Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
1.9.2008
Ný nafnspjöld komin í hús
Nýtt starf þýðir ný nafnspjöld í heimi okkar "jakkalakkanna".
(Og þýðir yfirleitt líka að við hendum c.a. 400 stk af ónýttum nafnspjöldum frá gamla vinnustaðnum. Í mínu tilfelli eru það 5 x 400 stk af því að ég var með eitt spjald fyrir B&L, eitt fyrir Renault, eitt fyrir BMW, eitt fyrir Hyundai og eitt fyrir Land Rover.)
Ég ákvað að reyna að gera eitthvað öðruvísi með nýju nafnspjöldin.
Bæði pantaði ég bara 100 stk og svo lét ég hanna svona smá fítus aftan á kortið þar sem ég get handskrifað nafnið mitt, eða þá að þeir sem fá hjá mér nafnspjöld, geta notað þau í kokteilboðum sem merkispjöld.
------
Það voru hinir hraðvirku snillingar í prentsmiðjunni Think sem sáu um prentunina og niðurstaðan er bara helvíti góð, þó ég segi sjálfur frá.
Hilmar Þór hannaði.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.8.2008
Rauður: Litur sigurvegara?
Pennavinur minn, hann Guy Kawasaki, er að velta fyrir sér rannsóknum á áhrifamætti lita.
Sýnt hefur verið fram á það að rauðklæddir íþróttamenn nái meiri árangri.
Það er auk þess vel þekkt að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum mæta yfirleitt í kappræður með rauð bindi.
Það er erfitt að setja þetta í samhengi við eitthvað hér heima. En það er gaman að velta fyrir sér svona hlutum.
Útlit og framsetning skiptir held ég mun meira máli í auglýsingum og öðru markaðsefni en margir gera sér grein fyrir.
Hér eru til gamans nokkur rauð lógó:
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2008
Þeir eru búnir að fatt'etta
Tal er fyrsta fjarskiptafyrirtækið sem fattar að eitt stærsta vandamál viðskiptavina slíkra fyrirtækja er að fá þjónustu.
Fyrir íslenskan neytanda að fá ADSL-tengingu eða láta laga eitthvað vandamál getur kostað allt upp í 20 ferðir, símtöl, email til farsímafyrirtækisins (mín eigin reynsla).
Og hingað til hefur engu máli skipt hvort maður var hjá Símanum, Vodafone, SKO, Hive eða Nova. Allir hafa verið álíka slæmir í að þjónusta viðskiptavini sína.
Flest ef ekki öll þessara fyrirtækja hafa innleitt dýr CRM kerfi og Síminn er m.a.s. með sérstaka deild sem stýrir verkefnastjórnun innan fyrirtækisins. En allt kemur fyrir ekki.
Þegar maður hringir inn þá er alltaf eins og maður sé að hringja í fyrsta sinn og yfirleitt, ekki alltaf, þá er þjónustufulltrúinn tilbúinn að segja hvað sem er til að losna við þig úr símanum. Hann gefur einhverja staðlaða skýringu sem þú vegna 10 fyrri símtala veist að er ekki rétt. Að leysa vandamálið er því miður oft fáránlega flókið að því er virðist.
Heimasíða hins nýja Tals er allt annar handleggur. Þeir eru búnir að fatta að besta leiðin til að þú fáir góða þjónustu, er að þú veitir þér hana sjálfur.
-----
Ég sótti um nýtt gull-númer á Tal.is um síðustu helgi (S. 615-0110) og ég var innan við 5 mínútur að klára allt ferlið og fá allar þær upplýsingar sem mig vantaði. Og það án þess að hringja eitt einasta símtal.
Þetta minnti mig á viðtal sem ég las við Bill Price, fyrrverandi þjónustustjóra Amazon.com, þar sem hann útskýrir hvað fyrirtæki séu að gera rangt. Og það eru ekki bara íslensk símafyrirtæki. Raunar er þetta vandamál sem loðir við símafyrirtæki alls staðar.
En Tal-verjar og verjur eru búin að fatta'etta.
Glæsilegt! Nú þurfa bara aðrir að læra af þeim.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.8.2008
Skemmtileg auglýsing
Ég var ekki einn af þeim sem fíluðu seinni Jóns Gnarrs auglýsingu Símans.
Nýjasta auglýsingin frá Símanum er hins vegar virkilega skemmtilega gerð. Hún var sýnd núna eftir kvöldfréttirnar á RÚV. Kynnir þjónustu sem er kölluð "núllið".
Síminn er að sjálfsögðu búinn að skella núllinu inn á youtube:
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008
Tímamót
Þá fer að líða að því að ég hætti hér hjá B&L og hefji formlega störf í eigin fyrirtæki, hverju blogg þetta er helgað.
Verkefnastaðan lítur sem betur fer vel út frá fyrsta degi. Ég mun áfram sinna PR-verkefnum fyrir B&L og nýir skjólstæðingar hafa verið að bætast í hópinn undanfarna daga.
Ég bý auðvitað að því að hafa starfað sjálfstætt við almannatengsl áður og gamlir viðskiptavinir virðast hafa verið nógu ánægðir til að vilja starfa með mér á ný.
---
Í gær tók ég að mér kynningarmál fyrir mjög spennandi útrásarfyrirtæki sem sérhæfir sig í grænni orkuframleiðslu.
Á mánudaginn fer ég væntanlega í viðræður við stór innlend hagsmunasamtök, um að Góð samskipti taki að sér ákveðin verkefni fyrir þeirra hönd.
Á miðvikudaginn flyt ég svo fyrirlestur í Bláa lóninu um almannatengsl á tímum samfélagsmiðlunar fyrir framan hóp af norrænum upplýsingafulltrúum.
---
Spennandi tímar fara í hönd, með fjölbreyttum verkefnum. Vonandi munu Góð samskipti ehf. vaxa og dafna þrátt fyrir að viðsjárverðir tímar séu í efnahagslífinu.
Hvað sem verður, þá get ég sagst hafa ég látið reyna á drauminn um að fara út í eigin rekstur.
Viðskipti og fjármál | Breytt 30.8.2008 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.8.2008
Poppstjarna bloggar
En Magni vildi semsagt meina að Jens væri miðaldra maður sem sæti inni dagana langa, líklega nakinn, við blogga einhverja tóma steypu.
-----
Nú sé ég að Magni í Á móti sól, eins og hann er kallaður, er sjálfur með Mogga-blogg. Og ekki bara það, heldur er hann með teiknaða skrípamynd af sér eins og bloggararnir á Eyjunni. Þetta vissi ég ekki.
Ætli það sé tóm tilviljun eða er Mogginn kominn með sinn eigin skopteiknara (þeir eru nú með Sigmund í bakhöndinni) og farnir að leggja á ráðin um sitt eigið elítublogg?
----
Sjálfur er ég kominn með tvær bloggsíður í gang.
Þessi verður tileinkuð starfa mínum sem sjálfstæðum ráðgjafa í almannatengslum. Hin sem er á Eyjunni verður áfram mitt prívat-blogg.
Ég ætla semsagt að reyna að smella hérna inn linkum og vangaveltum tengt þessu þrönga áhugasviði, sem eru markaðsmál, netið og almannatengsl.
Vonandi verður það einhverjum að gagni - meira en bara að halda mér ferskum í faginu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2008
Partý á Keflavíkurflugvelli
Boðsgestir voru aðallega markaðsfólk og birtingasérfræðingar.
Ég skellti mér og skemmti mér hið besta. Starfsfólk Skjásins hafði lagt mikið á sig til að búa til alvöru eighties stemningu.
Ég rakst á marga sem ég þekkti, bæði nýja og gamla kunningja.
Lengsta spjallið átti ég þó við hinn spræka framkvæmdastjóra tryggingafélagsins Elísabetar, Jón Pál Leifsson.
Ljósmyndari smellt af okkur þessari Polaroid-mynd í þann mund sem við vorum að dreypa á sín hvorum Manhattan-drykknum.
Daddi Diskó, Sissi og co fá fjöður í hattinn fyrir skemmtunina.
Dagskráin hjá Skjá Einum er fjölbreyttari en mig minnti. Þó maður þykist ekkert horfa á sjónvarp þá voru þarna nokkrir þættir sem maður þekkir vel.
Viðskipti og fjármál | Breytt 16.8.2008 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008
Sniðugur vefbanner
Íslenskir auglýsendur eru komnir með mun betri tök á hönnun vefauglýsinga en áður.
Landsbankinn er í þessum hópi og hafa átt nokkra góða borða í röð. Síðast var það Landsbankadeildar-borðinn og nú þessi:
Hægt er að krota út auglýsinguna með rafrænum blýant.
En á meðan beinist öll athygli manns að skilaboðum bankans.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008
08.08.08
Menn nýta öll færi til að tengja sig við fréttaefni dagsins.
Lággjaldaflugfélagið AirTran sá fyrir að fréttir yrðu skrifaðar um þessa merku dagsetningu 08.08.08 og bjóða tilboðsverð þar sem öll verð enda á 8.
Klassísk PR-leið sem virkar oftast vel.
Blaðamönnum finnst þetta svolítið steikt, en þeir eru þá frekar bara extra kaldhæðnir þegar þeir skrifa um þetta.
-----
Síðan sá ég að McDonalds er að að reyna að stela smávegis af kastljósinu í Peking með því að veita 'fyrstu gullverðlaunin' á Ólympíuleikunum - til þeirra starfsmanna sem búa til besta Big-Mac-inn.
Sjálfur Carl Lewis veitti verðlaunin
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008
Bezos fjárfestir í Twitter
Samkvæmt tilkynningu frá því í gær þá er Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon netverslunarinnar, að gerast fjárfestir í Twitter í gegnum eignarhaldsfélagið sitt Bezos expeditions.
Ég er einmitt að taka Twitter í gagnið aftur. Veit bara um nokkra aðra Íslendinga sem eru að nota þetta. Kannski náum við að ýta einhverri bylgju af stað.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar