Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
6.7.2009
Vörumerki og neytendur 2.0
Tilkoma Internetsins og sérstaklega sú þróun á því sem kölluð hefur verið Web 2.0, hefur gert það að verkum að fólk getur nú á einfaldan hátt haft bein áhrif á hvort annað og fundið ótal aðra með sömu áhugamál og það sjálft.
Það liggur í augum uppi að þetta ætti að hafa róttækar breytingar í för með sér á því hvernig fyrirtæki nálgast markaðs- og kynningarmál.
Því er þó ekki alltaf að heilsa.
-----
Þetta stutta myndband ætti að ýta við öllum þeim markaðsstjórum sem eru enn að dreifa markaðspeningum sínum skv. gömlum viðmiðunum og hefðum.
Það fjallar um Dave og samband hans við vörumerkið "Blank".
---
Ég minni svo á námskeiðið okkar Árna í HR.
Það gæti hentað vel fyrir alla sem vilja nýta vefinn betur sem markaðstól.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2009
Flipp og fótbolti á Akureyri
Gaman að þessum Norðanmönnum.
Smella upp fótboltamóti með 1300 keppendum og afþreyingu fyrir þúsundir annarra gesta eins og ekkert sé.
Eru með sérstaka sjónvarpsstöð á netinu til að flytja fréttir af mótinu.
Þetta er líka svo miklir flipparar þessir landsbyggðarmenn.
Þeim finnst t.d. öllum voða fyndið að kalla N1-mótið, "Enn eitt mótið".
3.7.2009
Nýr prentari
Hörður Harðarson, einn af hinum frábæru sambýlingum okkar hér á Höfðabakkanum, fjárfesti í nýjum leiser-prentara.
Höddi, eins og hann er oftast kallaður, ljómaði eins og lítið barn á jólunum þegar hann tók utan af prentaranum.
Það er einhver undarleg ánægja sem fylgir því að kaupa nýja hluti. Það fyllir upp í einhverja holu í hjartanu á manni.
Verst hvað það líður hratt hjá.
---
Þá er bara að kaupa meira ;)
Góða helgi!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2009
Saman
Nei! Þetta er ekki Saman-hópurinn og ekki átakið Göngum saman í sumar :D
Heldur verkefni sem ég kýs að kalla "Plöggum námskeið saman".
Ég var að byrja með námskeið og var að hugsa um að biðja þig að hjálpa mér að auglýsa það.
Saman getum við tryggt að ég geti haldið námskeið og þú, eða einhver sem þú þekkir, eigir kost á að sitja það.
---
Ert þú t.d. arkitekt, bankamaður eða leikari? Eða tilheyrir þú einhverju félagi vegna menntunar þinnar eða fagþekkingar?
Þá gætir þú t.d. sent félaginu þínu póst og stungið upp á því að þeir fái mig til að halda Komdu þér á framfæri-námskeið fyrir félagsmenn sína.
Námskeiðið er ódýrt og afar praktískt.
Ef það er auk þess haldið í samstarfi við fagfélag, þá get ég aðlagað efni þess svo það miðist bara við þarfir þeirra sem tilheyra þessari ákveðnu stétt.
---
Þakka þér innilega fyrir þátttökuna í þessu samvinnuverkefni okkar.
Það er ekki erfitt að plögga þegar maður fær svona hjálp ;)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009
Vel heppnuð auglýsing
Þetta er stórt bárujárnsklætt ferlíki og kannski ekki svo margt sem hægt er að gera fyrir ytra útlit þess.
En lausnin sem Ölgerðarmenn komu sér niður á er nokkuð góð.
Um er að ræða risavaxna umhverfisauglýsingu fyrir Egils Gull (léttöl væntanlega) og um leið nokkuð smellna lausn á frekar óspennandi ytra byrði nýja vöruhússins.
Það er sjaldgæft að sjá jafn vel heppnaðar umhverfismerkingar á Íslandi.
Helst væri þá að nefna einmitt flöskurnar á gamla húsinu hjá Ölgerðinni.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2009
Twitter, Twísland og Twyrirtæki
Twitter er smá saman að ná fótfestu á Íslandi.
Sem er gott, því það er mjög margt sniðugt við þennan netvædda samskiptamáta.
Það er þó eins með þetta, eins og svo margt, að það byggist á því að sem flestir séu virkir og það sé verið að deila áhugaverðu efni.
---
Ég skil vel að fólk sem er bara með 3 óvirka vini sína á Twitter og skoðar bara uppfærslur á Twitter.com eigi erfitt með að skilja snilldina við þetta örblogg/samskiptaforrit.
Ég skráði mig fyrir rúmum tveimur árum fyrst og það gerðist lítið annað en að ég fylgdist stundum með skrifum bloggara sem ég hélt mest upp á.
Maður verður eiginlega að nota eitthvað af þeim mörgu tólum sem til eru fyrir Twitter, til að fá hina einu sönnu Twitter-upplifun.
Gagnvirknina, gagnsemina, félagskapinn, já og hnyttnina.
Því það er einhver undarlegur galdur sem gerist þegar þú hefur bara 140 stafabil til að koma hlutunum frá þér.
---
Persónulega finnst mér Tweetdeck vera langbesta tólið til að halda utan um samskiptin á Twitter.
Það er hægt að hlaða því niður hér.
---
Eitt af því góða við Twitter, fyrir utan að það er algjörlega valkvætt frá hverjum maður vill fá uppfærslur, er hversu náinn aðgang maður fær.
Á stundum er þetta eins og að vera á MSN við fólk sem hefur akkúrat sömu áhugamál og maður sjálfur.
Og ef áhugamálið tengist einhverjum heimsfrægum og hann er á Twitter, þá getur maður talað við hann (og í mörgum tilfellum fengið persónulegt svar) eins og í gegnum MSN-samskiptaforritið.
Svona er Twitter.
En það eru margir fleiri fletir sem gera Twitter svona vinsælt og því dýpra sem maður kafar í þennan vef, því áhugaverðari verður hann.
---
Ég fékk þá flugu í höfuðið um helgina að taka að mér að halda skrá yfir öll þau íslensku fyrirtæki, stofnanir og hópa sem komnir eru á Twitter.
Ég held ég sé ekki að ljúga neinu, þegar ég segi að þetta sé eini slíki listinn.
Í sameiningu getum við vonandi haldið honum vel uppfærðum og þannig tryggt að íslensk fyrirtæki og stofnanir haldi þessum aðgangi okkar að sér áfram opnum.
Endilega sendið mér ábendingar um viðbætur við listann.
---
Að lokum minni ég ykkur á að adda mér á Twitter :)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2009
Skondinn vefborði
Hann er vissulega nokkuð glúrinn.
Smellið á myndina og fylgist með textanum
Viðskipti og fjármál | Breytt 28.6.2009 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009
Áfangar
Þá er fyrsta vinnuvikan okkar á nýjum stað gengin um garð.
Eins og ég sagði frá á Eyjublogginu í vikunni, þá hefur tekið dágóðan tíma að fá alla hluti í lag sem þarf til að kreatívt fyrirtæki fúnkeri vel.
Tveir litlir áfangar hjálpuðu þó til við andlegt jafnvægi framkvæmdastjórans á þessum umbrotatímum.
---
Í húsið kom þetta fallega blóm, sem vildi svo heppilega til að passaði ofan í blómapott með sama lit, sem tímabundið hafði gegnt hlutverki penna- og blýantstokks.
Ég tel víst að potturinn sé kátur með þau býtti, blessaður.
Svo tókst loksins að merkja hurðina fram á gang þriðju hæðarinnar hér á Höfðabakkanum.
Það mátti ekki á tæpara standa, því ílangt form merkisins okkar hafði einhver undarleg áhrif á undirmeðvitund þeirra sem handfjötluðu það, þar sem það lá glámbekk inn á skrifstofu, og þeir fóru nær undantekningarlaust að sveifla því eins og sverði eða einhverju barefli.
Það eru því örlitlar rispur á því núna, en sem sjást þó varla og það er ákaflega heimilislegt að sjá merkið nú á sínum stað, í hvert sinn sem gengið er inn um dyr fyrirtæksins.
---
Svo eru bara ótrúlega spennandi hlutir framundan í vinnunni.
Meira um það síðar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009
Þurfum ekki að græða milljarða
David Heinemeier Hanssen er danskur hugbúnaðarhönnuður, skapari Ruby-on-Rails forritunarumhverfisins og stofnandi lítils hugbúnaðarfyrirtækis sem heitir 37 signals. Boðskapur hans á Start-up-school í Oregon í fyrra var nokkuð óvenjulegur í samanburði við það sem venjulega er sagt við frumkvöðla til að hvetja þá til dáða.
Hann lagði að áhorfendum sínum að gleyma öllum draumum um að stofna næsta Google eða Facebook og benti þeim á, að með því að ná í 2000 viðskiptavini sem borga 50 dollara á mánuði þá sé maður kominn með milljón dollara fyrirtæki í hendurnar.
Það sé rangt að miða allt við að verða milljarðamæringur, þegar maður stofnar fyrirtæki.
Ég hef horft á þennan fyrirlestur 10-15 sinnum undanfarið ár. Svo góður finnst mér hann.
Skylduáhorf fyrir alla frumkvöðla:
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hér er búið að taka saman nokkur slík dæmi og sýna hvernig röksemdafærsla viðskiptavina myndi hljóma í venjulegum viðskiptum.
Sem betur erum við hjá Góðum samskiptum ekki með neina svona viðskiptavini í dag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar