Leita í fréttum mbl.is

Ósiður

Egill Einarsson, betur þekktur sem "Gillz" eða "Störe" hefur gefið út bók um mannasiði

Það er flott hjá honum.

Hann gerir sig hins vegar sekan um bölvaðan ósið í auglýsingagerð í kynningarborða fyrir bókina sem sjá má á Pressunni.

Það er það að setja punkt á eftir fyrirsögnum og stökum setningum.

gillz.jpg

Sveiattan bara!

Þessi punktur svíður enn meira í augu út af spegluninni sem Egill vill endilega setja á þetta.

Skora á hann að kippa þessu í liðinn.

Athugasemdir

1 identicon

Stingur jafn mikið í augu að byrja setningu á "Og"...

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Andrés Jónsson

Takk fyrir ábendinguna. Lagfærði það.


Andrés Jónsson, 1.12.2009 kl. 11:40

3 identicon

Virðist sem Gillz sjálfur lesi bloggið þitt.

Í það minnsta er búið að breyta þessu á Pressan.is og komnir þrír punktar: "Er komin út..."

Kári (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:49

4 identicon

Ég geri nú líka athugasemd við það að setningin "Er komin út" byrji á hástaf. Það vantar alla tengingu við setninguna á undan, sem í þessu tilfelli er nafnið á bókinni.

Ein lausn á málinu hefði verið að setja alla setninguna "Er komin út" í hástafi.

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 01:44

5 identicon

Það er augljóst að bókin er komin út og þarf ekki að segja á bókarkápu að bók sé komin út. Ef þetta er plakat þá lítur það út eins og bókakápa og er þar með illa hannað.

Rósa (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband