16.11.2009
Dýrt klúður
Ferðamálaráð Lettlands þurfti að innkalla og fleygja miklu magni af plakötum og bæklingum sem framleitt var fyrir nýja auglýsingaherferð borgarinnar, eftir að það uppgötvaðist að þýðingin á slagorði herferðarinna yfir á ensku hafði misfarist hrapallega.
Á plakatinu stendur: "Riga city - easy to go, hard to live."
En þarna átti að standa að það væri erfitt fá það af sér að yfirgefa borgina. Ekki að lífsskilyrðin væru slæm.
---
Tilgangur herferðarinnar var að vekja athygli á menningarlífi borgarinnar og reyna að breyta ímynd hennar frá því að vera einn helsti áfangastaður steggjunar- og gæsunarhópa frá Bretlandseyjum.
En það gleymdist víst alveg að lesa auglýsingaefnið yfir áður en rúmlega 100 milljóna króna herferðin fór af stað.
---
Ég fór í mikla menningarreisu (les: Roadtrip) með nokkrum félögum mínum um Lettland, Eistland og Litháen fyrir 4 eða 5 árum.
Við vorum sammála um að fullu Bretarnir og steggjaferðir þeirra settu leiðinlegan svip á Riga sem og aðrar höfuðborgir Eystrarsaltsríkjanna.
Það er hægt að gera margt annað þarna en að vera fullur. Mjög vanmetinn ferðamannastaður.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
That is a funny mistake, and not one that even jumps out as a mistake right at first, just made me wonder what in the world they meant. Some of my Swedish friends rave about Riga.
Lissy (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.