Leita í fréttum mbl.is

Linked-in að ná fótfestu á Íslandi

Mikið skrambi var ég ánægður að sjá þetta.

linked_in_ccp.jpg

CCP notar grúppu á Linked-in til að auglýsa eftir fólki.

Ég er búinn að vera að hvetja fólk til að skrá sig á Linked-in, enda hefur þessi vefur komist í lykilstöðu varðandi ráðningar, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Bretlandi.

En í auknum mæli á Íslandi.

---

Linked-in er nokkurs konar Facebook fyrir vinnuna.

Þarna heldur maður utan um tengslanetið í faginu sínu, samskipti við viðskiptavini, samstarfsaðila, fyrrum samnemendur og vinnufélaga.

---

Þeir Íslendingar sem duglegastir hafa verið að skrá sig inn á Linked-in eru þeir sem vinna erlendis eða eru nýkomnir úr námi erlendis og svo ákveðnar fagstéttir hérlendis eins og viðskiptafræðingar, hugbúnaðarfólk, auglýsingafólk og hönnuðir.

En það eiga allir að skrá sig þarna að mínu mati.

Það eru margir kostir við Linked-in.

Þetta er í raun eins og ferilskrá á netinu. Það kostar ekkert að skrá sig. Hægt er að sjá hvernig fólk tengist og hvar það hefur unnið.

---

Einnig er skemmtilegur möguleiki að geta skrifað meðmæli um fólk sem birtast á prófílnum þeirra á Linked-in.

andres_medmaeli.jpg

Eins og sést þá eru meðmælin sem maður fær á Linked-in yfirleitt afar góð :)

En þetta er eitthvað sem ég held að eigi eftir að verða enn vinsælli möguleiki.

Enda gaman að sjá hvað fólk hefur að segja um einhvern og geta um leið rakið hvar og hvernig leiðir þeirra lágu saman.

Og ef maður er að leita að einhverjum í eitthvert starf. Þá er hægur leikur á Linked-in að sjá við hverja maður getur haft samband til að leita upplýsinga um viðkomandi.

---

Eiginlega allir Íslendingarnir á Linked-in skrifa um sig á ensku. En ef maður á ekki von á að fara til starfa erlendis á næstunni þá er sjálfsagt að skrifa á íslensku.

Ég skrifaði allavega meðmæli um einn kollega minn á ástkæra og ylhýra fyrr í dag.

andres_medmaeli_orn_ulfar.jpg

---

Linked-in voru reyndar að kynna nýtt útlit síðunnar um helgina og fljótt á litið líst mér vel á breytingarnar.

Vefurinn er nú allur bjartari og léttari, búið er að fjarlægja valmyndina vinstra megin og fljótlegra er að sjá upplýsingarnar sem maður leitar að.

---

P.s. Endilega bætið mér við á Linked-in. Hægt er að velja 'friends' möguleikann til að þurfa ekki að gera einhverjar hundakúnstir til að bæta fólki við.



Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband