
Svindlararnir vita sem er, að svona yfirtökuorðrómur ýtir verði hlutabréfa upp um kannski plús/mínus 10% og það má græða vel á slíkri "spá"kaupmennsku. Aðalpunkturinn hjá Harding er hversu feikilega erfitt það sé að refsa fyrir þessa iðju eða fylgjast með henni.
AJ.
Hlutabréfamarkaðurinn | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007
Athyglisverð herferð Múrbúðarinnar
Fréttatilkynning 28. mars 2007

En Múrbúðin vill láta BYKO njóta vafans og auglýsir því eftir kvittun sem sýnir að þessi málning hafi einhvern tímann verið seld á hærra verðinu. Til að örva áhugann á því að leita að kvittuninni heitir Múrbúðin þeim sem hana finnur helgarferð fyrir tvo til London í verðlaun. Ef fleiri en ein kvittun kemur í leitirnar, þá verður dregið úr þeim.
Leit Múrbúðarinnar að kvittuninni frá BYKO er liður í herferð fyrirtækisins gegn Múskó-væðingu viðskiptalífsins. Aðferðir Múskó fyrirtækjanna ganga út á að rugla neytendur í ríminu með endalausum tilboðum, afsláttum og útsölum, þar sem illmögulegt er að sjá hvort um raunverulega verðlækkun er að ræða eða ekki eða að upplýsingar eru ófullnægjandi eða
hreinlega villandi.
Múskó-væðing viðskiptalífsins gengur gegn hagsmunum neytenda.
Meira á www.musko.is
Úr lögum nr 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum:
Fréttatilkynning frá Múrbúðinni ehf.
Auglýsingar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2007
Dýr markaðsbrella

Þið getið skorið úr um þetta sjálf með því rýna í þetta myndband.
27.3.2007
Tilvitnun dagsins #3

David Letterman, grínisti
Tilvitnanir | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki alls fyrir löngu var því slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins að áhugi væri á sameiningu Glitnis og Kaupþings.
Margir furðuðu sig á þessari hugmynd enda óvíða jafn fáir sterkir bankar í einu landi eins og hér. Ef stóru viðskiptabönkunum fækkaði úr þremur í tvo til viðbótar við yfistandandi sameiningu sparisjóða þá væri hætt við að verulega drægi úr samkeppni með tilheyrandi neikvæðum áhrifum fyrir viðskiptavini bankakerfisins.
En þetta er líka spurning um að tryggja eðlilega verðmyndun á markaði. T.d. væri spurning hvort það væri ávísun á hættuástand fyrir krónuna ef aðilum á innlendum gjaldeyrismarkaði fækkaði í tvo (þeir eru nú Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn).
Það eru víða stórir bankar og vissulega hefur þróunin víðast hvar verið í átt til frekari samþjöppunar. En hvergi á byggðu bóli er hlutdeild bankana slík sem hún er hér. Þessi mynd hér að neðan á við árið 2003. Hlutdeildin hefur eitthvað aukist síðan þá.
Sameining á milli Glitnis, Kaupþings eða Landsbankans hlýtur að teljast vera nær útilokuð ef þetta er skoðað.
Hlutabréfamarkaðurinn | Breytt 27.3.2007 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar