Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir Facebook notendur eru vinsæll markhópur

Facebook er óvíða jafn vinsælt og á Íslandi. Þarna er því saman kominn vænlegur markhópur sem æ fleiri fyrirtæki reyna að nálgast.

---

Ég velti því samt fyrir mér þegar að efri auglýsingin (hér að neðan) birtist mér á Facebook hvort það hefði ekki borgað sig að fá auglýsinguna þýdda af Íslendingi?

Svo virðist sem að eigendur þessarar sænsku stefnumótarsíðu hafi látið  nægja að henda sænsku inn í Google Translate.

Það hefði líklega borgað sig að hafa beygingar í lagi fyrir þeir eru á annað borð borga fyrir birtingu á Facebook-síðum Íslendinga.

---

Eða þá að þeir séu að veðja á að myndin, eins og sér, dugi til að fá íslenska einhleypinga til að smella.

facebook_ad_fail.jpg

Varðandi neðri auglýsinguna þá treystir það fyrirtæki greinilega á dönskukennslu í íslenskum grunnskólum.

Þarna er semsagt hægt að taka eyrnarmerg úr eyranu á afa og senda til kóngsins Köbenhavn og komast að því hvort að hann sé í raun veru afi manns...

---

Annars er þetta nokkuð sniðugt hjá þeim. Er ekki sagt að á Íslandi séu óvenjuleg fjölskyldumynstur svo algeng að þau teljist eiginlega venjuleg?

Líklega hefur hvarflað að Dönunum að það væri ekki vanþörf á að bjóða Íslendingum upp á DNA-próf í gegnum netið.


Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Æ, æ, æ. Það sorglegasta er þó að aragrúi Íslendinga mun ekki taka eftir villunum.

Eygló, 27.10.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Eygló

Ég geng svo langt í ákefð minni við verndun íslenskunnar að ég vil "löggu" á textagerð. Það snýst aftur og aftur með þeim vitleysum sem inn voru settar.
Núna hvæsi ég í hvert sinn sem Bubbi syngur "Þegar mig kennir til" (eitt vinsælasta lagið um þessar mundir) grrrr

Eygló, 27.10.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband