Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Web 2.0 suicide machine

Þetta er frekar fyndið. Þó að persónulega sé ég ekki tilbúinn að skilja við líf mitt á netinu.

web 2.0 suicide machine promotion from moddr_ on Vimeo.


Góð skilgreining á Twitter

Í mig hringdi blaðamaður og vildi vita hvað væri eiginlega málið með Twitter.

twitter

Ég ákvað að nýta mér tengslanetið og spurði fólkið á Twitter hvernig ég ætti að svara þessu.

---

Þar sem ég nota Twitter til að tjá mig á hinum ýmsu ólíkum samfélagsmiðlum þá bárust svör á nokkrum stöðum, bæði Twitter og Facebook.

Ein flottasta skilgreiningin kom í gegnum Linked-in:

"Á meðan Facebook er staðurinn þar sem vinátta og kunningsskapur tengir fólk er Twitter staðurinn þar sem ókunnugt fólk sameinast um áhugamál, hugsjónir og hugmyndir. Sem er etv. eitthvað sem íslendingar mættu sameinast um, uppúr kunningjasamfélaginu"
 
Höfundurinn er Einar Örn Sigurdórsson, sem starfar sem listrænn stjórnandi á Íslensku auglýsingastofunni.

Nokkuð gott hjá honum.

---

Bendi líka á þessa sniðugu íslensku Twitter-leitarvél.

Það er Geir Freysson sem á heiðurinn af henni. Hann er líka mjög öflugur Twittari.

Hér er svo stóra alþjóðlega Twitter-leitarvélin.

Vel heppnaðar sjónvarpsauglýsingar

lambafille.jpg



Nýjar sjónvarpsauglýsingar lambakjötsframleiðanda eru ákaflega vel heppnaðar.

Þá meina ég "vel heppnaðar" í þeim skilningi að þær eru líklegar til að auka neyslu á lambakjöti (eða að minnsta kosti draga úr sölusamdrætti vegna kreppunnar).

Oft hafa auglýsingar frá samtökum hinna ýmsu framleiðenda landbúnaðarvara verið sýnidæmi um frumlegheit auglýsingafólks, en ekki endilega náð að koma við bragðlauka áhorfenda.

---

Nýjasta auglýsingin sýnir Gunnar Hansson leikara (sem búið var að stimpla inn sem andlit lambakjötsins) elda spennandi lambakjötsrétt á skömmum tíma. Einhverskonar lambafilebitar vafnir inn í pönnuköku úr ferskum kartöfluspænum.

Auglýsingin er sett upp eins og stytt útgáfa af kennslu sjónvarpskokks og virkar þannig til að ná athygli áhorfenda með réttu skilaboðunum.

Hún er öðruvísi en auglýsingarnar sem birtast fyrir og eftir að því leyti að hún er eiginlega ekki auglýsing, heldur þá er maður að læra eitthvað.

Um leið og áhorfandinn fær þannig eitthvað fyrir sinn snúð þá er lambakjöti komið inn í kollinn á honum sem sniðugt hráefni til að prófa sig áfram með í eldhúsinu.

---

Hægt er að horfa á lengri útgáfu af matreiðslukennslunni á vef lambakjötsframleiðenda.

Reyndar hefði ég persónulega mælt með því að þeir settu uppskriftirnar á Youtube svo fólk eigi hægara með að deila þeim með öðrum.

En þessi markaðssetning fær samt í heildina toppeinkunn.


Gary Vaynerchuk er skemmtilegur



Hann er líka alvöru Social Media seleb. Búinn að mæta hjá Conan og Opruh.

Wipeout - Skjár Einn

Fórum í hópferð einn morguninn í vikunni að sjá fyrsta Wipe-out þáttinn þegar að hann var sýndur markaðsfólki í Smárabíó.

Það er enginn vafi á að þetta á eftir að verða mjög vinsælt sjónvarpsefni. Engin tilviljun að þetta skuli vera kóperað út um allan heim.

Formúlan er skotheld. Fólk að detta á rassinn.

wipeout

Reyndar er Wipe-out byggður á blöndu úr ýmsum trylltum japönskum skemmtiþáttum. Og það er búið að taka "detta-á-rassinn" konseptið og víkka það hressilega út.

Formúlur eins og þessar virka bara betur ef eitthvað er í fámennu samfélagi eins og Íslandi þar sem allir þekkja alla.

Og það er nóg af augnablikum í Wipe-out þar sem hía má á landa sína.

Ég veit reyndar ekki hvort ég muni sjá fleiri þætti. Er ekki áskrifandi að Stöð 2.

P.s. Rikka stendur sig nokkuð vel sem spyrill.

---

Capacent er búið að kanna áhorf á sjónvarpsstöðvarnar og eins og við var búast þá minnkar áhorfið á Skjá einn mikið. Sjá nánar hér.

skjar_einn.gif

Mér skilst reyndar að þeir hafi líka lækkað auglýsingaverðið þannig að snertiverð auglýsinga sé enn nokkuð gott. Sérstaklega í kringum vinsæla þætti.

En samt. Á 20.000 áskrifenda læst sjónvarpsstöð framtíð sem auglýsingamiðill?

Vona að þetta gangi hjá þeim.

Skjár einn á sér nokkuð merkilega sögu. Leiðinlegt ef stöðin lognast út af.


Tímamótaauglýsing

Hér hefur áður verið minnst á hugmyndaauðgi apótekarans í Apóteki Vesturlands.

Auglýsingin frá honum á bls. 48 í Fréttablaðinu í dag markar að margra mati tímamót í markaðsmálum hérlendis.

apotek.jpg

Smellið tvisvar til að fá raunstærð.

Ósiður

Egill Einarsson, betur þekktur sem "Gillz" eða "Störe" hefur gefið út bók um mannasiði

Það er flott hjá honum.

Hann gerir sig hins vegar sekan um bölvaðan ósið í auglýsingagerð í kynningarborða fyrir bókina sem sjá má á Pressunni.

Það er það að setja punkt á eftir fyrirsögnum og stökum setningum.

gillz.jpg

Sveiattan bara!

Þessi punktur svíður enn meira í augu út af spegluninni sem Egill vill endilega setja á þetta.

Skora á hann að kippa þessu í liðinn.

Vinsælla en kók

Stefán Pálsson bloggaði um þennan eðaldrykk um daginn sem kallast IRN BRU og er vinsælasti gosdrykkurinn í Skotlandi. Vinsælli en Coca-Cola.

irn_bru.jpg

Einn vinnufélagi okkar hérna í Höfðabakkanum er nýkominn frá Glasgow og tók með sér sitt hvora flöskuna af IRN BRU og Diet IRN BRU.

---

Það var því heilög stund áðan þegar við skenktum í nokkur glös og brögðuðum á þessum guðaveigum.

Bragðið er... all sérstakt.

Vorum við öll sammála um að þetta væri drykkur sem þyrfti að venjast.





Hægt að nota vildarpunkta til að kaupa jólagjafir í gegnum netið

Ég hef stundum pirrað mig á því að hafa ekki getað nýtt vildarpunktana mína hjá Icelandair sem skyldi.

Þetta hefur verið svona upp og niður. Stundum finnst mér að ég ætti að eiga helling af punktum og á þá kannski í mesta lagi fyrir einni nótt á hóteli.

En stundum hefur punktastaðan komið mér þægilega á óvart og dugað fyrir 2-3 uppfærslum á betra farrými.

B757-208%20TF-FIJ%20Icelandair

---

Eitt er ég þó nýbúinn að uppgötva. En það er að maður geti nýtt punktana til að versla vörur í gegnum netið.

Föt, bækur, rafmagnstæki. Allt er þetta hægt að kaupa fyrir vildarpunkta Icelandair, með því að skipta þeim fyrir punkta á bandaríska vefnum Points.com.

Síðan fer maður bara á Amazon.com, Toys.com og eða aðrar slíkar síður og nýtir punktana þar upp í topp.

---

Ég hef ekki séð þessa leið til að nýta vildarpunkta auglýsta og af samtölum mínum við fólk að dæma þá eru afar fáir sem vita af þessum möguleika.

Um að gera að nýta punktana til að kaupa jólagjafir í kreppunni. Þ.e.a.s. ef menn eru ekki á leiðinni út á næstunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband