Leita í fréttum mbl.is

Skref í rétta átt

mottakamyndÞað er full ástæða til að fagna þessum fréttum. Mjólkursamsalan hefur selt Emmess ís (fyrirtækið ekki ísinn) til einkafyrirtækisins Sólar. Næst mætti brjóta upp Mjólkursamsöluna/Norðurmjólk og afnema framleiðslustyrki til landbúnaðar.

Það munu hafa ríkt mjög skrýtnar samkeppnisaðstæður á ísmarkaðnum undanfarin ár. Eftir því sem mér er sagt þá voru ekki venjuleg markaðsrök alltaf á bakvið vöruþróun og markaðssetningu hjá Emmess ís heldur var helst horft til þess hversu marga mjólkurlítra mætti nota í framleiðsluna.

Kjörís fagnar því væntanlega að þurfa ekki lengur að keppa við fyrirtæki sem á allt sitt undir niðurgreiðslum frá skattgreiðendum
Fernuflug_Unnur
En eitt skal ég segja Mjólkursamsölunni til hróss. Það eru herferðir þeirra til stuðnings íslenskri tungu, íslenskum bókmenntum og dægurmenningu. það hefur verið frábært hjá þeim hvernig þeir hafa notað mjólkurfernurnar til að fræða börn og fullorðna um land allt og virkja sköpunarkraft almennings. En ég trúi að einkaaðilar geti líka séð sér hag í að reka slíkar ímyndarherferðir.

Það má vona að ný ríkisstjórn fari í málið og leyfi matvöru að lúta markaðsöflunum svo að matarkarfa landsmanna lækki eitthvað í verði og verði ekki endilega áfram sú dýrasta í heimi!


mbl.is Sól kaupir Emmessís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Andrés

Þar sem þú virðist vera ötull talsmaður þess að landbúnaður í landinu leggist niður og að bændur séu baggi á þjóðfélaginu þá langaði mig að benda þér á það að bændur og afurðastöðvarnar eru að borga í virðisaukaskatt það sem samsvarar öllum þeir styrkjum sem þeir fá frá ríkinu árlega og rúmlega það. Mér finnst þessar staðhæfingar um að bændur séu eingöngu afætur á samfélaginu orðnar ansi háværar, en mér finnst þær bara alls ekki eiga við rök að styðjast.

Ég vil frekar hafa matarkörfuna dýrari og geta neitt innlendra afurða.

Ef þú hefur betri lausn fyrir landbúnað í landinu en beingreiðslukerfið endilega láttu mig vita.... ég hef nefnilega verið að leita af henni.

Sigrún Jóna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: E.Ólafsson

En hve miklu dýrari segi ég.  Þetta verð á landbúnaðarvörum á Íslandi er ekki eðlilegt.      Það þarf að koma á samkeppni á í þessari grein og leyfa innflutningi á ýmsum vörum.  Afhverju þarf ég að kaupa osta á 200-300% hærra verði en erlendis?  En á sama tíma er aðeins eitt fyrirtæki á markað sem selur osta.  Þetta gengur ekki svona lengur.  Þetta er of dýrt kerfi fyrir framleiðendur og neytendur.  Menn eiga að sérhæfa sig í það sem menn eru góðir í svo sem lambakjötið en leyfa samkeppni á öðrum sviðum.

E.Ólafsson, 22.5.2007 kl. 17:55

3 identicon

Segðu mér Andrés, eru íslenskar landbúnaðarvörur einu vörurnar á Íslandi sem eru óeðlilega háar? Er hlutfall matar af útgjöldum heimilisins öðruvísi hér á landi en annars staðar í hinum vestrænum heimi? Getur verið að ástæðan fyrir því að ég kaupi rándýr föt og aðrar vörur og þjónustu á Íslandi verið vegna sé vegna þess að verð á landbúnaðarvörum sé hátt? Getur verið einhver önnur skýring á háu verðlagi á Íslandi en landbúnaðarkerfið?

Steinn (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 265832

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband