Leita í fréttum mbl.is

Fíton flytur í Kaaber-húsið

Auglýsingastofan Fíton sem nú er við Garðastræti flytur í eitt flottasta húsnæði í Reykjavík í júlí næstkomandi - Kaaber-húsið við Sæbraut.

170220111428.jpg

Með því sameinar Fíton ýmsa starfsemi sína undir einu þaki, þ.m.t. birtingafyrirtækið Auglýsingamiðlun, framleiðslufyrirtækið Miðstræti og vefsíðufyrirtækið Atómstöðina.

---

Húsið er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels Jenkins. Þeim hinum sama og hefur verið að kaupa upp góðar fasteignir víða á höfuðborgarsvæðinu og lánað hefur til reksturs Fréttatímans.

Fréttatíminn mun að öllum líkindum líka flytja í Kaaber-húsið þó að það sé ekki endanlega frágengið.

170220111429.jpg

 Gluggarnir eru ekkert smá flottir og útsýni yfir sundin blá.

170220111431.jpg

Vonandi verður þessi vörulyfta þarna áfram í óbreyttri  mynd.

170220111430.jpg

Framkvæmdir voru í fullum gangi þegar við litum við.

Húsið er á þremur hæðum. Hátt er til lofts á jarðhæðinni og það verður gaman að koma í þetta hús þegar allir verða fluttir inn og búnir að fá sitt pláss.

Sannkallað hús hinna skapandi greina.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 265784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband