Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hefur barátta fyrir samkeppni neikvæð áhrif á vörumerki?

Kaupás hefur nýverið byrjað að láta framleiða fyrir sig sérmerktan Feta-ost í krukkum undir heitinu íslensk matvæli.

Innihaldið og krukkan virðist hins vegar vera sömu ættar og fetaosturinn frá Mjólku.

Það er bara límmiðinn sem er öðruvísi.

feta_ostur.jpg

---

Ég stillti þessum tveimur krukkum upp hlið við hlið í Krónunni í Árbæ og ég verð að segja að Feta-osturinn sem seldur er undir vörumerkinu íslensk matvæli höfðaði mun betur til mín þar sem ég stóð þarna í búðinni.

Afhverju ætli það sé?

---

Er hugsanlegt að sú harða barátta sem Mjólka hefur háð fyrir eðlilegri samkeppni mjólkurframleiðenda undir forystu Ólafs Magnússonar hafi skapað vörum fyrirtækisins neikvæða ímynd?

Eru þetta réttu hugrenningatengslin fyrir matvælaframleiðslu?

Eða ætti frekar að reyna að tengja vörumerkin við orð eins og gæði, hreinleika, hefðir og þjóðrækni?

Eða er ég kannski einn um að telja að vörumerki Mjólku séu vitlaust skilgreind?


Hress bensínafgreiðslumaður

Þessi bensínafgreiðslumaður á N1 í Ártúnsbrekku er með þeim hressari í bransanum.

18092009270.jpg

Alltaf kátur. Heilsar öllum með virktum. Finnst gaman í vinnunni.

---

Ég var þarna að kaupa gos og vatn fyrir skrifstofuna um daginn og hann hjálpaði mér að bera það allt út í bíl.

Sagði svo eins og alltaf "eigðu góðan dag" með sínum skemmtilega hreim.

Gaman að þessu.

Myndagetraun

Hvor myndin er tekin á íslenskri lögmannsstofu og hvor er frá nýjum höfuðstöðvum Twitter?


14102009157.jpg

4109890209_25a166a77d_b-660x439


Dónalegar umbúðir?

Ungri móður, lækni á Akureyri, varð starsýnt á smurostinn á morgunverðarborðinu í morgun.

Tók símamynd og birti á Facebook með spurningunni: "Dónalegustu umbúðir á Íslandi?"

paprikuostur.jpg


Dýrt klúður

lettakludur.jpg


Ferðamálaráð Lettlands þurfti að innkalla og fleygja miklu magni af plakötum og bæklingum sem framleitt var fyrir nýja auglýsingaherferð borgarinnar, eftir að það uppgötvaðist að þýðingin á slagorði herferðarinna yfir á ensku hafði misfarist hrapallega.

Á plakatinu stendur: "Riga city - easy to go, hard to live."

En þarna átti að standa að það væri erfitt fá það af sér að yfirgefa borgina. Ekki að lífsskilyrðin væru slæm.

---

Tilgangur herferðarinnar var að vekja athygli á menningarlífi borgarinnar og reyna að breyta ímynd hennar frá því að vera einn helsti áfangastaður steggjunar- og gæsunarhópa frá Bretlandseyjum.

En það gleymdist víst alveg að lesa auglýsingaefnið yfir áður en rúmlega 100 milljóna króna herferðin fór af stað.

---

Ég fór í mikla menningarreisu (les: Roadtrip) með nokkrum félögum mínum um Lettland, Eistland og Litháen fyrir 4 eða 5 árum.

Við vorum sammála um að fullu Bretarnir og steggjaferðir þeirra settu leiðinlegan svip á Riga sem og aðrar höfuðborgir Eystrarsaltsríkjanna.

Það er hægt að gera margt annað þarna en að vera fullur. Mjög vanmetinn ferðamannastaður.

Fanta Lemon að hætta

Nú heyri ég á þeim í Vífilfelli (skjólstæðingi Góðra samskipta) að framleiðslu á Fanta Lemon hafi verið hætt. Síðustu birgðirnar eru farnar í sölu.

Þetta verða einhverjum harmafréttir.

---

Þessi gosdrykkur á sér nefnilega afar harða stuðningsmenn hér á landi, þó að ef til vill séu þeir ekki nógu margir til að halda drykknum samfleytt inni í búðum.

Þeir höfðu það þó að fá Vífilfell til að prófa framleiðslu á Fanta Lemon aftur eftir 4 ára hlé í vor og notuðu meðal annars Facebook til að safna stuðningi við áskorunina.

Þetta framtak þeirra náði m.a. inn í fréttirnar á sínum tíma.


Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt

sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.

...orti Einar Benediktsson.

---

Eitt af því sem ég predika jafnan bæði á námskeiðum og fyrirlestrum sem ég held og gagnvart skjólstæðingum Góðra samskipta, er að fólk eigi að brosa á myndum.

Gott bros geti gjörbreytt því sem annars væri frekar ómerkilegt myndefni í bjarta og skemmtilega mynd.

Fólk lítur eiginlega alltaf betur út brosandi.

---

Fáir hafa fylgt þessum vinsamlegu tilmælum mínum jafn vel og þau Viktor og Sigfríð hjá Kreditkortum.

Þessi mynd fylgdi fréttatilkynningu þar sem sagði frá viðurkenningu sem American Express kortafyrirtækið veitti þeim.

kreditkort_verdlaun_minni_1.jpg

 
Smellið tvisvar til að fá myndina stóra.

 


Linked-in að ná fótfestu á Íslandi

Mikið skrambi var ég ánægður að sjá þetta.

linked_in_ccp.jpg

CCP notar grúppu á Linked-in til að auglýsa eftir fólki.

Ég er búinn að vera að hvetja fólk til að skrá sig á Linked-in, enda hefur þessi vefur komist í lykilstöðu varðandi ráðningar, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Bretlandi.

En í auknum mæli á Íslandi.

---

Linked-in er nokkurs konar Facebook fyrir vinnuna.

Þarna heldur maður utan um tengslanetið í faginu sínu, samskipti við viðskiptavini, samstarfsaðila, fyrrum samnemendur og vinnufélaga.

---

Þeir Íslendingar sem duglegastir hafa verið að skrá sig inn á Linked-in eru þeir sem vinna erlendis eða eru nýkomnir úr námi erlendis og svo ákveðnar fagstéttir hérlendis eins og viðskiptafræðingar, hugbúnaðarfólk, auglýsingafólk og hönnuðir.

En það eiga allir að skrá sig þarna að mínu mati.

Það eru margir kostir við Linked-in.

Þetta er í raun eins og ferilskrá á netinu. Það kostar ekkert að skrá sig. Hægt er að sjá hvernig fólk tengist og hvar það hefur unnið.

---

Einnig er skemmtilegur möguleiki að geta skrifað meðmæli um fólk sem birtast á prófílnum þeirra á Linked-in.

andres_medmaeli.jpg

Eins og sést þá eru meðmælin sem maður fær á Linked-in yfirleitt afar góð :)

En þetta er eitthvað sem ég held að eigi eftir að verða enn vinsælli möguleiki.

Enda gaman að sjá hvað fólk hefur að segja um einhvern og geta um leið rakið hvar og hvernig leiðir þeirra lágu saman.

Og ef maður er að leita að einhverjum í eitthvert starf. Þá er hægur leikur á Linked-in að sjá við hverja maður getur haft samband til að leita upplýsinga um viðkomandi.

---

Eiginlega allir Íslendingarnir á Linked-in skrifa um sig á ensku. En ef maður á ekki von á að fara til starfa erlendis á næstunni þá er sjálfsagt að skrifa á íslensku.

Ég skrifaði allavega meðmæli um einn kollega minn á ástkæra og ylhýra fyrr í dag.

andres_medmaeli_orn_ulfar.jpg

---

Linked-in voru reyndar að kynna nýtt útlit síðunnar um helgina og fljótt á litið líst mér vel á breytingarnar.

Vefurinn er nú allur bjartari og léttari, búið er að fjarlægja valmyndina vinstra megin og fljótlegra er að sjá upplýsingarnar sem maður leitar að.

---

P.s. Endilega bætið mér við á Linked-in. Hægt er að velja 'friends' möguleikann til að þurfa ekki að gera einhverjar hundakúnstir til að bæta fólki við.



Sinfó er með'etta

fb_sinfo_auglysing.jpg

Það eru ansi flókin vísindi að nýta vel þær þröngu skorður sem manni eru settar þegar maður auglýsir á Facebook.

Nú veit ég ekki hvernig tölfræðin lítur út hjá markaðsmönnum Sinfóníuhljómsveitarinnar, en ég tel líklegt að þessi auglýsing hér að ofan sé með mjög hátt hlutfall smella á móti birtingum (CTR).


Smáauglýsing: Stærri betri?

Það kennir ýmissa grasa í smáauglýsingadálkum Fréttablaðsins.

Þarna hefði umbrotsmaðurinn kannski mátt velta því fyrir sér hvort hrekkjavökubúningar fyrir börn og typpastækkunarmeðferðir ættu heima í sama dálki.

smaauglysing.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband