8.3.2011
Ikea og túkallinn
Báðar sjónvarpsstöðvarnar fluttu jákvæða frétt frá IKEA-versluninni í kvöld.
Sjá hér og hér.
Fréttin rataði m.a.s. í "helstið" á báðum stöðvum.
Þetta sýnir að oft þarf ekki meira en gott hugmyndaflug til að búa til gott PR.
IKEA er fyrirtæki sem nýtir sér PR ekki síður en auglýsingar og hefur gert frá upphafi held ég.
---
Að bjóða upp á salkjöt og baunir fyrir túkall á sprengidaginn var bráðsnjallt.
Þarna leikur IKEA sér með gamla laglínu á skemmtilegan hátt þannig að fréttastjórarnir voru komnir með fyrirsögn um leið og þeir lásu fréttatilkynninguna.
Svo er þetta líka gert í þeirri vissu að allir fjölmiðlar þurftu að vera með einhverja létta frétt í dag sem tengdist saltkjötsáti.
Skólabókardæmi um gott pr-stönt.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 9.3.2011 kl. 00:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 266009
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, þetta er snilldarútfærsla hjá þeim. Ég eiginlega neitaði að trúa fréttinni þegar ég sá hana fyrst, en hugsaði svo að þetta myndi sennilega enginn gera nema IKEA.
Gísli Foster Hjartarson, 9.3.2011 kl. 14:15
Ömulegt þegar fjölmiðlar ganga í þá gildru að hlaupa á eftir svona skrumi og kalla það fréttir.
Gústi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.