Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Bílarnir í Svörtum englum

aevar_oern_josepsson_svartir_englarÉg hlakka til að horfa á Svarta Engla sem hefja göngu sína á Rúv eftir nokkrar mínútur. Þetta er sami hópur sem stendur að baki þessum þáttum og gerðu hina frábæru þætti 'Pressan' sem sýndir voru á Stöð 2 í fyrra.

Ég er samt svolítið skeptískur á söguþráðinn og það hvernig muni ganga að gera hann jafn raunsannan og tókst með Pressuna.

Ástæðan fyrir því að ég veit aðeins um söguþráðinn er sú að ég átti þátt í því, í samvinnu við leikmyndahönnuð Svartra engla, að velja á hvers konar bílum sögupersónur þáttanna áttu að vera. En B&L lánaði bíla í upptökurnar.

Það mun því vera nóg af BMW, Land Rover, Hyundai og Renault bílum á sjónvarpsskjám landsmanna næstu sunnudagskvöld. 

Það er umdeilt hversu margir taka eftir þessu og hvort það hafi áhrif á kaupákvarðanir þeirra. En í öllu falli var skemmtilegt fyrir fyrirtækið að styðja þessa íslensku dagskrárgerð og fá smjörþefinn af því hvernig kvikmyndabransinn virkar.

Vona ég sé ekki að rjúfa trúnað með því að ljóstra því upp að BMW M3 mun meðal annars bregða fyrir í þáttunum. Þetta 400 hestafla 15 milljón króna tryllitæki er bíll eins af æðstu lögreglumönnunum í þáttunum.

bmw_m3_concept_1

 

 


Tilviljun?

Allt í einu byrjaði Samskip að birta aftur sjónvarpsauglýsinguna, þar sem Lay Low syngur undir.

Ætli það geti verið að þetta hafi eitthvað með vandræði Eimskips að gera? Nýta tækifærið og minna fólk á að það sé til annar valkostur.

Flutningafyrirtæki sem er kannski ekki að fara á hausinn.

 

 


Krísu-pr

Fyrst að svona liggur í málum þá var skynsamlegt hjá nýjum eigendum Atlanta flugfélagsins að senda frá sér tilkynningu.

Það mátti einmitt skilja af fréttaflutningi af málinu hingað til að Atlanta væri einn helsti myllusteinninn um háls Eimskips.

Skaðinn er að vísu skeður, en þetta dregur úr honum að einhverju leyti.

Gott krísu-pr!
mbl.is Keyptu Air Atlanta á 63 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hýsing að nálgast það að verða ókeypis

Ég hef nokkrum sinnum vitnað í þennan fyrirlestur hjá Chris Anderson, þegar ég hef verið að útskýra fyrir fólki afhverju netið er að gera ýmsa þjónustu verðlausa, sem borguð hefur verið dýru verði í gegnum tíðina.

T.d. fréttaskrif, pólitísk pistlaskrif o.s.frv.

Sem gerir að hin raunverulegu verðmæti, í þessu nýja umhverfi, er athygli.

Ég er ekki viss um að íslensk fjölmiðlafyrirtæki séu farin að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstrarumhverfi þeirra.

-----

Ég ákvað hins vegar að leita fyrirlesturinn uppi og birta hann hér. Þannig að fólk geti kynnt sér þetta sjálft. Kenning Andersons um "The Economics of Free", er sú markaðskenning sem hefur haft hvað mest áhrif á mig í seinni tíð.

chris-anderson-free2

Hugmyndir hans um hýsingu, sem hann telur að verði nánast ókeypis í framtíðinni, eru merkilegar í ljósi þess að íslensk fyrirtæki og einstaklingar greiða hýsingaraðilum árlega hundruðir milljóna króna fyrir að hýsa gögnin þeirra.

Allt frá tölvupósti til greiðsluupplýsinga.

Þetta mun þó líklega ekki breyta miklu um viðskiptamódel þeirra, sem ætla að opna svokölluð gagnaver hér á næstu árum.

Microsoft, Google og fleiri.

----

Chris Anderson er hinn frægi ritstjóri Wired-tímaritsins og höfundur bókarinnar "The Long Tail". Sem ég mæli líka sterklega með.


Ódýr húsgögn frá borginni

Heildarkostnaður vegna húsgagnakaupa og frágangs er rétt um 840 miljónir. Fyrirhuguð er útsala á eldri húsgögnum borgarinnar.

Hér gæti verið gott tækifæri fyrir minni fyrirtæki og félagasamtök að ná sér í ódýr skrifstofuhúsgögn.


Köttur á Reykjavíkurflugvelli

Rasmussen er týndur.

Kötturinn minn, sem er eins árs gamall silfurgrár högni, er einhvers staðar á væflingi innan girðingar á Reykjavíkurflugvelli. Hann er með rauða ól með lítilli bjöllu og rautt merkispjald, sem reyndar er ómerkt.

Þetta kom þannig til að Rasmussen var á leið í tímabundið fóstur til vinafólks míns á Akureyri. Þau áttu flug um klukkan hálf-tvö í dag og ég mætti þangað með Rasmussen í búri og var hann tékkaður inn með öðrum farangri.

Klukkutíma síðar hringir vinafólk mitt í mig, til að segja mér Rasmussen hafi ekki komið með þeim í vélinni til Akureyrar.

Þeim hafi verið sagt af starfsfólki, að búrið hafi opnast hjá hlaðmönnunum á Reykjavíkurflugvelli og kötturinn hafi strokið frá þeim og lagt á flótta vestur eftir flugbrautinni. Starfsfólki flugfélagsins hafi ekki tekist að handsama hann, né hafi þau komið auga á hann meðfram girðingunni næst flugstöðinni.

rasmussen kettlingur

(Hann er orðinn aðeins stærri núna)

Nú vil ég biðja þá sem kunna að verða varir við Rasmussen, að láta mig vita í s. 615-0110.

Hann gæti auðvitað verið enn innan girðingarinnar á flugvellinum eða hafa skriðið undir hana, annað hvort Skerjafjarðarmegin eða hinum megin hjá litla-Skerjó.

Flugvöllurinn er svo stór og öryggiskröfur strangar, að ég get ekki fengið að leita þar að honum sjálfur. En hann er mjög gæfur og á örugglega eftir að bjarga sér. Vonandi leitar hann skjóls hjá einhverju góðu fólki í nágrenni flugvallarins.

Út af fyrirhuguðum flutningum, þá átti eftir að skrifa heimilisfang á nýja merkispjaldið sem hann er með um hálsinn. Hann er hins vegar örmerktur og það er hægt að ganga úr skugga um það hjá Kattholti (s. 567-2909) hverja manna hann er.

Takk fyrir hjálpina.

Andrés.


Ætlar ekki að sitja uppi með Eimskips-klúður á herðunum

Sú var tíðin að menn í viðskiptalífinu hirtu ekki mikið um orðspor sitt.

Þ.e.a.s. þá voru þeir nær ósnertanlegir í góðærinu og útrásinni. Svöruðu ekki fyrirspurnum blaðamanna nema eftir dúk og disk og létu sér fátt um finnast hvað væri sagt um þá. Þetta átti við um ansi marga, en auðvitað ekki alla.

En nú þegar eigið fé þessara manna er í mörgum tilfellum brunnið upp, þá stendur orðsporið eitt eftir.

Og orðspor er eitthvað sem menn fatta, að mikilvægt sé að fara með óskaddað í gegnum kreppuna. Jafnvel þótt að byrja þurfi upp á nýtt að byggja upp eigið fé.

-----

Birtingamynd þessa var til að byrja með sú, að menn vildu sem minnst viðurkenna að þeir hefðu anað blindandi út í lánsfjárkreppuna. Þvert á móti voru þeir duglegir í að halda því fram að þeir hefðu verið betur undirbúnir undir hana en aðrir.

En eftir því sem liðið hefur á, þá hefur slíkur málflutningur fengið æ holari hljóm og flestir viðurkenna í dag að staðan sé slæm.

Sá leikur sem fylgir í kjölfarið heitir Svarti Pétur og snýst um það á hvað eða hvern eigi að skella skuldinni. Hver ber ábyrgð á klúðrinu?

-----

Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefur legið undir ámæli vegna þess hversu skjótt veður skiptust í rekstri félagsins.

Baldur hefur nú snúið vörn í sókn, og er í stóru viðtali við Viðskiptablaðið í dag og líka í 24 stundum.

baldur gudnason

Það verður spennandi að sjá hvort hann sleppur með þessa söguskýringu.

Maðurinn sem ekkert hefur tjáð sig um þessi mál er stærsti hluthafinn og fyrrverandi stjórnarformaðurinn, Magnús Þorsteinsson. Starfsmenn viðskiptablaðanna hljóta að keppast um að ná viðtali við hann í dag.


Myndbandalist Mugisons


Ég hafði ekki hugmynd um að Mugison væri videó-listamaður í ofanálag við að vera frábær tónlistarmaður.

Hann sendi okkur á Monitor þetta viral myndband að vestan, út af partýinu í kvöld.



Mugison gerði alla effektana og allt sjálfur. Gerði þetta á no time og mér finnst þetta bara mjög flott.

Hefur það farið fram hjá mér eða gerir hann kannski öll tónlistarmyndböndin sín sjálfur?

Hann er allavega ekki neinn nýgræðingur í myndbandalistinni sýnist mér.

Google með á nótunum

Google hefur trekk í trekk, á snilldarlegan hátt, náð að nýta logo-ið sitt á þessari einföldu upphafssíðu leitarvélarinnar, til að tengja notendur sína um allan heim við einn stóran heimviðburð.

Útfærsla dagsins í dag kallast á við fréttaflutning af Hadron háhraðaleiðaranum og ótta við að hann opni hugsanlega svarthol sem ógni jörðinni.


lhc

Íslensk verðlaunahátíð

Nú nýverið vakti mikla athygli myndskeið sem dreift var á netinu fyrir MTV tónlistarverðlaunin, þar sem að Britney Spears kom fram ásamt umdeilda kynninum Russel Brand og risavöxnum fíl.



Það er þykir sjálfsagt þar Vestra að stjörnurnar taki þátt í slíkum kynningarmyndböndum, til að vekja athygli á verðlaunaafhendingum eða öðrum stórum viðburðum.

Slíkt hefur þó ekki tíðkast hér heima á Fróni. Ekki fyrr en nú!

Undanfarna daga hefur verið dreift á netið litlum youtube myndböndum þar sem að helstu stjörnur íslenska tónlistariðnaðarins taka þátt í smá sprelli til að hita upp fyrir íslenska útgáfu MTV-hátíðarinnar. Verðlaunaafhendingu fyrir Monitor-nöglina

Verðlaunaafhendingunni fylgir mikill gleðskapur á fimmtudagskvöldið 11. september á Apótekinu þar sem boðsgestir úr bransanum munu sýna sig og sjá aðra.

En partýið ber upp á 1 árs afmæli þessa höfuðrits íslenskrar dægurmenningar.




-----

Tekið skal fram að ég vinn með Monitor og útgáfufélagi þess sem ráðgjafi í ýmsum málum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband