25.6.2008
Bezos fjárfestir í Twitter

Samkvæmt tilkynningu frá því í gær þá er Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon netverslunarinnar, að gerast fjárfestir í Twitter í gegnum eignarhaldsfélagið sitt Bezos expeditions.
Ég er einmitt að taka Twitter í gagnið aftur. Veit bara um nokkra aðra Íslendinga sem eru að nota þetta. Kannski náum við að ýta einhverri bylgju af stað.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008
Sögulegur atburður
Skrifborðið mitt hefur aldrei verið jafn snyrtilegt. Samstarfsmenn bæði gamlir og nýir geta vitnað um það.
Það varð eiginlega að festa þetta augnablik á filmu.
Bloggar | Breytt 7.8.2008 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008
Síðbúin tilkynning um vistaskipti
Fyrir þá sem kunna að villast hingað inn þá birti ég hér nokkra vegvísa:
Ég er eitthvað að blogga hér þessi dægrin og svo er ég að vinna hér og það er hægt að senda mér póst þangað eða hringja í gemsann 840-1446.
Heyrumst og sjáumst!
Andrés
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007
Ógeðslega frægur
Ég les nokkur erlend blogg nær daglega. Eitt þeirra er bloggið hans Guy Kawasaki.
Guy Kawasaki er áhættufjárfestir (VC) í Sílikondal í Kaliforníu og var á sínum tíma sérstakur technology evangilist hjá APPLE Computer. Guy er jafnframt einn eftisóttasti fyrirlesari í viðskiptageiranum í dag og áreiðanlega sá bloggari í viðskiptalífinu sem er hvað mest lesinn.
Í gær tók ég mig til og sendi þessari hetju stuttan tölvupóst og benti honum á nokkur atriði vegna veffyrirtækis sem hann var að stofna og viti menn, hálftíma síðar var ég búinn að fá svar. Hann þakkaði fyrir athugsemdirnar og sagðist vera sammála þeim. Sagðist reyndar ekki eiga von á að geta þegið boð mitt um að koma til Íslands á næstunni en hélt því opnu.
Nokkuð töff - enda ógeðslega frægur maður á ferð! :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007
Simastaedi.is er algjör bylting
Ég er algjör klaufi þegar kemur að því að borga í stöðumæla. Ég gleymi að borga, gleymi að bæta í mælinn, kaupi miða í vél en gleymi að setja hann í gluggann á bílnum og svo mætti lengi telja.
Nú bind ég vonir við að brotaferli mínum í þessum efnum sé lokið með nýrri þjónustu Reykjavíkurborgar. Ég var að skrá mig í svokallað símastæði. Þetta var mjög einfalt. Maður prentar út miða um að maður sé í símastæði og setur í gluggann á bílnum sínum. Eftir að hafa skráð sig á www.simastaedi.is getur maður sidan borgað í mælinn með sms-skilaboðum eða símtali og maður er aldrei að borga of mikið eða að renna út á tíma.Sjallarnir og Bingi fá plús í kladdann fyrir þetta.
Breytt kl.13:49 á þriðjudegi: Mér hefur verið bent á að þetta var víst sett af stað í tíð R-listans í lok síðasta kjörtímabils. Það eru því þau sem fá hrósið að þessu sinni.
Lífstíll | Breytt 5.6.2007 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er ansi magnað 7 mínútna sýnidæmi sem Blaise Aquera hjá Microsoft sýndi á TED ráðstefnunni um daginn. Virkilega spennandi framtíðarsýn fyrir þá sem eru þreyttir á lélegri upplausn mynda, pop-up gluggum og stússi við að halda utan um myndir. Auðvitað ætti tölvan að vinna þetta allt svona fyrir okkur.
Þessi nálgun Blaise minnir mig soldið á pælingarnar sem Dan Isaacson og hinir félagar mínir hjá Sentientworks Inc. voru að þróa fyrir Microsoft fyrir allmörgum árum síðan.
AJ.
P.s. Síðan er ágætt boost fyrir sært þjóðarstolt Íslendingsins eftir leikinn á Laugardalsvelli að horfa myndbandið frá BMW sem kemur beint á eftir Blaise á TED. Þar má sjá fyrsta vetnisdrifna lúxúsbílinn í heimi aka út úr íslenskum fossi og skrensa í Jökulsárlóni.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007
"Skotinn ítrekað í handlegginn"
Vaktstjóri á Wendy's veitingastað á Miami var skotinn ítrekað í handlegginn eftir að hann neitaði að gefa viðskiptavini aukaskammt af chili-sósu.
Ég staldraði við þetta hér: "var skotinn ítrekað í handlegginn". Það hlýtur að hafa verið frekar vont og var árásarmaðurinn svona góð skytta eða var málið kannski að hann var svona hrikalega vond skytta!? Afhverju bara í handlegginn?
Fréttina í heild má lesa á Vísi.is.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007
Skref í rétta átt
Það er full ástæða til að fagna þessum fréttum. Mjólkursamsalan hefur selt Emmess ís (fyrirtækið ekki ísinn) til einkafyrirtækisins Sólar. Næst mætti brjóta upp Mjólkursamsöluna/Norðurmjólk og afnema framleiðslustyrki til landbúnaðar.
Það munu hafa ríkt mjög skrýtnar samkeppnisaðstæður á ísmarkaðnum undanfarin ár. Eftir því sem mér er sagt þá voru ekki venjuleg markaðsrök alltaf á bakvið vöruþróun og markaðssetningu hjá Emmess ís heldur var helst horft til þess hversu marga mjólkurlítra mætti nota í framleiðsluna.
Kjörís fagnar því væntanlega að þurfa ekki lengur að keppa við fyrirtæki sem á allt sitt undir niðurgreiðslum frá skattgreiðendum
En eitt skal ég segja Mjólkursamsölunni til hróss. Það eru herferðir þeirra til stuðnings íslenskri tungu, íslenskum bókmenntum og dægurmenningu. það hefur verið frábært hjá þeim hvernig þeir hafa notað mjólkurfernurnar til að fræða börn og fullorðna um land allt og virkja sköpunarkraft almennings. En ég trúi að einkaaðilar geti líka séð sér hag í að reka slíkar ímyndarherferðir.
Það má vona að ný ríkisstjórn fari í málið og leyfi matvöru að lúta markaðsöflunum svo að matarkarfa landsmanna lækki eitthvað í verði og verði ekki endilega áfram sú dýrasta í heimi!
![]() |
Sól kaupir Emmessís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2007
Afhverju var þetta ekki forsíðumyndin?
Á bls. 6 í Fréttablaðinu í dag má sjá þessa mynd hér að ofan.
Geir H. Haarde smellir hér að því er virðist rembingskossi beint á munninn á Ingibjörgu Sólrúnu.
Maður hlýtur að spyrja sig afhverju Fréttablaðsmenn töldu þessa mynd ekki eiga heima á forsíðunni!?!
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.5.2007
Skemmtilegt Silfur
Silfrið var með besta móti í dag (því miður síðasti þátturinn í bili). Bara stórskemmtilegt!
1. Fyrst voru mætt Siv Friðleifsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Steinunn Valdís Óskars og Árni þór Sigurðsson. Árni Þór var mættur til að reyna að stroka yfir það sem flestum finnst augljóst að innsta klíka Vinstri Grænna ákvað strax eftir kosningar að vænlegast væri að veðja á samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Held reyndar það sé ofgert að kenna Steingrími J. um það einum. Ég tel að Jakobsbörn, Ögmundur, Svandís og Árni Þór sjálfur hljóti öll að hafa verið með á fundinum þar sem þetta var lagt upp.
Annars tel ég að VG-liðar eigi skilin einhver bjartsýnisverðlaun fyrir að reyna að endurskrifa söguna um stjórnarmyndunartaktík sína þegar svona skammt er liðið. Tek eftir að sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekkert bloggað um þetta mál. Hann er heldur ekki mikið fyrir að vera að spila einhvern spunakarl.
En það var óneitanlega soldið sérstakt á hlusta á hvernig þessi hópur talar núna. Allir enn að reyna að finna taktinn í nýjum hlutverkum. Merkilegt t.d. að hlýða á Siv, sem varið hefur stjórnina í 12 undanfarin ár, segja að hún sé farin að hafa áhyggjur af framgangi mála stjórnarandstöðunnar sem hingað til hafa ekki haldið fyrir henni vöku. En jú. Það er augljóst að allra flokka flokkshundar þurfa núna að snúa nokkurn veginn við á punktinum í allri "retórík" (ég hata orðið "orðræða").
Ég upplifi þetta ástand svipað og ég ímynda mér tímabundið þyngdarleysi sem hægt er að ná í sérstökum flugvélum. Nú er maður með þá forgjöf að hafa enn í fersku minni áróður allra aðila og á meðan maður hlustar á þá snúa við í málflutningi sínum og skipta um helming á fótboltavellinum þá ríkir svona tímabundið "no-spin zone".
Allur spuninn verður svo augljós.
2. Síðan mættu í þáttinn álitsgjafarnir Pétur Gunnarsson, Sigurður G. Tómasson, Andrés Magnússon og Pétur Tyrfingsson og færðist þá enn meira fjör í leikinn. Pétur Tyrfings kom með bráðfyndna samlíkingu á VG og Frjálslyndum. Hann sagði að báðir flokkar væru í því að reyna að sannfæra fólk um að merkjasendingar þeirra og ummæli þýddu eitthvað allt annað en væri skilningur alls þorra fólks.
Sigurður G. kom með fyndinn brandara á kostnað Styrmis Gunnarssonar. Hann spurði Pétur Tyrfings sem sálfræðing hvort að áhyggjur og endurtekin notkun orða eins og "hætta" og "áhætta" í Reykjavíkurbréfi væri ekki dæmi um að sá sem héldi á penna væri haldinn einhvers konar fælni?Annars er Pétur Tyrfings ferskasti álitsgjafinn í svona þáttum. Klár maður, laus við ambisjónir, sem getur sagt það sem honum sýnist.
Vinir mínir eru margir komnir með upp í kok af stjórnmálaumræðum en við þessir hörðustu áhugamenn um pólitíkina horfum á svona þætti með sama viðhorfi og við horfum á kappleiki. Silfrið í dag fór þannig í mínum huga nærri því að jafnast á við það þegar Manchester United sigraði Bayern Munchen í Meistaradeildinni um árið.
AJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar