Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Jólaljósin komin upp

Heimilisfólkið á Þóroddsstöðum er búið að vera önnum kafið við undirbúning í dag.

"Hvað stendur svona mikið til?" kunna lesendur þessa bloggs að spyrja. Jú, á morgun erum við í fyrsta skipti að bjóða til okkar fólki. 

Þetta er formlegt innflutningsboð og jólaglögg í einu og sama partýinu.

Við köllum það Innflutningsglögg-Góðra-samskipta-og-Vert-markaðsstofu af því að það er svo stutt og catchy.

---

Eitt fyrsta verkefnið var að gera garðinn okkar fína jólalegan og tengja jólaseríurnar.

Heiðar (betur þekktur sem Heiddi) klifraði fyrstur upp í tré.

jolaljos 1 


Eitthvað gekk ekki alveg saman og ljósin kviknuðu bara öðrum megin í flækjunni. Úr varð að ég hringdi til Svíþjóðar og talaði norsku við framleiðandann á seríunum. Og viti menn, það bar árangur.

Lausnin fannst og næstur upp í tré var Sigurþór (Sissi) 

jolaljos 3

Þá var bara að tengja. 

jolaljos 4

Stebbi sýndi hárrétt viðbrögð fyrir innan gluggann og það varð ljós.

jolaljos 5

Allt klárt fyrir gestina okkar.


Má þetta?

Á blaðsíðu 3 í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá Icelandair þar sem þeir nota efsta stig lýsingarorðs og fullyrða að finna megi "hagstæðasta verðið á hótelgistingu erlendis" á heimasíðu þeirra sjálfra.

Hélt það væri bannað.

icelandair.jpg


---

Fyrir utan að ég á erfitt með því að trúa því að þeir geti staðið á þessari fullyrðingu.

Hotels.com er t.d. vinsæl bókunarsíða. En hún gefur sjaldnast besta verðið skv. minni reynslu.

---

Raunar er yfirleitt ódýrast að bóka í gegnum vefsíður hótelanna sjálfra.

Þá sleppur maður við bókunarþóknunina sem milliliðir eins og hotels.com og icelandair.is fá.  *

---

Tek fram að ég starfaði um tíma sem upplýsingafulltrúi Iceland Express (en hætti því fyrir tæpum tveimur árum).


Vellíðan á nýjum stað

Þá er heil vika liðin á nýjum stað. Við fluttum hingað um mánaðarmótin með vinum okkar hjá Vert.

En fyrirtækin tvö hafa nú leigt saman í rúmt ár (fyrst á Höfðabakka 9) og sambúðin hefur reynst ákaflega vel.

---

Vert-strákarnir (og Hilda) eru stórhuga og þá langaði í húsnæði sem hæfði betur starfseminni og gæfi þeim aukna andargift. Einnig vildum við öll komast nær miðbænum.

Skemmst er frá því að segja að Þóroddsstaðir uppfylla öll þessi skilyrði og hér er ótrúlega gott andrúmsloft, gestagangur  mikill og gaman er að mæta í vinnuna.

---

Fréttablaðið sagði frá vistaskiptum okkar og hinn frægi GVA kom og tók mynd af okkur úti við garðshliðið.

thorodsstadir frbl

Ég bjó líka til smá myndasyrpu sem sjá má bæði á flickr og youtube.



Nú er reyndar orðið ennþá fínna hjá okkur og ég þarf fljótlega að fara að gera nýja myndasyrpu.

-----

En semsagt. Það er ávallt heitt á könnunni hér og ósjaldan sem logar í arninum.

Verið velkomin í kaffi.


Bjórframleiðandi með markaðsfyrirsát á HM

HM býður ekki aðeins upp á bestu fótboltamenn heims sem mætast á vellinum í tugum fótboltaleikja, heldur einnig fjölmörg tækifæri fyrir seljendur vöru og þjónustu að koma sér á framfæri.

Sum stór vörumerki semja við FIFA um milljarða-styrkarsamninga og njóta þannig mestrar athygli sjónvarpsáhorfenda.

En það eru til fleiri leiðir.

---

Ambush marketing eða markaðsfyrirsát er aðferð sem getur aflað fyrirtækjum mikilli athygli þegar vel tekst til. 

Stórir atburðir þar sem athygli fjölmargra hugsanlegra viðskiptavina er tryggð er vel þekktur vettvangur slíkrar markaðssetningar.

Bavaria bjórframleiðandinn er ekki á meðal formlegra styrktaraðila FIFA en vildi engu að síður vekja athygli bjórþyrstra fótboltaunnenda. 

Hvað þeir gerðu má lesa um í þessari frétt og myndbandinu hér að neðan.

 


Mad Men Barbie

Mad Men eru frábærir sjónvarpsþættir. Vinsælir bæði hjá markaðsfólki og öðrum.

Nú mun vera fyrirhugað að gefa út sérstakar Barbie-dúkkur sem byggja á persónum þáttanna.

Upplagið sem verður fáanlegt verður takmarkað og stílað inn á harða aðdáendur þáttanna.

Semsagt ekki börn :)

Mad Men Barbie

Segja má að Barbie veiti ekki af smá jákvæðri athygli. Þessi dúkka, sem hefur upplifað tímana tvenna, hefur líklega aldrei legið jafn lágt í umræðunni.

---

Annars var ég að glugga í bók sem ég er búinn að eiga upp í hillu í nokkurn tíma og er eftir einn helsta auglýsingamógul síðustu aldar, David Ogilvy.

Bókin heitir 'Confessions of an Advertising Man' og það verður að segjast að sé miðað við það sem hann skrifar þá eru Mad Men þættirnir alls ekki svo fjarri raunveruleikanum.

Meðal annars segist Ogilvy aldrei nota aðrar vörur en þær sem hann auglýsir sjálfur. Þannig "neyðist" hann meðal annars til að aka aðeins á Rolls Royce.


Lúðurinn

Uppskeruhátíð auglýsingabransans er í dag. Afhentir verða lúðrar fyrir bestu herferðir.

Þessi auglýsing JL fyrir Jónar Transport er ansi sigurstrangsleg í flokknum 'Veggspjöld'.

jonar

Smellið hér til að fá stóra mynd.


Öskudagur

Sem betur fer klikkuðum við ekki á að kaupa nammi fyrir öskudaginn. Hingað komu þrír strákar og tóku hið vinsæla lag Bahama og voru meira að segja búnir að æfa sérstök dansspor með.

oskudagur_i_godum_samskiptum.jpg

Sá í miðjunni sagðist vera "bankastjóri Icesave"


Bankar og traust

Íslenskir bankar og fjármálastofnanir hafa á undanförnum misserum reynt ýmsar aðferðir til að reisa ímynd sína úr rústum bankahrunsins.

gömlu bankarnir

Sumir hafa reynt að skýla sér á bakvið almenna starfsmenn sína.

Sumir hafa skipt um nafn, með misjöfnum árangri.

Sumir þeirra telja sig hafa fundið svarið í því að framleiða 'infomercials'.

landsbanki auglysing

Meira að segja sparisjóðirnir, sem láta leikkonu komna af léttasta skeiði tala um traust í miðjum kornakri, eru á villigötum um hvernig þeir eiga að byggja upp ímynd sína á ný.

---

Með fullri virðingu fyrir starfsfólki markaðsdeilda bankanna og auglýsingastofa þeirra, þá er áberandi við allar þessar tilraunir að það er lítið sem ekkert horft til almannatengsla.

Þetta er alls ekki allt illa gert. Frá sjónarhóli auglýsingafræða er þetta allt nokkurn veginn skv. bókinni.

Vandamálið er bara að það er verið að leita að lausnum í rangri verkfærakistu.

---

Það er ekki nóg að tala um traust í auglýsingum til að fá fólk til að treysta þér.

Það er ekki nóg að velja traustvekjandi fólk til að leika í sjónvarpsauglýsingum.

Og það er ekki nóg að fá allt í einu rosalegan áhuga á því sem er ókeypis, íslenskt og gamaldags.

---

Flestir bankarnir hafa fallið í þessa gryfju.

Á því er þó ein undantekning.

islandsbanki

Íslandsbanki hefur undanfarið byrjað að nota almannatengsl nákvæmlega á þann hátt sem á að gera það.

Með því að bregðast rétt við þeim málum sem upp koma og nota neikvæða umfjöllun sem tækifæri til að auka traust á bankanum.

Nýjasta dæmið er fréttilkynning bankans í kvöld.


yfirlysing_islandsbanka.jpg

Ef fram fer sem horfir þá verður Íslandsbanki fyrsti bankinn sem öðlast traust almennings á ný.


Richard Branson kynnir lúxuskafbát

Virgin.Galactic.Richard.BransonÉg hef alltaf svolítið gaman af að fylgjast með Richard Branson.

Hann hefur í fyrsta lagi ótrúlega tilfinningu fyrir almannatengslum og er í öðru lagi frábær fyrirmynd fyrir upprennandi frumkvöðla.

---

Undanfarin ár hefur hann í auknum mæli farið að gera út á hina ofurríku. Þá sem eiga svo mikla peninga að þeir eiga nánast allt.

Ekki endilega göfugt starf, en það eru áreiðanlega nóg af tækifærum í þessari þjónustu í ljósi hinnar ört vaxandi misskiptingar í heiminum.

---

Fyrst voru það lítil lúxushótel og þróun fyrstu farþega-geimskutlunnar í heimi.

Það nýjasta er kafbátur eða neðansjávarflugvél sem sjá má hér að neðan.

Ekkert að því að láta sig dreyma um ferð í svona.

necker-nymph


Steve Jobs sýnir klærnar

steve_jobs_630x

Hinn dáði forstjóri Apple, Steve Jobs, dró ekki af sér gagnvart keppinautunum á fundi með starfsfólki í höfuðstöðvum fyrirtækisins í síðustu viku.

Eins og hefur áður komið fram þá gekk Eric Schmidt forstjóri Google úr stjórn Apple fyrir nokkru vegna hagsmunaárekstra og það virðist sem að það sé langt í frá gróið um heilt á milli þessara tveggja risafyrirtækja í tæknigeiranum.


Meðal annars kallaði Jobs "Don't be evil" möntru Google kjaftæði í svari við spurningu eins af starfsmönnum Apple á fundinum.

Hann ásakaði Google enn fremur um að reyna að drepa iPhone-símann, en að þeim yrði sko ekki kápan úr því klæðinu.

Einnig sagði Jobs að forsvarsmenn Adobe fyrirtækisins væru latir og að Flash-hugbúnaður þeirra væri að verða úreltur.

---

Skal ekki segja með Adobe, en ég get tekið undir að Google er úlfur í sauðagæru og þeir einbeita sér að ýmsu öðru en því að bæta heiminn.

google_china_11

T.d. eru ýmsir á því að skyndileg umþóttun þeirra gagnvart net-ritskoðun Kínverja hafi meira að gera með versnandi ímynd Google og væntanleg málaferli gegn þeim út af samkeppnismálum, en mikla endurnýjaða ást á tjáningarfrelsinu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 266009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband