11.12.2009
Wipeout - Skjár Einn
Fórum í hópferð einn morguninn í vikunni að sjá fyrsta Wipe-out þáttinn þegar að hann var sýndur markaðsfólki í Smárabíó.
Það er enginn vafi á að þetta á eftir að verða mjög vinsælt sjónvarpsefni. Engin tilviljun að þetta skuli vera kóperað út um allan heim.
Formúlan er skotheld. Fólk að detta á rassinn.
Reyndar er Wipe-out byggður á blöndu úr ýmsum trylltum japönskum skemmtiþáttum. Og það er búið að taka "detta-á-rassinn" konseptið og víkka það hressilega út.
Formúlur eins og þessar virka bara betur ef eitthvað er í fámennu samfélagi eins og Íslandi þar sem allir þekkja alla.
Og það er nóg af augnablikum í Wipe-out þar sem hía má á landa sína.
Ég veit reyndar ekki hvort ég muni sjá fleiri þætti. Er ekki áskrifandi að Stöð 2.
P.s. Rikka stendur sig nokkuð vel sem spyrill.
---
Capacent er búið að kanna áhorf á sjónvarpsstöðvarnar og eins og við var búast þá minnkar áhorfið á Skjá einn mikið. Sjá nánar hér.
Mér skilst reyndar að þeir hafi líka lækkað auglýsingaverðið þannig að snertiverð auglýsinga sé enn nokkuð gott. Sérstaklega í kringum vinsæla þætti.
En samt. Á 20.000 áskrifenda læst sjónvarpsstöð framtíð sem auglýsingamiðill?
Vona að þetta gangi hjá þeim.
Skjár einn á sér nokkuð merkilega sögu. Leiðinlegt ef stöðin lognast út af.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Merkilegt hvað maður saknar skjás 1 lítið og jafnmerkilegt að þessi ómerkilegi þáttur Wipeout sé vinsæll. Ótrúlega ófyndið.
http://wp.me/pGk8P-3c
Páll sig (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 12:43
Skráði mig til að fá áskrift en aldrei var hringt. Á meðan rann upp fyrir mér að ég saknaði einskis svo ég ákvða að sleppa þessu bara og er alsæll með það :-)
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.