Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Gott PR hjá XD

Það er ástæða til að hrósa Sjálfstæðisflokknum og framkvæmdastjóra hans fyrir rétt viðbrögð við PR-krísu, sem flokkurinn lenti í vegna móttöku á ólöglegum framlögum í kosningasjóð.

Andri Óttarsson sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að búið sé að endurgreiða styrkina og að ný vinnubrögð verði tekin upp, sem komi veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Þannig er búið að loka málinu og koma í veg fyrir að það verði að draug sem gangi aftur á blogginu og í spjallþáttum fram að kosningum.

Það var ekki verið að spinna þetta neitt. Mistökin einfaldlega viðurkennd og þau leiðrétt.

---

Nú beinist kastljósið að hinum flokkunum, en svo virðist sem að það sé víðar pottur brotinn þegar kemur að styrkjum til stjórnmálaflokka.

Eitt ár á 40 sekúndum

Ég hef lesið blogg Norðmannins Eirik Solheims í nokkur ár.

Solheim skrifar á ensku og fjallar aðallega um ljósmyndun, netið og hugmyndafræðina á bakvið Web 2.0.

-----

Ljósmyndaverkefni sem sýnir útsýni frá heimili Solheims hefur vakið athygli, en þar blandar hann saman myndum sem teknar eru yfir heilt ár.

 


One year in 40 seconds from Eirik Solheim on Vimeo.

Konudagurinn

konudagurinn

Erkisnillingurinn og þjóðargersemin Ómar Ragnarsson benti á það í útvarpsviðtali sem ég hlustaði á í dag, að konudagurinn væri mun meira auglýstur heldur en bóndadagurinn.

Hvað ætli valdi því?

---

Það er spurning hvort það tengist því bara að karlarnir séu gleymnari og þurfi meira að láta minna sig á, heldur en konurnar?

Eða hvort að almennt fleiri konur njóti góðs af veru konudagsins í almanakinu, heldur en karlar af bóndadeginum?

Það er heldur lélegt jafnrétti kynjanna :)

Fyrir utan það hvað þessir bévítans dagar mismuna sístækkandi þjóðfélagshópi einhleypra.

---

Sem betur fer koma bolludagurinn og sprengidagurinn beint þarna á eftir.

Þeir mismuna aðeins sykursjúkum og hjartveikum.

bollur


Mannasiðir á netinu - linkar

godir netsidir

Ég hef brennt mig nokkrum sinnum á því að gleyma að setja inn link, þegar ég skrifa eitthvað á netið sem byggt er algjörlega á einhverju sem ég fann annars staðar á netinu.

Þetta þykja ekki mannasiðir.

Enda er ég þá jafnan áminntur í kommentakerfinu, af einhverjum, um að svona þyki nú ekki gott til afspurnar í netheimum.
---

Íslenskir fjölmiðlar hafa verið misheftir í þessu. Þeir eiga það reyndar sammerkt að þola ekki að vitna í heimildir, sérstaklega ekki ef það eru samkeppnisaðilarnir.

Þessi frétt á DV.is er gott dæmi.

Hún er stutt endursögn á þessari frétt hjá Vísi.is og bætir engu við hana.

ganga af fundi jons asgeirs
(mynd: vísir.is)

Fréttamenn Vísis fengu væntanlega líka bara veður af þessum fundi, af því að hann fór fram í næsta húsi.

---

Sá sem setur fréttina inn á DV.is vitnar vissulega í Vísi.is.

En af einhverjum ástæðum kýs viðkomandi ekki að setja inn beinan link. Jafnvel þó að það myndi auðvelda lesendum DV.is lífið með því að leyfa þeim að smella beint á linkinn og færast inn á upprunalegu fréttina.

Eða kannski er það einmitt þess vegna sem þetta er haft svona.

---

Ég hugsa að eftir nokkur ár þá hætti menn svona barnaskap.

Aðalatriðið er að vera með gegnsæjar og góðar fréttasíður sem auðvelda notandanum að þvælast um netheima, en leggja ekki á hann aukavinnu við að leita uppi frumheimildina, eða að bisast við að afrita og líma slóðir inn í leitargluggann.

(teiknuð mynd: someecards)

 


Góð krísustjórnun Björns Jörundar

bjorn jorundur

Það er auðséð að Björn (sem vinnur á auglýsingastofu) hefur fengið góð ráð um krísustjórnun.

Hann hefur fyrsta boðorðið í krísustjórnun (Crisis PR) í heiðri og kemur strax fram og biðst afsökunar á mistökum sínum. Gefur í skyn að hann hafi sagt skilið við fyrra líferni og segist vera í öngum sínum.

Hann biður um að sér sé fyrirgefið og að fólk minnist þess að hann sé þekktur af ýmsu öðru fegurra en þessu.

---

Ég kaupi það alveg. Enda er fíkniefnaneysla oftast sýki sem fólk losnar ekki við hjálparlaust.

Við eigum ekki að taka hart á fíkniefnaneytendum.

---

Óskar Bergsson hefði hins vegar að ósekju mátt leita í krísufræði Björns Jörundar, áður en hann mætti í Kastljósið í gær.



Það var eins og hann skildi ekki almennilega við hvað var verið að gera athugasemdir.

Ef hann hefði viðurkennt að þetta hafi verið dómgreindarleysi og sagst myndu endurgreiða upphæðina þá hefði hann komið miklu betur út.

Enda vita flestir að margt af þessu tagi hefur þrifist í skjóli annarra flokka.

---

Óskar hefur sér einnig ýmsar málsbætur.

Eins og það, að Reykjavíkurborg er í stöðugri valdabaráttu innan Sambands íslenskra sveitarfélaga og að hann hafi verið þarna að afla málstað Reykvíkinga fylgis meðal síns fólks.

Ekki endilega mjög fagurt - en borgarbúar voru þá allavega að fá eitthvað fyrir sinn 90.000 króna snúð.



En það sem kom verst út fyrir hann, var að Óskar virtist bara ekki hafa sans fyrir því að þetta hafi verið óeðlilegt.

Þó ekki nema ef væri fyrir það að þetta gerist rétt eftir hrun.

---

Ég vona að Jóhanna taki á þessum hlutum hjá ráðherrum núverandi ríkisstjórnar.

Sjálfstæðisráðherrar og Framsóknarráðherrar sukkuðu, veit ég, mikið með þau opinberu hús og aðstöðu sem þau höfðu yfirráð yfir.

Davíð Oddsson var mjög oft með persónulega gesti sína og bandamenn í kvöldverðarboðum og drykkju í Ráðherrabústaðnum.

(Ég veit það, því ég bjó í Tjarnargötu þarna aðeins ofar og labbaði oft framhjá þegar að ýmsir fínir forstjórar voru að mæta á fund Davíðs.)

Rherrabstaurinn__Diddi_jpg_550x400_q95

Halldór Ásgrímsson bauð alls konar hópum úr Framsókn í bæði lunch og dinner í ráðherrabústaðinn þegar hann varð forsætisráðherra.

Þorgerður Katrín bauð SUS í Þjóðmenningarhúsið, sem hún hafði forsjá yfir. Og sjálfsagt fleiri hópum.

---

Einnig hef ég hef ég heyrt að ráðherrar Alþýðuflokks og Alþyðubandalagsins hafi ekki verið hótinu skárri á sínum tíma, 1987-1991.

En vinstri flokkarnir mega ekki við neinu slíku sukki í dag.


Benedikt kynnir Framsóknarflokkinn

Smá frétt hérna úr heimi almannatengsla.

Held það hafi ekki komið fram neins staðar, en Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið ráðinn kynningarstjóri Framsóknarflokksins.

---

Framsóknarflokkurinn virðist annars allra flokka fljótastur að koma sér í kosningagírinn.

Ekki er nóg með að Alfreð sé mættur í Seðlabankann að semja um hægristjórn eftir kosningar, heldur er kosningalúkkið komið upp á vefnum.

Framsóknarmenn hafa í undanförnum kosningum ekki verið sérlega hrifnir af því að nota hið gamla nafn flokksins óbreytt í auglýsingum, heldur hefur yfirleitt verið hönnuð einhver svona "hipp og kúl" útgáfa af nafninu.

Hver man ekki eftir þessu merki frá því í síðustu kosningum:

exbe


Núna eru þeir svo komnir með enn eina útgáfuna:

logo_20090115

 

Þetta var einhvern tíma:

afmmerki


En þeir vilja síður nota þetta klassíska:

 


Júróvisjón

Ég fór sem gestafyrirlesari í mjög skemmtilegan tíma í endurmenntun HÍ í dag.

Var að tala um PR við fólk sem er að mennta sig í markaðsfræðum.

Fannst svo gaman að ég steingleymdi öllum tímamörkum og syndgaði umtalsvert upp á náðina hjá Kristjáni Geir kennara (og markaðsstjóra Nóa Síríus).

---

Meðal þess sem kom upp í umræðum okkar var Eurovision og PR í tengslum við það bæði hér heima og úti í Evrópu.

Valli Sport umboðsmaður Mercedes Club, er víst með Elektru (minna mig af einhverjum á stæðum á lagið "Við erum tvær úr tungunum") á sínum snærum.

Hefur "lekið" fréttum af þeim í blöðin síðustu vikur. Þeir eru sáttir við hann slúðurblaðamennirnir sem ég tala við.

---

Forkeppnin fór að mestu leyti framhjá mér, nema ég sá síðasta þátt og úrslitaþáttinn í kvöld.

Hafði ekki séð lagið með Ingó, "Undir regnbogann". Snilldar lag (ég kannast við höfundinn, hann Hallgrím).

ingo undir regnbogann

Hefði viljað sjá það fara til Moskvu. Hefði áreiðanlega farið vel ofan í Austur-Evrópubúann.

---

En Jóhanna Guðrún gæti líka náð góðum árangri. Hún var skemmtilega sjálfsörugg í viðtalinu.

Hrósaði lagahöfundinum en sagðist jafnframt telja að hún skilaði flutningnum líka þokkalega.

Gott hjá henni.

---

Ég er ekki sammála Katrínu.is. Aldrei þessu vant, þá voru lögin flest nokkuð góð.

 

 


Er nafnið þitt neikvætt?

2080427802IMG_0587_1050598478


Í starfi mínu sem almannatengill, hitti ég stundum fólk sem hefur áhyggjur af því að vera nafnar einhverra sem umdeildir eru í samfélaginu. 

Þetta fólk leggur mikla áherslu á að maður noti millinafn þeirra (ef um slíkt er að ræða) í fréttatilkynningum, til aðgreiningar frá óvinsælu alnöfnunum.

Mér er minnistætt dæmi um forstjóra hér í bæ, en fullt fornafn hans og eftirnafn hljómaði ekki ósvipað nafni eins af forsprökkunum í olíusamráðinu. En jafnvel þó að nafnið væri ekki einu sinni hið sama, þá lagði hann mikið upp úr því að nota millinafnið sitt út á við.

---

Nú sýnist mér að ný hlið á þessu fyrirbæri sé að fæðast.

En það er þegar að fólk flýr undan eigin nafni.

Ég hef séð að nokkrir bankamenn nota aðra samsetningu á nafninu sínu í dag, en þeir gerðu fyrir nokkrum misserum.

Síðan sé ég að fyrrverandi yfirmaður fjölmiðlafjárfestinga Baugs, Þórdís Sigurðardóttir, var að halda fyrirlestur á Grand hótel í gær, fyrir fullan sal af fólki um krísustjórnun og uppbyggingu Íslands.

Ég viðurkenni að ég þekki málefni Baugs eða Teymis, eða hvað þetta heitir allt saman, ekki sérlega vel.

En utan frá séð hefur mér sýnst stjórnendur Baugs vera einhverjir verstu krísustjórnendur sem fyrirfinnast og að þá vanti alla tilfinningu fyrir PR-i.

---

Nærtækt dæmi eru yfirtakan á 365 miðlum og vanhugsaðar yfirlýsingar í fjölmiðlum vegna deilna um yfirráð Teymis yfir símafélaginu Tal.

Enda hefur ímyndarhrun Baugs og tengdra fyrirtækja og stjórnenda verið jafnvel enn hraðara en viðskiptahrun sama fyrirtækis.

---

En semsagt.

Sú sem hélt erindið í gær, hún heitir núna Þórdís Jóna Sigurðardóttir.

---

Uppfært kl.14:06.

Tek fram að ég hef ekkert við það athuga í sjálfu sér, að fólk noti þá samsetningu á nafni sínu sem það sjálft kýs.

Finnst þetta bara áhugavert.

Ég stend hins vegar við það að Baugur eru PR-skussi síðasta árs. Held að þau og fleiri hafi þurft á því að halda að komast aftur niður á jörðina.


Hætta með óskaddaða ímynd

Bankaráðsformennirnir (og sjálfstæðismennirnir) Magnús Gunnarsson og Valur Valsson virðast skilja mikilvægi þess að gæta ímynd sinni.

Í stað þess að bíða þess sem verða vildi (en það var nær óhjákvæmlegt annað en að skipta þeim út), þá segja þeir sjálfir af sér og geta því gengið frá borði með höfuðið hátt.

---

Það hefur slest á marga í því uppgjöri sem nú gengur yfir samfélagið. Í slíku umróti er mikilvægt að hafa allt sitt á hreinu. Leikreglurnar hafa breyst. Allt er uppi á borðum. 

Það mun skilja á milli þeirra sem eiga afturkvæmt í lykilstöður og þeirra sem hverfa munu á braut einn af öðrum, hversu vel menn skilja þessar breyttu kröfur um gegnsæi og ábyrgð.

Kröfu samfélagsins um að menn sýni auðmýkt gagnvart hlutverki sínu, hvort heldur þætti sínum í hruninu eða í uppbyggingunni.


Twitter-bylgjunni skolar á Íslandsstrendur

twitter-birdMér sýnist að Twitter sé loksins að ná flugi á Íslandi.

Það er frábært.

Fyrir netfíkla eins og mig er þetta snilldar tengslanets-tæki. Tekur skamman tíma, er persónulegt og gefur manni instant-fídbakk.

---

Hér er 5 mínútna gömul skjámynd af twittersíðunni minni.

Þarna erum ég og einhver íslenskur Twittari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gogocic í heimspekilegum umræðum um kalt kaffi.

twitter

 

---

Fyrstu hóparnir til að taka Twitter upp á arma sína á Íslandi eru forritarar, hönnuðir og tónlistarfólk

Líklega hefur verið farið yfir Twitter-æðið úti á ráðstefnunni um markaðssetningu tónlistar á netinu sem haldin var um daginn - í tengslum við Airwaves held ég.

radstefna_bordi_550px2

En nú hlýtur að vera sprenging framundan. Finn það á mér. Þetta er á leið í svona eitthvert Facebook-adaption- mode núna.

---

Sjálfur las ég fyrst um Twitter fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar að bloggari sem ég les stundum, sagði frá því að hann hefði twittað um að hann væri staddur í NY og að gamall vinur hans, sem var staddur það líka, hefði séð það og þeir því náð að hittast og fá sér kaffi.

Skráði mig svo fyrir rúmu ári, prófaði að skrá mig í sms-þjónustuna í gegnum Bretland, sem síðar var lokað þannig að það takmarkaði aðeins gagnsemina, þar sem að ég þrjóskast enn við að fá mér smart-síma.

---

En nú er ég semsagt kominn með slatta af íslenskum Twitter-notendum í Digby strauminn hjá mér.

Og finnst ég vera orðinn helvíti vel plöggaður inn í það sem er að gerast hérna á Fróni farsældar :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband