Leita í fréttum mbl.is

"How do you like Iceland" - á morgun fæst kannski niðurstaða í málið

how do you like us? Ég er örugglega ekki einn um að bíða spenntur eftir einu erindinu á árlegu viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fer á morgun miðvikudag. Ég hef heyrt að þar muni Simon Anholt greina frá niðurstöðu rannsóknar sem var gerð meðal 30.000 manna í 25 löndum um ímynd Íslands.

Þetta we ansi gott úrtak finnst mér. Því ætti svarið við því hvað útlendingum finnist nú um okkur loksins að geta legið fyrir.

Meðal þeirra ranghugmynda sem við höfum haft um okkur sjálf í alþjóðlegum samanburði eru þær að hér sé besta vatnið, minnsta mengunin, fallegasta fólkið, besta djammið... en allt hefur þetta síðan verið afsannað.

thule auglýsingVið Íslendingar erum eins og við vitum, svona frekar upptekin af sjálfum okkur. Það er okkur bæði til óþurftar en stundum líka til gagns. En það skiptir auðvitað máli fyrir íslensk fyrirtæki að vita hver ímynd okkar er í raun og veru til að hægt sé að vinna með þá styrkleika í markaðsstarfi.

(Tékkið á linknum á youtube myndina hér að ofan. Þessi Thule auglýsing er náttúrlega algjör klassík. Gunnar Hansson er frábær þegar hann tekur hnefann og "...and we had kids with them.")

Spurningar sem ég vona að Simon svari á morgun eru meðal annars:
  • Hversu margir þekkja Bláa lónið?
  • Hversu margir tengja landið við framsækna jaðartónlist?
  • Er marktækur munur á skoðunum fólks í þessum 25 löndum?
  • Er Ísland jafn mikið tengt við hreinleika og óspillta náttúru og haldið hefur verið fram?
  • Erum við kannski bara með sömu ímynd og önnur smáríki - lítil og sæt og skipta engu máli?
Simon Anholt

Simon þessi Anholt er semsagt sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða og mun hann, auk þess að kynna áðurnefnda rannsókn, skýra frá niðurstöðu starfshóps sem hann hefur stýrt, en í hópnum voru hvorki meira né minna en 4 ráðherrar og 4 forstjórar.

Ég endurtek.

Þetta verður óhemju spennandi!

AJ.

P.s.  Ímyndarsérfræðingur þjóða?!? Það væri náttúrulega frekar fyndið hjá honum að byrja á því að stinga upp á því að við skiptum um nafn - þó ekki nema til að hrista aðeins upp í íslensku þingfulltrúunum. Niðurstaðan sé að Iceland sé bara of kuldalegt nafn...  
En ég meina, heitir ekki Íslandsbanki Glitnir núorðið?


mbl.is Uppselt á Viðskiptaþing á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Það hittist svo vel á að fyrsta færslan á þetta nýja blogg getur borið sömu yfirskrift og bloggið sjálft nema áhættufjárfestirauðvitað að spurningarmerkinu er sleppt.

Það eru svo sannarlega GÓÐAR FRÉTTIR að Brú skuli hafa lokið fjármögnun á nýjum áhættufjárfestingarsjóði.

Það hljómar kannski hálf öfugsnúið en þrátt fyrir að peningar hafi flætt um íslenskt hagkerfi undanfarin misseri þá hefur ekki verið úr mörgum sérhæfðum áhættufjárfestum(Venture Capitalists) að velja hérlendis, eða framtaksfjárfestum eins og þeir eru líka stundum kallaðir. Fjárfestingarnar í útrásinni víðfrægu hafa fyrst fremst verið í fyrirtækjum sem eru komin vel á legg og oft í formi lánsfjármögnunar.

Brú hafa verið sér á parti í því að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum vaxtar og fleiri fjárfestar eru sem betur fer í startholunum með að setja saman sérhæfða VC-sjóði. Þ.e.a.s. sjóði þar sem að fjárfestarnir koma sjálfir að rekstrinum, sitja í stjórnum, koma á viðskiptatengslum, útvega betri stjórnendur og beina fyrirtækinu í átt að ábatasamri útgöngu fyrir hluthafa.

HR

Ný rannsókn sem tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa gert í samvinnu við Samtök Iðnaðarins og kynnt var á Sprotaþingi á föstudaginn sýnir að íslenskir fjárfestar eru hikandi við að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og vilja einmitt helst gera það í gegnum sérhæfða sjóði. Íslensk fjárfestingafélög eru líka mörg hver orðin það stórtæk að þær upphæðir sem um er að ræða eru einfaldlega of lágar. Hannes Smárason lýsti því hanneseinmitt nýlega í viðtali að það tæki því ekki að skoða verkefni undir 5-10 milljörðum því annars yrði fókusinn hjá FL Group einfaldlega of víður.

(Ég vil benda frumkvöðlum eða þeim sem eru áhugasamir um að stofna eigin fyrirtæki á að kíkja á niðurstöðurnar úr rannsókninni og sérstaklega listann yfir þau rúmlega 50 stuðningsúrræði sem í boði eru fyrir frumkvöðla hér á landi - þeir hljóta að setja þessar upplýsingar inn á
vef SI fljótlega)

Þeir Hilmar og Pálmi sem unnu að þessari rannsókn voru einmitt gestir mínir í viðskiptaþættinum Fréttaskot á Útvarpi Sögu s.l. miðvikudag. Báðir stefna þeir á að stofna eigin fyrirtæki að námi loknu. Nokkuð sem nýleg könnun sýndi að er allt of sjaldgæft markmið meðal íslenskra viðskiptafræðinema. Þvert á móti vilja 90% þeirra minnir mig fara í vel launuð störf hjá bönkunum. Fussum svei!

En já.

Nú er bara að klára þessa viðskiptaáætlun sem maður er með í skúffunni hjá sér og bóka síðan fund hjá Brú II. Wink

AJ.

guykawasaki

P.s. Smelli í framhjáhlaupi inn tengli á fyrirlestur sem einn af þekktari áhættufjárfestunum í bransanum, Guy Kawasaki, hélt nýlega. Þarna lýsir hann því á skemmtilegan hátt hvernig eigi að halda góða kynningu (pitch) til að afla sprotafyrirtæki fjármögnunar. Guy hefur mikið karisma og þið sjáið ekki eftir hálftímanum sem fer í að horfa á þetta.
mbl.is Fjármögnun á fjárfestingasjóðnum Brú II lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband