Leita í fréttum mbl.is

600 hugbúnaðarsérfræðingar flytja í Sætún

Eins kom fram hérna á þessu bloggi um daginn þá eru Fréttatíminn og auglýsingastofan Fíton ásamt fylgitunglum að fara að flytja í hið ótrúlega flotta Kaaber-hús síðar í sumar.

En það eru fleiri sem eru að flytja í námunda við Borgartúnið (nýtt Wall Street/Madison Avenue Íslands?)

Stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Skýrr, flytur í þetta hús í haust.

skyrr_saetun.jpg

Helmingur starfsmanna flytur fyrst. Um 300 manns.

Síðan á að byggja nýja viðbyggingu við endann á Sætúninu (sjá tölvumynd) og þar munu 300 starfsmenn Skýrr í viðbót flytja inn og vinna við hugbúnaðargerð og ráðgjöf.

skyrr_vidbygging.jpg

Þetta er að verða ansi spennandi svæði til að vera með skrifstofur sínar.

Gott útsýni, Esjan, auglýsingaskilti sem sjást frá einni af aðalumferðaræðum borgarinnar, veitingastaðir í nánd, nóg af bílastæðum og sífellt fleiri glerjaðar byggingar.


Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Borgartúnið er að verða mikilvæg gata í Reykjavík.

Það er komið apótek í Borgartúnið, og (ef maður telur Sundlaugaveginn með er líka hægt að telja) frábæra fiskbúð, skósmið, tölvuverslun, ÁTVR, 10-11, kaffistaði, óteljandi veitingastaði...

Kári Harðarson, 24.5.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Andrés Jónsson

Já. Það er rétt. Þetta svæði í kringum Borgartúnið hefur margt með sér fyrir fyrirtæki. Helst að það skorti gróin og skjólgóð útisvæði.

Andrés Jónsson, 26.5.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 265784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband