Leita í fréttum mbl.is

Atómstöðin og Skapalón sameinast

Hér er ein sjóðheit frétt úr vefhönnunarbransanum.

Atómstöðin og Skapalón hafa sameinast.

skapalon.jpg

Samkvæmt heimildum þá fá stofnendur Skapalón drjúgan hlut í Atómstöðinni, sem er eitt af eldri starfandi vefhönnunarfyrirtækjum landsins.

---

Sameinað fyrirtæki verður eitt af þremur stærstu vefhönnunarfyrirtækjum landsins.

Hugsmiðjan er þó áfram stærsti leikandinn á þessum markaði. En það er matsatriði hver er í öðru sætinu, vefdeild Skýrr, TM Software eða Atóm SK.

hugsmidjan.jpg

Annars virðist vefhönnunargeirinn vera í ágætri uppsveiflu þessa daganna þrátt fyrir efnahagsástandið og mikil eftirspurn er eftir góðum vefurum/vefhönnuðum.

Eitt af minni fyrirtækjunum í bransanum, Kosmos&Kaos sem nýlega opnaði skrifstofur í Reykjanesbæ, annar varla verkefnum og sömu sögu er að segja um risana Hugsmiðjuna og Atóm SK.

--- 

Skrifstofur sameinaðs fyrirtækis Skapalóns og Atómstöðvarinnar verða í kjallara Kaaber-hússins við Sæbraut.

kaaber húsið

Þar eru nú þegar undir einu þaki; birtingafyrirtækið Auglýsingamiðlun, framleiðslufyrirtækið Miðstræti og auglýsingastofan Fíton. Húsið er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels Jenkins. Þeim hinum sama og hefur verið að kaupa upp góðar fasteignir víða á höfuðborgarsvæðinu og lánað hefur til reksturs Fréttatímans.

Fréttatíminn mun einnig flytja í Kaaber-húsið og verður á efstu hæð.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 265784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband