Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegt Silfur

silfurSilfrið var með besta móti í dag (því miður síðasti þátturinn í bili). Bara stórskemmtilegt!


1. Fyrst voru mætt Siv Friðleifsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Steinunn Valdís Óskars og Árni þór Sigurðsson.  Árni Þór var mættur til að reyna að stroka yfir það sem flestum finnst augljóst að innsta klíka Vinstri Grænna ákvað strax eftir kosningar að vænlegast væri að veðja á samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Held reyndar það sé ofgert að kenna Steingrími J. um það einum. Ég tel að Jakobsbörn, Ögmundur, Svandís og Árni Þór sjálfur hljóti öll að hafa verið með á fundinum þar sem þetta var lagt upp.

Annars tel ég að VG-liðar eigi skilin einhver bjartsýnisverðlaun fyrir að reyna að endurskrifa söguna um stjórnarmyndunartaktík sína þegar svona skammt er liðið. Tek eftir að sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekkert bloggað um þetta mál. Hann er heldur ekki mikið fyrir að vera að spila einhvern spunakarl.

En það var óneitanlega soldið sérstakt á hlusta á hvernig þessi hópur talar núna. Allir enn að reyna að finna taktinn í nýjum hlutverkum. Merkilegt t.d. að hlýða á Siv, sem varið hefur stjórnina í 12 undanfarin ár, segja að hún sé farin að hafa áhyggjur af framgangi mála stjórnarandstöðunnar sem hingað til hafa ekki haldið fyrir henni vöku. En jú. Það er augljóst að allra flokka flokkshundar þurfa núna að snúa nokkurn veginn við á punktinum í allri "retórík" (ég hata orðið "orðræða").
hawking_wideweb__470x312,0
Ég upplifi þetta ástand svipað og ég ímynda mér tímabundið þyngdarleysi sem hægt er að ná í sérstökum flugvélum. Nú er maður með þá forgjöf að hafa enn í fersku minni áróður allra aðila og á meðan maður hlustar á þá snúa við í málflutningi sínum og skipta um helming á fótboltavellinum þá ríkir svona tímabundið "no-spin zone".

Allur spuninn verður svo augljós.

2. Síðan mættu í þáttinn álitsgjafarnir Pétur Gunnarsson, Sigurður G. Tómasson, Andrés Magnússon og Pétur Tyrfingsson og færðist þá enn meira fjör í leikinn. Pétur Tyrfings kom með bráðfyndna samlíkingu á VG og Frjálslyndum. Hann sagði að báðir flokkar væru í því að reyna að sannfæra fólk um að merkjasendingar þeirra og ummæli þýddu eitthvað allt annað en væri skilningur alls þorra fólks.

Sigurður G. kom með fyndinn brandara á kostnað Styrmis Gunnarssonar. Hann spurði Pétur Tyrfings sem sálfræðing hvort að áhyggjur og endurtekin notkun orða eins og "hætta" og "áhætta" í Reykjavíkurbréfi væri ekki dæmi um að sá sem héldi á penna væri haldinn einhvers konar fælni?

dsc00232Annars er Pétur Tyrfings ferskasti álitsgjafinn í svona þáttum. Klár maður, laus við ambisjónir, sem getur sagt það sem honum sýnist.

Vinir mínir eru margir komnir með upp í kok af stjórnmálaumræðum en við þessir hörðustu áhugamenn um pólitíkina horfum á svona þætti með sama viðhorfi og við horfum á kappleiki. Silfrið í dag fór þannig í mínum huga nærri því að jafnast á við það þegar Manchester United sigraði Bayern Munchen í Meistaradeildinni um árið.

AJ.


Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt Silfrið var fjölbreytt í dag.

Er Egill ekki á leið í Kastljós RÚV?

Hef grun um það.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér, tókst að skrifa heilan pistil án þess að minnast á Grétar Mar þann frjálslynda.  Sem stóð sig hörkuvel í Silfrinu á móti Kristjáni Þór Júlíussyni og rak ofan í hann lygina með beinskeittum hætti.  En það ríkir alltaf sama þöggunin þegar um Frjálslynda flokkinn er að ræða eller hur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mig langar til að benda á að Ögmundur Jónasson er ekki í innsta hring valdaklíkunnar í VG. Hinsvegar láðist þér að nefna Álfheiði Ingadóttur, Hjörleif Guttormsson og Kolbrúnu Halldórsdóttur með, en þau eru öll háttsett og velmetin í umræddri klíku.

Jóhannes Ragnarsson, 21.5.2007 kl. 07:33

4 identicon

Sammála þér með Pétur Tyrfingsson. Beittasti og ferskasti álitsgjafinn á Íslandi. Óhræddur við að gagnrýna eigin kreðsu og kemur nær alltaf með nýja sýn á hlutina. Auk þess er erfitt að vera ósammála honum.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 265833

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband