Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Róbert mætir í HR

Róbert Wessman, sem fyrir bankahrunið skuldbatt sig til að leggja einn og hálfan milljarð til Háskólans í Reykjavík(HR), er gestur málþings Viðskiptaráðs, félags viðskiptafræðinema í HR í hádeginu í dag.

robert-wessman

Það er nokkur spenna í loftinu, enda ekki margir áberandi leikendur úr útrásinni sem gefa færi á sér þessa dagana.

Það er ljóst að Róbert fær margar erfiðar spurningar. Margir vilja vita hverning íslenskt viðskiptaumhverfi muni þróast og hverjar séu atvinnuhorfur allra þeirra viðskiptafræðinga sem við erum að útskrifa?

Er Actavis búið að falla í verði?

Er Róbert bjartsýnn fyrir eigin hönd?

Fær hann Glitnis-milljarðana til baka?

Ætlar hann að standa við peninga-gjöfina til skólans.

Þetta eru allt spurningar sem brenna á HR-ingum.

-----

Hér er auglýsingin. Það eru víst allir velkomnir.

robert weeman


Pepsi kynnir nýtt logo - fær bloggara í lið með sér

Hér má sjá nokkrar pepsidósir sem Pepsi Company sendi nokkrum útvöldum bloggurum í síðustu viku.

Efst er nýja dósin.

picture_364

Hugmyndin er auðvitað að skapa umtal um nýja logo-ið. Mjög sniðug leið.

En sumir bloggarar tala um að það hefði mátt senda fleirum og jafnvel að fókusa frekar á sérstaka Pepsi-unnendur í netheimum, frekar en mikið lesna bloggara í markaðs- og PR geiranum.


Starbucks og PR

Hér er gott dæmi um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér fréttaviðburði til að koma sér á framfæri með jákvæðum hætti.



Starbucks er eitt fremsta fyrirtæki heims þegar kemur að PR. Þessi kaffihúsakeðja sem óx upp í tugþúsundir kaffihúsa frá einu kaffihúsi í Seattle á aðeins örfáum árum. Og framan af, notaði það varla krónu í auglýsingar.

Það eina sem þeir notuðu var PR. Og það svínvirkaði eins og sagan sýnir.

Vel heppnuð sjónvarpsauglýsing

_39224472_displ-lego203Ég sé að Hekla - notaðir bílar eru komnir með nýja sjónvarpsauglýsingu.

Hressileg, með legóköllum og leikfangabílum í aðalhutverki. Ekki löng, en náði athygli allra sem voru að horfa.

Ekkert okkar er í bílahugleiðingum akkúrat núna. En ef svo hefði verið þá hefði hún náð árangri.

-----

Auglýsingafræði eru ekki nákvæm fræði og misjafnt hvaða stefnur menn aðhyllast.

Ég er persónulega hrifinn af auglýsingum sem standa út úr. En þá þurfa fyrirtækin að þora að hugsa út fyrir kassann og þola að einhverjir starfsmanna og viðskiptavina nöldri.

Viðtekin sannindi eru nefnilega svo rík í okkur og það er ein helsta ástæða þess að menn eru alltaf að apa eftir hvor öðrum í markaðssetningu.

Þessi auglýsing Heklu hefur líka ekki kostað mikið í framleiðslu.


Hvernig gengur? Er nóg að gera?

andres_jonsson_kynningarstjori_090677-4709_712831.gifJæja, það er kominn tími til að lífga þetta blogg við.

Er búinn að vera að veltast með það, hvernig ég eigi að blogga á þessari bloggsíðu vinnunnar minnar.

Hvað eigi heima hér og hvað eigi heima á prívat-blogginu mínu á Eyjunni.

En svo rifjaðist upp fyrir mér gamalt og gott ráð:

Don't take yourself so goddamn seriously!

-----

Þannig að ég mun bara blogga um starfið mitt hér á þessari síðu og ekki spá of mikið í þessu.

En inn á milli ætla ég að reyna að vísa á góð skrif um markaðsmál, PR og samfélagsmiðlun.

Þannig að vonandi geta einhverjir haft af þessu eitthvað gagn.

-----

Nóg um það.


Spurningin sem ég heyri oftast þessa dagana er: "Hvernig gengur? Er nóg að gera?"

Svarið er: "Já, það er feikinóg að gera!"

Enda svo sem ekki erfitt að finna verkefni fyrir fyrirtæki með bara einn fastan starfsmann (auk einstaka verktaka).

En auðvitað eru ekki allir svona heppnir þessa dagana. Og ég á marga og vini og kunningja sem eru óvissir um framtíðina og þurfa að leita nýrra tækifæra.

-----

storu_pr_stofurnar_logo.jpgSjálfsagt verður einhver samdráttur í íslenska PR-bransanum. Ekki síst á stærri stofunum.

En heilt yfir er PR í sókn, sem hluti af samskiptaleiðum fyrirtækja, félagasamtaka og stofnanna. Eðli verkefnana mun hins vegar breytast.

Það verður minna um alls kyns bruðl og sýndarmennsku-verkefni hjá fyrirtækjum. En ég sé fram á ágæta aukningu í mörgum öðrum hliðum almannatengsla.

Og ég er í þeirri öfundsverðu stöðu (ennþá allavega) að þurfa að vísa frá mér verkefnum, frekar en að leita þau uppi.

-----

Í dag vann ég eitthvað smá fyrir alla mína núverandi viðskiptavini. 

Og endaði daginn svo á því að funda með hóp sem ég er í, í Háskólanum í Reykjavík.

Þessi mynd er þaðan.

hr_kvoldid_28_okt_2008.jpg


Vont PR

Þetta eru ekki góð vinnubrögð í almannatengslum.landsbanki300x200

Í krísu er einmitt stórhættulegt fyrir fyrirtæki að leggjast í vörn og fara að leita að sökudólgum í hópi fjölmiðla. Jafnvel þó að Landsbankinn kysi sjálfsagt frekar að halda sér utan við fréttirnar í þessu gjörningaveðri sem nú geysar, þá er það bara ekki raunhæft. Almenningur vill fréttir og bankarnir eru megin fréttaefnið.

Að sjálfsögðu áttu þeir að leyfa myndatökur í aðalbankanum í Austurstræti og ekki reyna að hindra viðtöl blaðamanns við viðskiptavini, sé það ekki að valda viðskiptavinunum sérstakri truflun.

Ég skal ekki segja hvort DV menn hefðu leyft sé að birta eins villandi fyrirsögn á viðtali sínu við asgeir_latalsmann bankans sem birtist í kjölfarið, ef þessi úthýsun hefði ekki komið til. Kannski, kannski ekki.

En þetta er augljóslega algjör afflutningur á skilaboðum talsmannsins. Það er vel hægt að misskilja þetta sem svo að Landsbankinn hafi lokað í dag og opni aftur á mánudaginn.

 


Krísustjórnun

Ég hef frétt að margir kollega minna í almannatenglastétt, sitji þessa stundina á fundum í fjármálafyrirtækjum landsins. En orðstír þeirra og rétt viðbrögð í svona ástandi geta skipt öllu.

Engin viðskiptavina Góðra samskipta er í vandræðum og ég get því í staðinn veitt lesendum þessa bloggs smá innsýn í heim krísustjórnunar. Svona í tilefni dagsins.

Fimm mikilvægustu atriði í árangursríkri krísustjórnun eru:

1.   Skjót viðbrögð
Það getur verið mjög erfitt ef rangar fréttir komast á kreik í svona ástandi. Allir eru að fylgjast með fjölmiðlum og fyrsta fréttin fer alltaf víðast. Erfitt getur reynst að koma leiðréttingum við síðar. Bæði fá leiðréttingar minni sess hjá fjölmiðlum og ákveðinn hluti fólks hefur þá þegar ákveðið að trúa upphaflegu fréttinni.

2. Segja allan sannleikann strax
Það er mjög mikilvægt að fyrirtæki freistist ekki til að halda eftir óþægilegum staðreyndum. Sannleikurinn kemur alltaf í ljós á endanum og þá er hætt við að skaðinn verði jafnvel enn meiri en ella. Mörg dæmi eru um slíkt.

Glitnir er að kynnast því núna að það getur reynst dýrkeypt að fegra stöðuna um of. Vikugömul orð Lárusar Welding um að staða bankans hafi farið batnandi, voru leikin af bandi í aukafréttatíma Sjónvarpsins.

3.  Aðeins einn talsmaður

Misvísandi skilaboð og margir að tjá sig, virkar ekki trausvekjandi í krísuástandi. Það er regla að á slíkum tímum eigi að vera einn óskoraður talsmaður, sem geri nánast ekkert annað en að svara fjölmiðlum. Annað hvort fjölmiðlafulltrúi eða forstjóri fyrirtækisins. Helst á það vera forstjórinn, nema ef hann liggur sjálfur persónulega undir ámæli fyrir eitthvað.

Svo aftur sé tekið dæmi um Glitni, þá kemur það ekki vel út að rætt sé við formann starfsmannafélagsins til að fá upplýsingar um stöðuna. Einnig hafa verið að leka út fregnir eins og ekki sé hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag, aðeins reikningum. Þetta er eitthvað sem hefði átt að koma fram hjá Lárusi Welding í upphaflegu tilkynningunni, ellegar Seðlabanka eða Fjármálaeftirlinu. Það að innanhús-fyrirmæli berist eftir krókaleiðum til almennings gefur til kynna að ástandið á daglegum rekstri hans sé alls ekki eins gott og haldið hefur verið fram.

4. Auðvelda aðgengi að upplýsingum
Til að hindra að rangar fregnir komist á kreik og til að róa alla aðila, er mikilvægt að koma upp leið fyrir fólk til að nálgast upplýsingar og koma spurningum á framfæri. T.d. með því að koma upp bloggsíðu sem uppfærð er strax og eitthvað nýtt er að frétta, opna símanúmer sem fólk getur hringt í og halda reglulega blaðamannafundi. Hættan er sú ef þeir fá ekki nægar upplýsingar þá freistist fjölmiðlamenn til að birta vangaveltur og sögusagnir í staðinn. Í krísu skapast gríðarleg eftirspurn eftir fréttum. Fyrirtæki eða stofnun sem er í miðjum fjölmiðlastormi verður að tryggja að fréttirnar komi frá þeim og engum öðrum. Ella er bókað að þeirra verður aflað annars staðar.

5. Sýna að þér stendur ekki á sama
Eitt það mikilvægasta í svona ástandi er að sýna að þér standi ekki á sama um þá sem orðið hafa illa úti vegna krísunnar, hvort sem það er starfsfólk, viðskiptavinir eða almenningur. Og það er ekki nóg að tönnlast bara á því að hagur þessa fólks skipti þig máli. Aðgerðirnar sem fylgja í kjölfarið verða að sýna að hugur fylgi máli. Mikilvægt er að viðurkenna strax það sem hefur farið úrskeiðis og lagfæra það eftir besta mætti.

Lárus Welding stóðst þetta próf þegar kemur að hluthöfunum sem hugsanlega munu tapa miklu fé. En það mun koma í ljós hvernig hann og bankinn ætlar að bregðast við gagnrýni á launakjör æðstu stjórnenda. Þegar bankinn er kominn í meirihlutaeigu skattborgaranna þá er spurning hvort ekki þurfi að koma til breyttar áherslur sem endurspegli þetta.


Við erum öll eins: fræðslumyndband fyrir Frjálslynda flokkinn

 

Mér varð hugsað til Magnúsar Þórs, Sigurjóns og félaga þegar ég horfði á nýjasta dansmyndbandið hans Matt's Harding.

 


Facebook

welcome_3

 

 

 

 

Mjög gagnlegt samskiptatæki. Til skamms tíma þá var það nokkuð laust við rusl.

Nú er ég hins vegar byrjaður að fá spam-tölvupósta, senda af vírusum sem laumast hafa í tölvur vina minna á fésbókinni.

Það hlaut að koma að því.


Lítill logi

Palli Hilmars vísaði á þetta skemmtilega NYT-blogg hjá tónlistarkonunni Suzanne Vega og mér finnst eitt sem hún segir, eiga svo vel við vangaveltur um Word-of-mouth marketing.

Þ.e.a.s. hvað komi umtali af stað og hvernig maður eigi að bregðast við.

So I learned that hard work and long hours does not guarantee success. Raw energy and great ideas spark the public interest better than attention to “quality.”

-----

Lagið Tom's Diner, sem bloggfærslan fjallar um, var innblásið af þessum matsölustað í New York. Sem er einmitt líka notaður sem útileikmynd í Seinfeld þáttunum.

Toms


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband