Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sögulegur atburður

Skrifborðið mitt hefur aldrei verið jafn snyrtilegt. Samstarfsmenn bæði gamlir og nýir geta vitnað um það.

Það varð eiginlega að festa þetta augnablik á filmu.

 

skrifborð


Síðbúin tilkynning um vistaskipti

Fyrir þá sem kunna að villast hingað inn þá birti ég hér nokkra vegvísa:

Ég er eitthvað að
blogga hér þessi dægrin og svo er ég að vinna hér og það er hægt að senda mér póst þangað eða hringja í gemsann 840-1446.

Heyrumst og sjáumst!

Andrés

 


Ógeðslega frægur

guykawasaki424_1Ég les nokkur erlend blogg nær daglega. Eitt þeirra er bloggið hans Guy Kawasaki.

Guy Kawasaki er áhættufjárfestir (VC) í Sílikondal í Kaliforníu og var á sínum tíma sérstakur technology evangilist hjá APPLE Computer.  Guy er jafnframt einn eftisóttasti fyrirlesari í viðskiptageiranum í dag og áreiðanlega sá bloggari í viðskiptalífinu sem er hvað mest lesinn.

Í gær tók ég mig til og sendi þessari hetju stuttan tölvupóst og benti honum á nokkur atriði vegna
veffyrirtækis sem hann var að stofna og viti menn, hálftíma síðar var ég búinn að fá svar. Hann þakkaði fyrir athugsemdirnar og sagðist vera sammála þeim. Sagðist reyndar ekki eiga von á að geta þegið boð mitt um að koma til Íslands á næstunni en hélt því opnu. 

Nokkuð töff - enda ógeðslega frægur maður á ferð! :)


Tilvitnun dagsins #1

silverman-sarah"I was going to get an abortion the other day. I totally wanted an abortion. And it turns out I was just thirsty. "

Sarah Silverman, grínisti


Tæki til að vinsa úr blogg-flóðinu

blogggáttinVerð að mæla með rss-vefnum www.blogg.gattin.net. Þetta er frábært tæki til að vinsa á einfaldan hátt úr þær bloggsíður sem maður nennir að lesa. Flóðið af nýjum bloggsíðum, ekki síst hérna á Moggablogginu, er slíkt að manni fallast eiginlega hendur.

Ekki sakar að þetta er frítt og það er einfalt að hanna sinn eigin lista. Ferfalt húrra fyrir aðstandendum blogg-gáttarinnar.

Eina vandamálið er að ég get ekki birt i-frame listann minn hérna inni. Það skrifast á Moggabloggsmenn og ég er búinn að
senda þeim fyrirspurn.


Tískustraumar Moggabloggsins

denni eirikur og hrannar
Einn af frægari bloggurum landsins Steingrímur Sævarr Ólafsson kvittar ávallt undir færslur á
blogginu sínu með orðunum: "Þegar stórt er spurt"
Þetta er held ég að mér sé óhætt að álykta einhverskonar kallmerki eða vörumerki Steingríms.

Ekki veit ég hvort Steingrímur Sævarr sé fyrsti bloggari landsins til þess að kvitta undir bloggfærslur með svona einhverri töff línu, en æ fleiri virðast nú vera að taka upp þennan sið.

Það er spurning hvort hér sé komið af stað nýtt æði á Moggablogginu eða hvort menn séu einfaldlega að notfæra sér það sem virðist virka, en Steingrímur Sævarr er sá bloggari á blog.is sem flestir heimsækja.

Þannig kvittar einn af nýrri og efnilegri Moggabloggurum landsins, Hrannar B. Arnarsson, undir sínar færslur með: "Pælum í því!"

Og Eiríkur Bergmann Einarsson endar nú öll sín Moggabloggskrif með orðunum: "Þetta er svona"

Gaman væri að heyra fleiri dæmi um smellnar bloggkveðjur Moggabloggara.

AJ.
 


Flottasta bílaauglýsing sem ég hef séð

Bílaauglýsingar eru að breytast. Framleiðendurnir eru greinilega að reyna að kötta í gegnum skilaboða "clutter-ið" og farnir að taka nálgast þetta út frá PR-fræðunum. Markmiðið er að vekja eftirtekt og koma af stað umtali (word-of-mouth). 

Mér leiðist að viðurkenna það en ég horfi töluvert á FOX News á fjölvarpinu og í auglýsingatímunum á stöðinni er
þessi auglýsing fyrir KIA Cee'd sýnd reglulega. Ég fór á netið og náði í hana. Mér finnst þetta vera ein óvenjulegasta en um leið flottasta bílaauglýsing sem ég hef séð.
AJ.




Einkaleyfi eru oft lítils virði

milestone_1892Frumkvöðlar hafa í mörg horn að líta.

Eitt af því fyrsta sem þeir gera þegar þeir vilja fara að gera sér milljónagróða, úr þessari einstöku hugmynd sem þeir hafa gengið með í maganum, er að kanna hvort þeir geti fengið einkaleyfi á hugmyndinni/aðferðinni/vörunni. Ekki er það svo skrýtið - þegar maður var að alast upp var mikið talað um menn sem höfðu átt einhver einkaleyfi og orðið ríkir á einni nóttu. 

En í dag er hlutafé sprotafyrirtækis yfirleitt betur varið á annan hátt. Frumkvöðlar nútímans ættu, samkvæmt því sem ég hef lesið, alla jafna ekki að eyða of miklum tíma í að reyna að skrá einkaleyfi.

Af hverju?

-Það getur kostað tugmilljónir króna að skrá eitt einkaleyfi á helstu mörkuðum heims. Það eru sérhæfðir lögfræðingar yfirleitt sem sinna þessu og afla þarf viðurkenningar einkaleyfaskrifstofu í hverju landi fyrir sig - ef vel á að vera.

-Ef einhver brýtur gegn einkaleyfinu þínu þá kostar það yfirleitt meiri tíma og peninga að fara í mál við fyrirtækið/fyrirtækin sem eru að brjóta á þér heldur en það sem þú hefur upp úr því á endanum.


-Ef svo ólíklega vill til að fyrirtækið sem brýtur gegn einkaleyfinu þína á einhverja peninga til að greiða þér skaðabætur þá þýðir það því miður að þeir eiga líka næga peninga til að halda þér og fyrirtæki þín föstum í dómssölum í ár og jafnel áratugi.

-Á þessu eru þó undantekningar. Ákveðnir geirar s.s. lyfjageirinn, tæknigeirinn og hönnunargeirinn þurfa í mörgum tilfellum klárlegum að skrá einkaleyfi á uppgvötunum sínum. Þó gildir þar hið sama að flest öll stór dómsmál sem höfðuð hafa verið á síðari árum vegna einkaleyfabrota hafa endað með einhvers kona sátt. Yfirleitt er niðurstaðan þá samkomulag um markaðs- eða þróunarsamstarf deiluaðilana en nánast aldrei er um beinar skaðabætur að ræða.

ATH! Annað gildir um vörumerki eða slagorð hvers konar. Það getur orðið ansi dýrkeypt markaðslega ef það gleymist að skrá slíkt með formlegum hætti.

Daddi diskóÉg ætla að láta fylgja eina litla sögu hérna í lokin sem ég heyrði af Dadda nokkrum Diskó og ég veit ekki nema sé sönn (hann á að hafa sagt hana sjálfur).

Þannig var að Daddi sem hafði gert það gott í vefbransanum á síðustu öld með Gæðamiðlun og fleiri fyrirtækjum gekk til liðs við
Guðjón í OZ og Vilhjálm Þorsteinsson frá Baan og stofnaði frumkvöðlafyrirtæki að nafni Homeportal (síðar Extrada). Viðskiptamódel Homeportal var að afla sér mikillar þekkingar á því hvernig ætti að netvæða heilu heimilin. Þ.e.a.s. ekki bara tölvurnar heldur líka öryggiskerfið, heita vatnið, gluggatjöldin o.s.frv. Í þetta var mikið lagt og m.a. var stórum hluta internet ísskápur frá LGstofnfésins, eða á þriðja tug milljóna króna, eytt í að skrá ýmis konar einkaleyfi víða um heim.

Ekki varð þó úr heimssyfirráðum Homeportal og fyrirtækið lagði upp laupana eftir því best ég veit. Daddi, sem ég tek fram að ég þekki aðeins af afspurn, á að hafa lýst því þannig að það eina sem hann ætti áþreifanlegt eftir þetta net-ævintýri sitt væri að á hans nafn væru skráð nokkur einkaleyfi á Internettengdum ísskáp. Grin

AJ


Makkahatur

dark_castle_trouble_3Það er alltaf verið að segja mér að ég eigi að drífa mig að fá mér “Makka!”

“Af hverju?,” segi ég alltaf: “Er komin ný útgáfa af Dark Castle?”

En já…

Á mínum vinnustað eru eiginlega allir sem nota Macintosh-tölvur og við þessi fáu sem erum með PC-tölvur erum lögð í gróft einelti upp á hvern einasta dag. T.d. ef maður er svo óheppinn að lenda í einhverju með tölvuna eða netið hjá sér og bölvar kannski upphátt, þá er Makka-pakkið mætt um leið glottandi að spyrja mann MAC_SE120hvað sé að. “Nú já!,” segir það. “Þetta myndi aldrei gerast ef þú værir með Makka!” Þetta getur gert mann alveg brjálaðan.Angry

Það yljaði mér því um hjartaræturnar að sjá að dálkahöfundur breska dagblaðsins Guardian, Charlie Brooker er alvöru PC maður eins og ég. Hann er að skrifa um Makka-auglýsingu sem gengur í Bretlandi (um veika PC-tölvu og hrausta Makka tölvu …hljómar kunnuglegaGetLost). Charlie missir algjörlega stjórn á sér í þessum pistli sínum og er greinilega með uppsafnaða gremju eins og ég eftir áralangt einelti Makka-pakksins.

 

 

AJ.

 


Keypti ríkið erfðarannsóknarfyrirtækið Prokaria?

IMG_2101Nýlega sameinuðust ríkisstofnanirnar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og rannsóknastofa Umhverfisstofnunar í nýju opinberu hlutafélagi, Matís ohf. Í kjölfarið hafa birst nokkrar tilkynningar um ráðningar nýrra millistjórnenda og í Markaðinum í dag er síðan rætt við forstjóra félagsins.

Þar kemur fram, sem líka má sjá á vef Matís, að sprotafyrirtækið Prokaria rmoptvirðist hafa breyst í eitt svið þessa nýja ríkisfyrirtækis. Prokaria var minnir mig
fyrirtæki sem rannsakað hefur og þróað ensím til notkunar í matvælaiðnaði. En síðast þegar ég vissi var þetta hlutafélag í einkaeigu.
Það sem ég átta mig ekki á er hvort að ríkið hafi nú keypt hlutabréfin í þessu einkafyrirtæki og breytt í ríkisstofnun eða hvað sé málið. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi vegna Matís þá kemur ekkert fram um þær fyrirætlanir né heldur í greinargerð með frumvörpunum.

Nokkuð hefur verið deilt á ýmis kaup ríkisfyrirtækja og stofnanna á fyrirtækjum í einkarekstri undanfarið og vilja margir meina að ríkisvaldið vaxi nú þegar nóg hratt á kostnað einkageirans þó ekki bætist við uppkaup fyrirtækja á frjálsum markaði. Meðal þess sem bent hefur verið á sem dæmi um þessa þróun eru kaup Íslandspósts á prentsmiðjunni Samskipti, ríkisvæðingu fríhafnarverslunarinnar, umsvif Flugmálastjórnar og fleira.

Það væri áhugavert ef einhver fróðari um þessi mál en ég gæti upplýst okkur um hvernig í þessu Matís-máli liggur eiginlega.

Vonandi er ég að misskilja eitthvað.

AJ.


Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband