Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
7.12.2008
Almannatengsl ríkisstjórnarinnar
Það sem Jón Daníelsson hagfræðingur var að gagnrýna í Silfri Egils kemur inn á mjög algengt viðfangsefni í starfi almannatengla.
Hvort gefa eigi aðgang að óþægilegum upplýsingum eða ekki?
Jón segir óvissuna skaðlega:
Ég er talsmaður þess að gefa ávallt allar upplýsingar strax. Það er í samræmi við nýjustu kenningar PR-fræðanna að gera það og okkar siðareglur raunar. En það er stundum erfitt að sannfæra umbjóðendur okkar almannatengla um þetta.
Þeirra afstaða er sú að segja ekkert nema maður að hafi eitthvað jákvætt að segja.
Skiljanleg afstaða að sumu leyti. En hún býður þeirri hættu heim að fólk fái á tilfinninguna að það sé verið að halda eftir upplýsingum og getur það dregið enn meira úr trausti, heldur en ef fólk fær upplýsingar sem eru neikvæðar.
Jón kemur með ágætis rök fyrir einmitt þessu í þessu síðara broti úr Silfri dagsins:
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008
Hundur á skrifborði
4.12.2008
Styrmir í PR-bransann?
Samkvæmt þessu þá er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins farinn að stýra fjölmiðlastrategíu seðlabankastjóra.
Hringir í annan aldraðan ritstjóra á eftirlaunum. Og pantar hjá honum spurningar sem henta.
Þetta kallast að stýra upplýsingamiðlun.
Ansi athyglisverð uppljóstrun hjá Orðinu á götunni.
---
Sumir hafa viljað halda því fram að pólitískt pr sé í raun réttnefni á því starfi sem Styrmir Gunnarsson sinnti öll þessi ár á ritstjórastóli Morgunblaðsins.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.11.2008
Hress markaðsstjóri á þrekhjóli
Haraldur er einn besti markaðsstjóri sem ég þekki. Það er jákvætt þegar að menn eru bæði klárir í sínu fagi og eru líka þægilegir í samskiptum.
Já hann Halli er duglegur markaðsmaður og hefur þann stóra kost að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Eins og þessi mynd leiðir líka berlega í ljós :)
21.11.2008
Stofnun nýs fyrirtækis - Dagur 3
Seinnipartinn á miðvikudag fékk ég hugmynd að litlu fyrirtæki sem ég gæti startað meðfram almannatengslastofunni.
Þetta er svona vefsíða.
Segjum ekki meira í bili, nema að hún leysir ákveðið vandamál fyrir fólk og fyrirtæki og gæti mallað nokkurn veginn óstudd. Og vonandi skilað nokkrum krónum í kassann.
-----
Stefnan mín er að opna síðuna 5. desember (eftir 2 vikur).
Ég er bara að vasast í þessu meðfram vinnunni minn. En þetta gengur engu að síður nokkuð hratt.
Miðvikudagskvöldið:
Skrifaði fyrstu drög að viðskiptaáætlun, átti fund með vefforriturum um að taka verkið að sér, fékk jákvætt svar frá teiknara um að teikna fyrir mig logo-ið og ákvað að velja hugmynd nr.2 að léni.
Fimmtudagurinn:
Komst ekki jafn mikið í þetta. En kannaði með útlitshönnuð og fann þann sem ég vildi. Vann í viðskiptaáætluninni og fékk mikið af góðum hugmyndum. Fór á starfsmannafagnað hjá einu af samstarfsfyrirtækjunum mínum og sagði nokkrum kollegum mínum frá hugmyndinni. Var mjög gott. Fékk jákvætt fídbakk og nokkrar gagnlegar spurningar. Sem leiddi til þess að ég hringdi í vin sem er lögfræðingur og fékk hjá honum ráð varðandi nokkur atriði.
Föstudagur:
Í dag ætla ég að heyra í Impru og spyrja út í nokkur atriði. Ég ætla líka að kaupa lénið og fá hýsingaraðila. Já... þarf eiginlega að gera tékklista um hluti sem ég þarf að gera í dag og verður að gera á hefðbundnum skrifstofutíma. Síðan ætla ég að reyna að vinna í verklýsingu fyrir forritarana um helgina, meðfram mótmælastöðu, fundarsetu og félagslífi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008
Karla- og kvennavinnustaðir
Í raun mætti kalla hann karlrembuvinnustað - svo mikill er hrútsbragurinn stundum.
-----
Nokkrum sinnum í viku þarf ég að kíkja á annan vinnustað sem ég vinn talsvert í kringum - skrifstofur Iceland Express í Grímsbæ.
Þar er alltaf allt hreint, niðurskornar gráfíkjur og döðlur í skál, allir voða kammó og melló.
Enda kvennavinnustaður.
Á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta, þar verða karlarnir (þessir örfáu) fyrir kvenlegum áhrifum og eru jafn tillitsamir og samvinnuþýðir og konurnar.
Mér finnst þetta voða notalegt andrúmsloft. Öll þessi hjálpsemi og tillitsemi. Ég vann einu sinni í lítilli fjármálastofnun þar sem konur voru í meirihluta og leið voða vel þar.
-----
Ég læt það vera, að lýsa einkennum þeirra karlavinnustaða sem ég hef unnið á. Þó að það sé margt skemmtilegt sem gerist þar líka.
-----
Hér má sjá mynd sem ég smellti af nokkrum starfsmönnum markaðsdeildar Iceland Express. Snorri, Valgeir og Siggi standa hjá Birnu markaðsstjóra.
Eins og sjá má þá eru þeir glaðir með lífið, þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta á vinnustaðnum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008
Snillingar fæðast ekki
Í síðustu færslu var ég að tala um hvernig fólk ofmetur verðmæti hugmynda. Jafnvel þannig að það skemmir fyrir sér með því að halda þeim leyndum að óþörfu.
Nýjasta bók Malcolms Gladwell, Outliers, tekur á ekki alls óskyldri mýtu.
Hann segir að snillingar fæðist ekki - þeir fái bara betri sénsa en aðrir og leggi harðar að sér.
Þessi kafli, sem Guardian birti fyrir formlega útgáfu, er ansi áhugaverður.
-----
Þetta er auk þess mjög söluvænlegur undirtitill: "Why some people succeed and some don't".
Á örugglega eftir að seljast jafn vel á flugvöllum og "Emotional Intelligence" og "Strengthsfinder 2.0".
Tvær af slappari bókum sem ég hef asnast til að grípa með mér á ferðalagi.
Tek fram að Gladwell skrifaði þær ekki.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.11.2008
Ekki nóg að fá hugmynd
Það er algengur misskilningur að það að fá góða hugmynd sé örugg leið til að ná árangri.
Því eru margir sem sitja á hugmyndum sínum eins og ormar á gulli. Í stað þess að dreifa þeim um allt, í þeirri von að ná til þeirra sem geta hjálpað við að koma þeim í framkvæmd.
-----
Það eru margar góðar hugmyndir sem fæðast á hverjum degi. En það eru færri sem ná að koma þeim í framkvæmd.
Og það er ekki alltaf sá sem fékk hugmyndina sem hagnast mest á henni. Líklega er það sjaldnast þannig.
----
Hér eru persónur í sjónvarpsþættinum The Wire að ræða um það hvort "gaurinn sem náði kjúklingabeininu úr Chicken McNuggets" hafi orðið forríkur á hugmyndinni eða ekki.
Þess má geta að The Wire er uppáhalds sjónvarpsþáttur Baracks Obama.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008
N1 = íslenskt hvað?
Var að hlusta á Rás 2 um daginn og datt inn á langan og dramatískan leiklestur á goðsögninni um íslensku landvættina.
Kom í ljós að um var að ræða útvarpsauglýsingu frá N1 - "Enn-einum" (áður Esso).
-----
Síðan hef ég líka séð sjónvarpsauglýsingu, byggða á þessari hugmynd, þar sem að auglýsingafyrirsætur fara í hlutverk einhvers konar nútíma-landvætta og halla sér upp að merki N1.
Skilaboðin eru "MEIRA ÍSLENSKT Í LEIÐINNI"
En ég skil ekki alveg tenginguna. N1 selur fyrst og fremst innflutta vöru. Framleiðir ekki neitt.
-----
Ekki það, auðvitað vinna Íslendingar í hinum ýmsu deildum Olíufélagsins N1.
En ég hef frekar kallað það galla en kost, að ekki sé nein raunveruleg samkeppni á þessum markaði. Ég neyðist til að velja innlenda olíudreifingaraðila.
Hvað þá að ég geti valið á milli íslenskra og erlendra orkugjafa.
-----
Hver er því kjarninn í auglýsingunni?
Vildi N1 bara nýta sér ríkari þjóðerniskennd Íslendinga á þessum síðustu og verstu?
Eru þeir bara að hugsa eins og sölumenn sjónvarpstækja þegar að kemur að Eurovision eða stórmóti í handknattleik?
14.11.2008
Baráttufundur skrifstofumanna á Hilton
Það var nokkuð magnað að mæta á þennan fund á Hilton hótelinu áðan.
Þarna voru mættir markaðsfræðingarnir, tölvunarfræðingarnir og frumkvöðlarnir og það var hiti í mönnum. Ég myndi giska á að það hafi verið um 7-800 manns þarna. Ef ekki fleiri.
Byrjað var á að sýna á stóra tjaldinu beina útsendingu frá blaðamannafundi Geirs og Ingibjargar.
Þetta var ekki ósvipuð sena og í hinni margfrægu 1984 auglýsingu Apple.
Nema að það kom enginn ljóska hlaupandi og fleygði sleggju í skjáinn.
En það var aftur á móti klippt á útsendinguna á stóra tjaldinu þegar Geir var í miðri setningu og sú aðgerð vakti nokkra kátínu meðal viðstaddra.
-----
Svo virðist sem upplýsingatækni- og sprotageirinn sjái tækifæri í því að ráða til sín fólk sem fer á atvinnuleysisbætur og gefa því verkefni.
Allavega virðast hugmyndir um slíkt kerfi vera komnar í eitthvað ferli.
Það er jákvætt. Enda er eirðarleysið til langs tíma, verra en tekjumissirinn.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar