24.7.2009
Bakhópurinn bloggar
Jæja, góð vinnuvika að baki hjá Góðum samskiptum.
Unnum vel og slöppuðum líka af í sólinni inn á milli.
---
Um helgina er ég bæði að fara að taka þátt í steggjun og brúðkaupi. Þó ekki sama manns.
Fartölvan verður þó ekki langt undan því ég er á vakt í bakhópi ansi áhugaverðs leiðangurs um landið.
---
Það er semsagt verið að setja met.
Einar Vilhjálmsson spjótkastari og metangas-frömuður og Ómar Ragnarsson fyrrum rallkappi og umhverfisverndarsinni ætla að verða fyrstir til að aka hringinn á umhverfisvænu al-íslensku eldsneyti.
Það er á breyttum bensín pikköp sem þeir gera þetta, en það voru nemendur í Borgarholtsskóla sem sáu um breytinguna með hjálp góðra manna.
---
En semsagt, til að gera þetta enn skemmtilegra og vekja sem mesta athygli á þessum raunhæfa valkosti í umhverfisvænum samgöngum, þá höfum við sett upp sérstaka bloggsíðu um þessa svaðilför þeirra félaga.
Einar og Ómar munu gera netnotendum auðvelt að fylgjast með því hvernig ferðin gengur og því sem á daga þeirra drífur á leiðinni, því þeir eru með sítengingu um borð í bílnum auk ýmis annars búnaðar.
Ég og aðrir munum svo aðstoða þá eftir megni í sérstökum bakhóp.
---
Þeir sem vilja fylgjast með þessu ættu að kíkja á bloggið hér á mbl.is.
---
Svo er það skemmtileg nýjung í svona leiðangri, að hægt er að fylgjast með för metanbílsins í rauntíma með hjálp GPS-tækninnar.
Skoðið það hér.
---
Þarna sést m.a.s. hversu hratt þeir aka metanbílnum eftir þjóðveginum á hverjum tíma.
Þannig að ekki láta Blöndóuslögguna vita af síðunni fyrr en þeir eru komnir framhjá
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.