27.4.2011
Fíton flytur í Kaaber-húsið
Auglýsingastofan Fíton sem nú er við Garðastræti flytur í eitt flottasta húsnæði í Reykjavík í júlí næstkomandi - Kaaber-húsið við Sæbraut.
Með því sameinar Fíton ýmsa starfsemi sína undir einu þaki, þ.m.t. birtingafyrirtækið Auglýsingamiðlun, framleiðslufyrirtækið Miðstræti og vefsíðufyrirtækið Atómstöðina.
---
Húsið er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels Jenkins. Þeim hinum sama og hefur verið að kaupa upp góðar fasteignir víða á höfuðborgarsvæðinu og lánað hefur til reksturs Fréttatímans.
Fréttatíminn mun að öllum líkindum líka flytja í Kaaber-húsið þó að það sé ekki endanlega frágengið.
Gluggarnir eru ekkert smá flottir og útsýni yfir sundin blá.
Vonandi verður þessi vörulyfta þarna áfram í óbreyttri mynd.
Framkvæmdir voru í fullum gangi þegar við litum við.
Húsið er á þremur hæðum. Hátt er til lofts á jarðhæðinni og það verður gaman að koma í þetta hús þegar allir verða fluttir inn og búnir að fá sitt pláss.
Sannkallað hús hinna skapandi greina.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.