Færsluflokkur: Bloggar

AJ.
---
Sænska leiðin: Eru Svíar til fyrirmyndar í skatta- og velferðarmálum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007
Leið til að semja um hærri laun?
Rakst á athyglisverða grein eftir Aðalstein Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR í Markaðnum fyrir skemmstu. Þar er hann að fjalla um rannsóknir sem sýna að í viðskiptasamningum fá þeir sem eru fyrri til að nefna tölu yfirleitt umtalsvert betri árangur úr úr viðræðunum heldur en samningsaðilinn.
Það sama hlýtur þá að gilda í atvinnuviðtölum þegar maður er að semja um laun. Þetta eru því dýrmætar upplýsingar fyrir atvinnuumsækjendur - það fylgir því nefnilega oft mikill höfuðverkur að ákveða hvaða tölu maður eigi að nefna þegar maður er spurður um væntingar til launa. Margir freistast þess vegna til að láta þann sem tekur viðtalið nefna fyrstu töluna.
Aðalsteinn nefnir nokkrar þumalputtareglur:
1) Gerðu fyrsta tilboðið.
2) Gættu þess að hafa samningssvigrúm (þ.e. gera tilboð sem gefur þér kost á að gefa eftir en ná engu að síður góðum árangri).
3) Settu fram hlutlæg rök og sanngirnisrök fyrir tilboðinu.
4) Ekki nefna bil nefndu eina tölu eða skilmála og stattu með sjálfum þér.
5) Bíddu eftir móttilboði og alls ekki gefa eftir fyrr en móttilboð hefur borist.
6) Ef samningsaðili þinn setur fram fyrsta tilboðið láttu það þá ekki verða að viðmiði í viðræðunum.
7) Undirbúðu alltaf þitt fyrsta tilboð og hafðu það sem þitt akkeri, jafnvel þó að fyrsta tilboðið komi frá samingsaðila þínum.
8) Alveg sama í hvaða bransa þú ert þekktu markaðinn betur en samningsaðili þinn!
AJ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á morgun. Alls staðar í fjármálalífinu eru menn að velta því fyrir sér hvort hámarkinu sé náð og hvort Davíð Oddsson og félagar láti frekari vaxtahækkanir eiga sig.
Í frétt á Vísi má sjá að þetta er skoðun helstu sérfræðinga. Þeir segja að vaxtastefna Seðlabankans sé nú loksins farinn að virka til að draga úr væntingum almennings og eftirspurn þeirra eftir lánsfjármagni.
Persónulega yrði ég samt ekki hissa ef þeir myndu enn hækka vextina um svona 25 punkta.
Það má hins vegar telja nokkuð öruggt að Davíð Oddsson seðlabankastjóri muni láta nokkra brandara fjúka í tilefni dagsins. Það hefur víst skapast mjög létt stemning á þessum fundum eftir að Davíð tók við og rómað skopskyn gamla forsætisráðherrans ku fara vel í talnaspekinga og hagfræðispekúlanta landsins.
Þannig mun Davíð hafa gantast með það á síðasta vaxtaákvörðunarfundi að hann og Þórarinn Gunnar Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings hjá bankanum ættu við sama vandamál að stríða - nema bara annar of lítið en hinn of mikið.
AJ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Þetta we ansi gott úrtak finnst mér. Því ætti svarið við því hvað útlendingum finnist nú um okkur loksins að geta legið fyrir.
Meðal þeirra ranghugmynda sem við höfum haft um okkur sjálf í alþjóðlegum samanburði eru þær að hér sé besta vatnið, minnsta mengunin, fallegasta fólkið, besta djammið... en allt hefur þetta síðan verið afsannað.

(Tékkið á linknum á youtube myndina hér að ofan. Þessi Thule auglýsing er náttúrlega algjör klassík. Gunnar Hansson er frábær þegar hann tekur hnefann og "...and we had kids with them.")
Spurningar sem ég vona að Simon svari á morgun eru meðal annars:
- Hversu margir þekkja Bláa lónið?
- Hversu margir tengja landið við framsækna jaðartónlist?
- Er marktækur munur á skoðunum fólks í þessum 25 löndum?
- Er Ísland jafn mikið tengt við hreinleika og óspillta náttúru og haldið hefur verið fram?
- Erum við kannski bara með sömu ímynd og önnur smáríki - lítil og sæt og skipta engu máli?

Simon þessi Anholt er semsagt sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða og mun hann, auk þess að kynna áðurnefnda rannsókn, skýra frá niðurstöðu starfshóps sem hann hefur stýrt, en í hópnum voru hvorki meira né minna en 4 ráðherrar og 4 forstjórar.
Ég endurtek.
Þetta verður óhemju spennandi!
AJ.
P.s. Ímyndarsérfræðingur þjóða?!? Það væri náttúrulega frekar fyndið hjá honum að byrja á því að stinga upp á því að við skiptum um nafn - þó ekki nema til að hrista aðeins upp í íslensku þingfulltrúunum. Niðurstaðan sé að Iceland sé bara of kuldalegt nafn...
En ég meina, heitir ekki Íslandsbanki Glitnir núorðið?
![]() |
Uppselt á Viðskiptaþing á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2007 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007
Góðar fréttir
Það hittist svo vel á að fyrsta færslan á þetta nýja blogg getur borið sömu yfirskrift og bloggið sjálft nema auðvitað að spurningarmerkinu er sleppt.
Það eru svo sannarlega GÓÐAR FRÉTTIR að Brú skuli hafa lokið fjármögnun á nýjum áhættufjárfestingarsjóði.
Það hljómar kannski hálf öfugsnúið en þrátt fyrir að peningar hafi flætt um íslenskt hagkerfi undanfarin misseri þá hefur ekki verið úr mörgum sérhæfðum áhættufjárfestum(Venture Capitalists) að velja hérlendis, eða framtaksfjárfestum eins og þeir eru líka stundum kallaðir. Fjárfestingarnar í útrásinni víðfrægu hafa fyrst fremst verið í fyrirtækjum sem eru komin vel á legg og oft í formi lánsfjármögnunar.
Brú hafa verið sér á parti í því að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum vaxtar og fleiri fjárfestar eru sem betur fer í startholunum með að setja saman sérhæfða VC-sjóði. Þ.e.a.s. sjóði þar sem að fjárfestarnir koma sjálfir að rekstrinum, sitja í stjórnum, koma á viðskiptatengslum, útvega betri stjórnendur og beina fyrirtækinu í átt að ábatasamri útgöngu fyrir hluthafa.
Ný rannsókn sem tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík hafa gert í samvinnu við Samtök Iðnaðarins og kynnt var á Sprotaþingi á föstudaginn sýnir að íslenskir fjárfestar eru hikandi við að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og vilja einmitt helst gera það í gegnum sérhæfða sjóði. Íslensk fjárfestingafélög eru líka mörg hver orðin það stórtæk að þær upphæðir sem um er að ræða eru einfaldlega of lágar. Hannes Smárason lýsti því einmitt nýlega í viðtali að það tæki því ekki að skoða verkefni undir 5-10 milljörðum því annars yrði fókusinn hjá FL Group einfaldlega of víður.
(Ég vil benda frumkvöðlum eða þeim sem eru áhugasamir um að stofna eigin fyrirtæki á að kíkja á niðurstöðurnar úr rannsókninni og sérstaklega listann yfir þau rúmlega 50 stuðningsúrræði sem í boði eru fyrir frumkvöðla hér á landi - þeir hljóta að setja þessar upplýsingar inn á vef SI fljótlega)
Þeir Hilmar og Pálmi sem unnu að þessari rannsókn voru einmitt gestir mínir í viðskiptaþættinum Fréttaskot á Útvarpi Sögu s.l. miðvikudag. Báðir stefna þeir á að stofna eigin fyrirtæki að námi loknu. Nokkuð sem nýleg könnun sýndi að er allt of sjaldgæft markmið meðal íslenskra viðskiptafræðinema. Þvert á móti vilja 90% þeirra minnir mig fara í vel launuð störf hjá bönkunum. Fussum svei!
En já.
Nú er bara að klára þessa viðskiptaáætlun sem maður er með í skúffunni hjá sér og bóka síðan fund hjá Brú II.
AJ.
![]() |
Fjármögnun á fjárfestingasjóðnum Brú II lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2007 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 266116
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar