Leita í fréttum mbl.is

Hefur barátta fyrir samkeppni neikvæð áhrif á vörumerki?

Kaupás hefur nýverið byrjað að láta framleiða fyrir sig sérmerktan Feta-ost í krukkum undir heitinu íslensk matvæli.

Innihaldið og krukkan virðist hins vegar vera sömu ættar og fetaosturinn frá Mjólku.

Það er bara límmiðinn sem er öðruvísi.

feta_ostur.jpg

---

Ég stillti þessum tveimur krukkum upp hlið við hlið í Krónunni í Árbæ og ég verð að segja að Feta-osturinn sem seldur er undir vörumerkinu íslensk matvæli höfðaði mun betur til mín þar sem ég stóð þarna í búðinni.

Afhverju ætli það sé?

---

Er hugsanlegt að sú harða barátta sem Mjólka hefur háð fyrir eðlilegri samkeppni mjólkurframleiðenda undir forystu Ólafs Magnússonar hafi skapað vörum fyrirtækisins neikvæða ímynd?

Eru þetta réttu hugrenningatengslin fyrir matvælaframleiðslu?

Eða ætti frekar að reyna að tengja vörumerkin við orð eins og gæði, hreinleika, hefðir og þjóðrækni?

Eða er ég kannski einn um að telja að vörumerki Mjólku séu vitlaust skilgreind?


Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki búið á Íslandi í nokkur ár, en hef þó heyrt af baráttu Mjólku. Kennari minn hefur heilaþvegið mig þannig að vörumerki eru ekki skilgreind, heldur öðlist merkingu í tímans rás. Mjólka fékk mikla athygli, en kannski eru mistökin þau að sú athygli var ekki notuð til að kynna vörumerkið. Þeas, tækifærið ekki nýtt til þess að hlaða einhverri annarri merkingu á "Mjólka" í viðbót við baráttu Ólafs. Af hverju ætti fólk að kaupa Mjólku vörur? Bara til að ná sér niður á MS? Eins og þú bendir réttilega á, þá er ekki ljóst hvað Mjólka hefur fram að færa umfram aðra, en það gæti verið tiltöllega auðvelt fyrir Mjólku að ráða bót á því.

Svo er líka spurning hvort Ólafur hafi verið réttur talsmaður fyrir Mjólku í sjónvarpi. Ef eitthvað hefur fests við Mjólku vörumerkið þá er það hans persóna, allavega í mínum huga.

Kannski ótengd spurning, en er ekki til eitthvað annað orð um "brand" heldur en "vörumerki"?
"Brand" kemur víst úr  forn norsku skv. marketing kennara mínum,... við hljótum að geta gert betur í íslensku. "Vörumerki" minnir mig meira á "trademark"... eitthvað dautt og leiðinlegt lagalegt atriði.

Gauti (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 03:56

2 identicon

Fyrir mér stendur vörumerkið Mjólka fyrir réttlæti. Ég tek þessar vörur gjarnan fram yfir sambærilegar vörur frá MS.

Helgi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:01

3 identicon

Þó ég sé ekki hrifinn af feta-osti þá höfðaði mjólku fetaosturinn meira til mín... kannski bara af því konan mín kaupir hann.

Annars líst mér yfirleitt ágætlega á vörur frá Mjólku.

Andri (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:36

4 identicon

Verð að segja að miðinn á Kaupás krukkunni finnst mér einfaldlega meira aðlaðandi og búa til meiri girnd í vöruna (þótt miðinn sé límdur skakkur á).

Þessi belja finnst mér líka ekki sérlega aðlaðandi.

Að öðru leiti stendur vörumerkið "Mjólka" ekki fyrir neinni ákveðinni ímynd í mínum huga og því í raun ekki nein ástæða fyrir mig að velja þá vöru fram yfir aðra nema ef verðið væri mun lægra, en þó verð ég að segja að meira aðlaðandi umbúðir brúa nokkrar krónur.

Kári (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband