Leita í fréttum mbl.is

Hress bensínafgreiðslumaður

Þessi bensínafgreiðslumaður á N1 í Ártúnsbrekku er með þeim hressari í bransanum.

18092009270.jpg

Alltaf kátur. Heilsar öllum með virktum. Finnst gaman í vinnunni.

---

Ég var þarna að kaupa gos og vatn fyrir skrifstofuna um daginn og hann hjálpaði mér að bera það allt út í bíl.

Sagði svo eins og alltaf "eigðu góðan dag" með sínum skemmtilega hreim.

Gaman að þessu.

Athugasemdir

1 identicon

Já. Hann er ótrúlega hress og geðgóður. Gaman að versla þegar hann er á vakt.

Kristin Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:08

2 identicon

Já var á eftir huggulegri ljósku sem hann var að afgreiða um daginn. Honum tókst með 3 einföldum spurningum að komast að því að hún var fráskilin, með 2 börn, bjór rétt hjá og besta hún var ekki tilbúin að fara í bíó með honum :) En hún varð öll voðalega flöstreruð og upp með sér, hefði ekki komið mér á óvart ef hún hefði þurft að fá meirra bensin daginn eftir og kannski verið laus þá í smá bíó! :)

hannes (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:09

3 identicon

Vorum við ekki búnir að ræða þetta með "eigðu góðan dag" kveðjuna :) Þetta er tilgerðarleg og hálf klaufaleg kveðja sem er ekki að virka á íslensku. Of bein þýðing.

Hörður Harðarson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Andrés Jónsson

Hannes: Þú átt skilið Thule fyrir þessa mannlífslýsingu ;)

Andrés Jónsson, 23.11.2009 kl. 16:53

5 identicon

Hæ, gaman að heyra svona sögur af góðum 'bensínköllum.'

Ég átti einu sinni mjög góða bensín-kalla og reyndar 'kellingu' sem nágranna: hjá Skeljungi á Kleppsvegi. Það var eins og að koma heim, þegar ég verslaði þarna. Ég var ekki einu sinni á bíl. Bara verlsaði þarna á leið til og úr vinnu á hjólinu eða gangandi.

Á sama hátt upplifði ég gott bensínafreiðslustarfsfólk hjá Essó í Borgartúni þegar það var og hét. Þá var ég á bíl. Þegar 'karlinn' var á vakt var jákvætt að versla þarna, en þegar 'konan þarna' var á vakt, andaði köldu, þegar maður tík bensín.

 Jákvætt viðmót og hressleiki er allur galdurinn við að fyrirtæki haldi sínum viðskiptavinum. Svo ekki sé talað um að maður geti gengið að sömu starfskröftum viku eftir viku.

Þeir í Olís á Kleppsegi, sem ég versla stundum við eru yfirleitt mjög kurteisir, en ég verla þar ekki nógu oft til að mynda tengsl. En fyrritækið er greinilega mjög duglegt að senda sitt starfsfólk á 'jákvæð samskipta námskeið.'

Iinni við beinið, þá held ég að Íslendingar séu sjálfir svolítið 'dumbaralegir' þ.e. segja ekki mikið að fyrra bragði. En ef þeir fyrirhitta hressa einstaklinga sem eru málglaðir, þá eru þeir til í að tala og opna sig.

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 01:02

6 identicon

Ég, ásamt fleirum, gerði skólaverkefni í þjónustumarkaðsfræðum fyrir nokkrum vikum síðan og völdum við N1 í Ártúnshöfða til þess að vinna verkefnið.

Við prófuðum þjónustuna eins vel og við gátum bæði á álagstíma og þegar lítið var að gera.  Eins athuguðum við áþreifanlega þætti eins og hreinlæti o.fl.

Niðurstaða okkar var sláandi.  Við fundum nánast ekkert sem mátti betur fara.  Þjónustan var framúrskarandi, jafnvel þó við værum beinlínis að reyna að vera erfið og að spyrja erfiðra spurninga.  Starfsfólkið svaraði öllu með bros á vör og bauð góðan dag og kvaddi eins og við værum konungborin (nánast :) )

Sjálfur hafði ég nú efasemdir fyrirfram þar sem ég hafði verið í samskiptum við skrifstofu N1 áður (fyrirtækjasvið) og fékk þar einstaklega lélega þjónustu.

Skrítið að í sama fyrirtækinu þá myndi ég gefa Ártúnshöfðanum 10 í einkunn en skrifstofunni 0.

Á heimasíðu N1 er talað um N1 skólann sem fólk er látið fara í gegnum... líklegast þarf skrifstofufólkið ekki að gera það.

n.b. (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:46

7 identicon

Það er æðislega gaman að hitta á svona hresst starfsfólk, sérstaklega þegar það vinnur jafn "óspennandi" störf og afgreiðslustörf. Það er frábær starfsmaður í Bónus úti á Granda sem spjallar við mann, brosir breitt og býður manni alltaf góðan dag, þakkar manni fyrir viðskiptin og segist hlakka til að sjá mann seinna.

Einnig áhugavert að þetta viðhorf afgreiðslufólks virðist vera bundið við erlent starfsfólk. :(

Kári (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband