Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnaðar sjónvarpsauglýsingar

lambafille.jpg



Nýjar sjónvarpsauglýsingar lambakjötsframleiðanda eru ákaflega vel heppnaðar.

Þá meina ég "vel heppnaðar" í þeim skilningi að þær eru líklegar til að auka neyslu á lambakjöti (eða að minnsta kosti draga úr sölusamdrætti vegna kreppunnar).

Oft hafa auglýsingar frá samtökum hinna ýmsu framleiðenda landbúnaðarvara verið sýnidæmi um frumlegheit auglýsingafólks, en ekki endilega náð að koma við bragðlauka áhorfenda.

---

Nýjasta auglýsingin sýnir Gunnar Hansson leikara (sem búið var að stimpla inn sem andlit lambakjötsins) elda spennandi lambakjötsrétt á skömmum tíma. Einhverskonar lambafilebitar vafnir inn í pönnuköku úr ferskum kartöfluspænum.

Auglýsingin er sett upp eins og stytt útgáfa af kennslu sjónvarpskokks og virkar þannig til að ná athygli áhorfenda með réttu skilaboðunum.

Hún er öðruvísi en auglýsingarnar sem birtast fyrir og eftir að því leyti að hún er eiginlega ekki auglýsing, heldur þá er maður að læra eitthvað.

Um leið og áhorfandinn fær þannig eitthvað fyrir sinn snúð þá er lambakjöti komið inn í kollinn á honum sem sniðugt hráefni til að prófa sig áfram með í eldhúsinu.

---

Hægt er að horfa á lengri útgáfu af matreiðslukennslunni á vef lambakjötsframleiðenda.

Reyndar hefði ég persónulega mælt með því að þeir settu uppskriftirnar á Youtube svo fólk eigi hægara með að deila þeim með öðrum.

En þessi markaðssetning fær samt í heildina toppeinkunn.


Athugasemdir

1 identicon

Velheppnaðar, já, miðað við þessar forsendur, sem þú ert með. Hinsvegar frá sjónarhóli hollustu, væri réttast að hindra sem mest að fólk neyti lambakjöts. Fituhlutfall íslenska vegalambsins er ótrúlega hátt, miklu hærra en flestra annarra kjöttegundar. Aukinheldur er fitan afskaplega hörð og beinlínis skaðleg fólki með áhættu gagnvart kólesteróli.

Surfer (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Sýnikennslan var til þess að ég prófaði að elda þetta.

Mjög góður réttur og synikennslan góð nálgun að mínu mati.

Freyr Hólm Ketilsson, 21.12.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband