Ég hef stundum pirrað mig á því að hafa ekki getað nýtt vildarpunktana mína hjá Icelandair sem skyldi.
Þetta hefur verið svona upp og niður. Stundum finnst mér að ég ætti að eiga helling af punktum og á þá kannski í mesta lagi fyrir einni nótt á hóteli.
En stundum hefur punktastaðan komið mér þægilega á óvart og dugað fyrir 2-3 uppfærslum á betra farrými.
---
Eitt er ég þó nýbúinn að uppgötva. En það er að maður geti nýtt punktana til að versla vörur í gegnum netið.
Föt, bækur, rafmagnstæki. Allt er þetta hægt að kaupa fyrir vildarpunkta Icelandair, með því að skipta þeim fyrir punkta á bandaríska vefnum Points.com.
Síðan fer maður bara á Amazon.com, Toys.com og eða aðrar slíkar síður og nýtir punktana þar upp í topp.
---
Ég hef ekki séð þessa leið til að nýta vildarpunkta auglýsta og af samtölum mínum við fólk að dæma þá eru afar fáir sem vita af þessum möguleika.
Um að gera að nýta punktana til að kaupa jólagjafir í kreppunni. Þ.e.a.s. ef menn eru ekki á leiðinni út á næstunni.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta fáránlega flókna punktakerfi er hundleiðinlegt. Sanngjarnast væri að þeir sem fljúga (eða þeir sem greiða flugmiða) fengju afsláttarpunkta sem nýttust í flugmiða. Það kostar punkta að flytja punkta, þarf að skrá sig hjá erlendum hótelkeðjum til að geta nýtt sér einhver kjör og flytja þangað punkta en svo gilda kjörin bara á ákveðnum tímum og.....eru ekki allir orðnir þreyttir. Ég nenni ekki að fá afslátt á pulsupakka fyrir að versla gallabuxur. Fyrir mér er þetta leikur Flugleiða til að breiða yfir allt of hátt miðaverð og gefa mönnum tálsýn um að þeir séu að "græða" á miðakaupum sínum)
Hrönn (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:11
Verst er að flest fyrirtækin sem hægt er að kaupa út á í gegnum points.com senda ekki til Íslands. Þá þarf að koma þessu hingað í gegnum shopusa sem er fjandakornið frekar dýrt.
Magnús (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:14
Ég nýtti points.com í síðustu viku og skipti þar punktum sem áttu að fyrnast um áramót í rafrænt gjafabréf á Amazon. Ég þekkti manneskju sem var á leið í stutta ferð til Bandaríkjanna og lét senda pakkana á hótelið sem hún gisti á. Þetta gekk mjög vel og ég þurfti ekki að greiða neitt og gjafabréfið nægði fyrir sendingarkostnaði líka.
BS (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 13:10
Passið ykkur nú... nú verður farið að skattleggja punktana sem verðmæti.
gosinn (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 13:27
Sammála þé Hrönn. Þetta fáránlega punktakerfi er einfaldlega ekki gert fyrir okkur neytendur heldur fyrir Flugfélagið.
Dæmi: Ef þú vilt nota punktana í eitthvað t.d. gistingu á Flugleiðahóteli þarftu í 1. lagi að greiða 2000 kr. þjónustugjald til að fá að nota punktana. Í 2. lagi geturðu aðeins fengið ódýrustu herbergin. Viljirðu gera vel við þig og fá aðeins meiri klassa er það hægt en þá aðeins gegn því að borga mismunin með beinhörðum peningum. semsagt, allt til að plata þig til viðskipta á þeim forsendum að þú sért að græða eitthvað.
Þegar upp er staðið ertu búinn að greiða fyrir allt sem þú kaupir á fullu verði og stundum líklega rúmlega það.
Það er því eina vitið ef þú ætlar að nota þessa svokallaða Vildarpunkta að nota þá í eitt nógu stórt málefni en þar stendur svo hnífurinn í kúnni. Því miður, aðeins hægt að nota hluta punkta eða aðeins hægt að nota í einhverjar pakkaferðir o.sv.frv.
Því segi ég það. Þetta er ekki fyrir okkur gert heldur til að narra okkur til aukinna viðskipta við flugfélagið og tengd félög, bílaleigur, hótel, og eða annað þeim tengt.
Og svo vantar okkur ekki annað en Grímsi skattamálaráðherra komi auga á enn eina skattaleiðina, nefnilega skattleggja punktanotkun. þá fyrst verður þetta alfullkomið kerfi.
Nei ég gef lítið fyrir þetta ömurlega "Vildarpunktakerfi" þú fyrirgefur mér Andrés og ekki er ég hissa að þú hafir stundum verið pirraður út af þessari dellu.
Viðar Friðgeirsson, 26.11.2009 kl. 14:01
Algjörlega sammála Hrönn; þetta vildarpunktakerfi er glatað!
Sérhver (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:04
Var einmitt líka alltaf frekar spældur með hvernig nýtingin á punktunum var og hennti þessu yfir á amazon og var svo um daginn að kaupa mér nokkrar bækur fyrir það (reyndar eftir að borga toll og vsk, en samt, verður töluvert ódýrara en ella).
Er samt sammála því að það má alveg deila um haginn af þessu punkta systemi. Merkilega óskilvirkt.
Steini (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 19:20
Andrés !
Værirðu ekki til í að koma með hnitmiðaðar leiðbeiningar um hvernig maður færir punktana sína frá Icelandair og yfir á eitthvað nothæft eins og t.d Amazon.com ?
Svakalega yrði ég fegin, því ég hef aldrei náð tökum á þessu punktakerfi.
Kveðja, Lana
Lana Kolbrún Eddudóttir, 26.11.2009 kl. 21:00
Hvað þarf þessi flugleiða þurs að fara oft á hausinn áður en þeir hætta með þetta löngu úrelta punkta system? Þetta er hannað fyrir opinbera starfsmenn sem ferðast á kostnað ríkisins, en punktarnir fara í vasann hjá þeim sjálfum. Flugfélagið ætti að einbeita sér í að bjóða betri verð og spara kostnaðinn sem fer í utanumhaldið við þetta punktakerfi.
joi (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 21:06
Takk kærlega fyrir þetta!
Nú sé ég mér loksins fært að nýta punktana mína...og það í eitthvað gagnlegt og skemmtilegt!
(nú er bara að finna út hvernig maður gerir þetta svo...) : )
Eiríkur Sjóberg, 27.11.2009 kl. 20:20
reyndar man ég eftir smá umfjöllun um þetta í viðskiptablaði moggans eða fréttablaðsins síðasta vetur, hef nýtt mér þetta ótæpilega síðan, og nýtingin á punktunum er margfalt betri en í gegnum Icelandair
Gunnar (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.