Þessi auglýsingagardína á Kastrup vakti athygli mína.
Skilaboðin um árstíðarskiptin og áhrifin á sálarlífið eru óvenjulega innileg og nærgöngul af auglýsingaskilaboðum að vera.
---
Þetta er að mínu mati þróun sem er rétt að byrja.
Fyrirtæki munu á næstu árum fikra sig enn meira inn á svið sem fjölmiðlar, skóla, trúfélög og fjölskylda sinntu áður.
Þau munu í auknum mæli skipta út beinum auglýsingaskilaboðum um verð og gæði vöru sinnar eða þjónustu fyrir bein samskipti við þig um það sem þú ert að hugsa og stað þinn í tilverunni.
---
Annars er mikið í gangi hjá Starbucks þessa daganna. Howard Schultz virðist vera í miklum ham eftir að hann sneri aftur í stól forstjóra.
Ég er að lesa bókina Onward eftir Schultz.
Bókin, sem hann gaf út í fyrra, fjallar um stofnun Starbucks en líka viðsnúninginn eftir að fyrirtækið var komið í mikil vandræði og hafði týnt uppruna sínum að mati Schultz.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 266008
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.