Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Sigur Rós að misstíga sig í markaðsmálum?

Flestir Íslendingar eru miklir aðdáendur Sigur Rósar - undirritaður þar á meðal.

Nú er í fullum gangi kynning á nýrri stúdíóplötu sveitarinnar Valtari

sigurtop

---

Það voru hins vegar að mínu mati mistök hjá Sigur Rósar mönnum að semja við Icelandair um setja plötuna í spilun fyrr í flugvélum félagsins - en platan kemur formlega út í lok maí.

Ég gerði tilraun til að hlusta á plötuna þegar ég var á leið til landsins nú nýlega og þó að ég hafi verið með nokkuð vönduð Sennheiser heyrnartól þá var afar erfitt að njóta tónlistarinnar vegna ýmis konar utanaðkomandi hljóðmengunar sem óhjákvæmilega fylgir farþegarýmum flugvéla.

icelandair cabin

Platan virðist auk þess vera nokkuð tormelt og ekki mjög poppuð, sem gerði enn erfiðara að meðtaka ný lög við þessar aðstæður. Maður varð hálf frústreraður við að reyna að hlusta á langa fiðlukafla í lögum Sigur Rósar í svona lélegum hljómgæðum.

Klárlega ekki vel heppnuð markaðssetning.

Nokkuð sem er óvenjulegt hjá Sigur Rós sem venjulega gætir þess að taka ekki þátt í neinu nema að það sé alveg pottþétt dæmi.

En ég mun nú samt kaupa plötuna þegar hún kemur út. Rétt eins og fyrri plötur þessara snillinga.

---

P.s. Dr. Gunni skúbbar því í bloggfærslu um nýju plötuna að Kjartan Sveinsson sé hættur í hljómsveitinni. ATH! Hann hefur nú leiðrétt sín fyrri skrif. Kjartan er víst ekki hættur.


AJ


Facebook-leikur sem vit er í

Það væri til að æra óstöðugan að fara bæta við umræðuna um markaðssetningu fyrirtækja á Facebook. Margt er þar miður vel gert en margt er líka gott.

Þessi Facebook-leikur (sem er á vegum bílalánafyrirtækisins Lykill) fellur í síðari flokkinn og þátttakan í honum verður örugglega góð.

Sjálfum dauðlangar mig að lista upp alla bílana mína í gegnum tíðina. Vil bara ekki gera það í vinnutímanum :)

bilatimalina.jpg


Fjölmiðlastjarna er fædd

oli_gretar.jpg

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, var í viðtali í fréttum Stöðvar 2 um ástand lifríkisins í kringum Kárahnjúka nú 5 árum eftir að virkjunin var gangsett.

Mig rennir í grun að fjölmiðlastjarna sé fædd. Óli Grétar er með skemmtilega eftirtektarverða rödd og nær að koma hlutunum frá sér í fáum orðum og á máli sem maður skilur.

Svo er hann náttúruvísindamaður og það er fátt sem Íslendingar elska meira.

Hér er linkur á viðtalið.

AJ


Íslensk fyrirtæki og Facebook

Því miður eru mörg fyrirtæki svolítið týnd þegar kemur að samskiptum þeirra við viðskiptavini sína á Facebook.

Þau fatta ekki að fréttastraumurinn á Facebook er eins og að sitja á kaffihúsi.

Það þýðir ekki að gala út og suður og trufla alla á kaffihúsinu. Það væri eigingirni og tillitsleysi.

Sittu frekar rólegur og hlustaðu á samræðurnar og komdu með vel athugað innlegg í umræðuna þegar tilefni gefst til.

Eins og verslunin Geysir gerði fyrir nokkrum mínútum.

Geysir á Facebook 

Þetta þarf ekki að vera svo flókið. Það þarf bara ákveðna næmni.

Sömu lögmál gilda um samskipti við fólk á Facebook og gilda um öll önnur samskipti.


Tvær virkilega góðar auglýsingar frá Nissan

Nissan var að setja fyrsta fjöldaframleidda rafmagnsbílinn sinn á markað. Það er náttúrulega frábært.

Hann heitir Nissan Leaf (laufblað) og er skrambi gott nafn. Jafnvel betra en Toyota Prius?

En ekki síðra er fyrir markaðsnörda að sjá hversu vel heppnuð auglýsingaherferðin er sem Nissan hefur sett af stað.

Þessi hér er náttúrulega mögnuð og verður bara betri í 30 sek útgáfunni sem ég finn því miður ekki á Youtube.



Síðan höfðar myndmálið í þessari Nissan Leaf auglýsingu líka mjög vel til mín.



Aftur er 30 sek útgáfan ekki á Youtube en er raunar enn betri.

Flott pæling samt að keyra tvær nálganir í sjónvarpi á sama tíma og sem hluta af sömu auglýsingaherferðinni.

Eða kannski var ástæðan bara sú að auglýsingastofan þeirra kom með tvær mjög góðar hugmyndir og þeir gátu ekki ákveðið sig hvora ætti að nota :)


Geysir

geysir

Þetta flotta blað datt inn um lúguna hjá mér í dag. 

Það hefur verið gaman að fylgjast með markaðssetningu Geysis og blaðið er engin undantekning. Í því má finna áhugaverð viðtöl við fólk sem tengist rekstrinum beint og óbeint, plötukynningar o.fl. 

Minnir mann á að sú þróun fer sífellt hraðar að fyrirtæki þurfi að hugsa og hegða sér eins og væru þau fjölmiðlar. 

--- 

Geysir er túristaverslun með hlýjan fatnað, prjónavörur og ýmislegt fleira.

En eigendunir eru nú einnig farnir að einbeita sér að því að ná til Íslendinga.

Hálfdán Pedersen hannar verslanirnar að innan og notar í innréttingar fyrst og fremst gamla hluti sem hann finnur hér og þar um landið.

Eigendur Geysis eru þeir Jóhann Guðlaugsson og Elmar Freyr Vernharðsson.


Góð auglýsing. Slæm nýting á fjármunum?

Í sjónvarpinu birtist nýlega virkilega vel gerð auglýsing þar sem Íslendingar fara til vinnu sinnar undir fjörlegum tónum Prins Póló

En þarf stærsta fasteignafélag landsins virkilega á því að halda að birta langar og dýrar sjónvarpsauglýsingar til að tryggja að fyrirtæki í leit að atvinnuhúsnæði horfi til þeirra?

---

Nú gætu auglýsingamenn sagt að ekki megi vanmeta ímyndaráhrif svona auglýsingar.

Þeir gætu bent á, að þó að hægt sé að finna ódýrari leiðir til að laða að nýja leigjendur í þessari viku og næstu, þá sé ímynd nauðsynleg til að byggja upp viðskipti til langs tíma.

Það er rétt.

---

En er hugsanlegt að á "kaupendamarkaði", eins og er núna, þá geti of mikil glansímynd leigusala haft þau áhrif að fæla leigjendur frá?

Væntanlega leigjendur sem trúa því e.t.v. einfaldlega ekki að aðili sem eyðir jafn miklu í ímynd sína og REITIR, sé jafnframt líklegur til að bjóða sérlega hagstæða leigu.


AJ


Tvær auglýsingar, einn leikstjóri

Hérna í vinnunni vorum við að ræða um auglýsingar sem okkur þykja vel heppnaðar.

Ég nefndi nýjar auglýsingar MP Banka og annar nefndi auglýsingar tryggingarfélagsins Varðar.

Þegar ég fór á stúfanna þá kom í ljós að þeim var leikstýrt af einum og sama manninum, Sævari Guðmundssyni





A.


Mannleg skilaboð fyrirtækja

Fátt er jafn skemmtilegt, finnst mér, eins og þegar að fyrirtæki sleppa formlegheitunum og tala við viðskiptavini sína eins og fólk.

Segja jafnvel eitthvað sem hressir, kætir eða fræðir.

Íslenska myndabloggið á Tumblr birtir dæmi um þetta hjá kaffistofunni á Gullfossi.

 tumblr_lsgasggwpu1qbg3f9o1_1280.jpg

AJ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 266008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband