Eins kom fram hérna á þessu bloggi um daginn þá eru Fréttatíminn og auglýsingastofan Fíton ásamt fylgitunglum að fara að flytja í hið ótrúlega flotta Kaaber-hús síðar í sumar.
En það eru fleiri sem eru að flytja í námunda við Borgartúnið (nýtt Wall Street/Madison Avenue Íslands?)
Stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Skýrr, flytur í þetta hús í haust.
Helmingur starfsmanna flytur fyrst. Um 300 manns.
Síðan á að byggja nýja viðbyggingu við endann á Sætúninu (sjá tölvumynd) og þar munu 300 starfsmenn Skýrr í viðbót flytja inn og vinna við hugbúnaðargerð og ráðgjöf.
Þetta er að verða ansi spennandi svæði til að vera með skrifstofur sínar.
Gott útsýni, Esjan, auglýsingaskilti sem sjást frá einni af aðalumferðaræðum borgarinnar, veitingastaðir í nánd, nóg af bílastæðum og sífellt fleiri glerjaðar byggingar.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Borgartúnið er að verða mikilvæg gata í Reykjavík.
Það er komið apótek í Borgartúnið, og (ef maður telur Sundlaugaveginn með er líka hægt að telja) frábæra fiskbúð, skósmið, tölvuverslun, ÁTVR, 10-11, kaffistaði, óteljandi veitingastaði...
Kári Harðarson, 24.5.2011 kl. 12:35
Já. Það er rétt. Þetta svæði í kringum Borgartúnið hefur margt með sér fyrir fyrirtæki. Helst að það skorti gróin og skjólgóð útisvæði.
Andrés Jónsson, 26.5.2011 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.