Leita í fréttum mbl.is

Míla

Efast ekki um að það sé nauðsynlegt að draga saman hjá þessu fyrirtæki.

En það væri örugglega ekki til að kæta þá starfsmenn sem nú fá reisupassann, ef þeir vissu hvaða augum fagmenn í auglýsingabransanum líta útgjöld fyrirtækisins í markaðsmálum undanfarin ár.

---

Míla hefur síðustu 1-2 ár rekið eina furðulegustu markaðsherferð síðari ára. Enn hef ég engan hitt í markaðsbransanum sem getur fyllilega útskýrt hvaða hugsun er á bakvið hana.

Míla er á fyrirtækjamarkaði og sinnir fyrst og fremst fjórum viðskiptavinum: Símanum, Tal, Vodafone og Nova. 

Samt auglýsir Míla með heilsíðum í blöðum og löngum sjónvarpsauglýsingum á besta sýningartíma. Svona eins og ef þeir væru að reyna að ná til almennings.

Þegar almenningur situr heima í stofu og horfir á auglýsingu frá Mílu þá er hann engu nær um hvað hann geti eiginlega keypt af þessu fyrirtæki...



---

Ein þeirra kenninga sem fleygt hefur verið fram um þessa undarlegu ráðstöfun á markaðspeningum er sú að um sé að ræða fyrirtæki með mikið fjárstreymi og metnaðarfulla stjórnendur og þeim hafi bara farið að leiðast að sjá ekki fyrirtækið sitt í sjónvarpinu.

Því hafi þeir ákveðið að setja milljónir í auglýsingaherferð í meinstrím miðlum, þrátt fyrir að erfitt sé að sjá hvernig það skili sér í auknum viðskiptum fyrir Mílu.


Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Sammála, það sama á við orkusöluna.. hvað í ósköpunum er ferskara rafmagn?

Ingi Björn Sigurðsson, 9.10.2009 kl. 09:23

2 identicon

Orkusalan er nýr valkostur í raforkusölu á neytendamarkaði. Það er ferskt!

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:35

3 identicon

Ég skil þetta nú að einu leiti þar sem ég vissi ekkert hvað Míla var þegar það kom í fyrra gaur á bíl merktum Mílu, bankaði upp hjá mér og sagðist þurfa að fara í símainntakið í húsinu.  Ég var nú ekkert á því að hleypa honum inn svo að hann þurfti að útskýra fyrir mér hvað Míla var.  Var nú reyndar ekkert að kaupa það í fyrstu svo að ég hringdi í þjónustver Símans (þar sem ég þurfti aldrei þessu vant bara að bíða í ca. 15 sek) og spurði þá hvort Míla mætti fikta í símainntakinu og var sagt að þeir ættu línukerfið svo að það væri í lagi að þeir færu inn í húskassann.

Þar af leiðandi finnst mér það skiljanlegt að þeir skuli vera að vekja á sér athygli þar sem maður er nú ekki tilbúinn að hleypa hverjum sem er inn til sín. Að ég tali nú ekki um nú á tímum þegar öllu er stolið 

Hansi (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:03

4 identicon

Varstu búin að sjá þetta?

Kv

Katrín Olga

Katrín Olga (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:14

5 identicon

Er reyndar sammála Hansa, held þeir séu bara að láta vita af sér þar sem þeir þurfa svo oft að koma inn á heimili fólks. Komu til mín í sumar og ég hleypti þeim inn þar sem ég vissi hverjir þeir voru út af auglýsingunum. Vissi ekkert um þetta áður og vill helst ekki opna fyrir neinum sem ég þekki ekki.

Linda (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Góður punktur, annað svipað eru allir ríkisbankarnir sem auglýsa sig fram aftur, hver í kapp við annan. Ég væri til ef auglýsingadeildir ríkisbankanna yrðu lagðar niður og mismunurinn notaður í holuna í ríkisfjármálunum.

Arnar Pálsson, 9.10.2009 kl. 12:01

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Orkusalan er að selja almenningi rafmagn en af viðbrögðum Inga hér að ofan virðast auglýsingar þeirra ekki nógu skýrar.

Einar Guðjónsson, 9.10.2009 kl. 12:35

8 identicon

Ekki er alllt sem sýnist. Undanfarna daga hafa birst greinar eftir forsvarsmann Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem farið er fram á að ómældar fjárhæðir skuli settar í sukk og spillingu við uppbyggingu á ljósleiðarakerfi sem afskaplega fáir nota vegna verðlagningar, og í sömu greinum spjótum beint að Símanum fyrir að nota þær fjárfestingar sem liggja í koparnum um allar koppagrundir.

Það sem undir liggur, er að menn óttast að Míla verði færð á hendur OR í framhaldi af yfirtöku ríkissins (bankanna) sem færist nær.

Persónulega óttast ég spillinguna sem fylgir óhjákvæmilega í kjölfarið.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:31

9 identicon

Mílu á að þjónýta og taka þar með aftur þau mistök þegar grunnkerfið var einkavætt með Símanum. Stjórn Mílu er að gera góða hluti með þessari markaðsherferð þar sem minnt er á að Míla er sjálfstætt fyrirtæki með rekstur sem er aðskilinn frá Símanum. Með því er sífellt minnt á lygar stjórnmálamanna sem héldu því fram að ógerlegt væri að skilja rekstur grunnnetsins frá rekstri símafélagsins sem snýr að neytendum.

Svo á auðvitað að taka Gagnaveitu OR til ríkisins líka og sameina það Mílu.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 15:04

10 identicon

Þetta er skondið.  Stundum held ég að það ætti að leggja mikla áherslu á landafræði í framhaldsnámi.  Sér í lagi innanlands, landafræði.  Míla er að segja upp einum starfsmanni í starfsstöð sem er landfræðilega án góðrar tengingar. Dagpeningar og annar kostnaður hlýtur að verða ærinn þegar eitthvað kemur uppá. Get þess í leiðinni að hringi maður í 8007000 til að fá þjónustu, er manni jafnvel bent á að skreppa bara á þennan x staðinn eða hinn  til að fá málinu reddað  og jafnvel ekki möguleiki að komast.  Stundum BARA fyndið.

Landsbyggðaríbúi (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband