Ég er sjálfur enginn snillingur í fyrirsagnasmíð.
En lýsir það ekki algeru andleysi hjá vefmiðlunum að þeir skuli allir nota sömu fyrirsögn og var á yfirlýsingunni sem barst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í kvöld?
---
Allir eru með þessa fyrirsögn hér:
Yfirlýsing frá Gaumi ehf. (Sjá 1, 2)
Afhverju ekki:
"Eignarhaldsfélag Baugsfjölskyldunnar sendir frá sér yfirlýsingu"
Eða bara:
"Baugsfjölskyldan sendir frá sér yfirlýsingu"
Svo mætti einfalda þetta:
"Jón Ásgeir segir Haga verða áfram í sinni eigu"
Eða:
"Segir kröfu skiptastjóra ekki snúa að sölu á Högum"
---
Þetta er náttúrulega óttalegur sparðatíningur.
En varla er ég einn um að hafa þróað með mér óþol gagnvart fréttum sem eru uppfullar af nöfnum einhverra eignarhaldsfélaga og skúffufyrirtækja.
Það er sjaldgæft að maður verði margs vísari við að hlusta á þessar fréttir.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 16.9.2009 kl. 00:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt athugað.
Páll Vilhjálmsson, 15.9.2009 kl. 23:34
Já sammála þér þarna.
Alltaf þessi hundleiðilegi feluleikur Eignarhaldsfélaga blablabla... í stað þess bara að segja hverjir eru bakvið þessi mál. Svona óþolandi tengslaleysi sem aðilar virðast halda að fríi þá frá allri ábyrgð.
"Ég gerði þetta ekki heldur fyrirtækið Bullukollur (jafnvel þótt ég stýri öllu þar) það tók lán upp á 10 trilljónir og eyddi því öllu í sósukaup og skuldin endar á bönkunum ekkert sem ég gat gert" Syndromið!
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 00:25
Orð í tíma rituð og í framhaldi af því: Kannist þið ekki við þennan stíl: Jóhanna Sigurðardóttir er vanhæfur forsætisráðherra vegna þess að hún er..., að sögn Jóns Jónssonar. Eða: Geir Haarde brosir allt of breitt í kreppunni, þegar svona illa er komið fyrir fólki, segir Guðrún Gunnars.
Þ.e. fullyrðingu einhvers er slegið upp sem fyrirsögn á frétt í stað þess að segja: Jón Jónsson segir að Jóhanna sé vanhæfur forsætisráðherra og Guðrún Gunnars telur Geir brosa of breitt...
Ingimundur Bergmann, 17.9.2009 kl. 10:28
Já þetta er nú sparðatíningur, Andrés, en hitt er alveg hárrétt að einhver mesti ósiður fjölmiðla núna er að slá upp skoðun einhvers sem fyrirsögn á frétt, eins og um staðreynd sé að ræða.
Kristján G. Arngrímsson, 9.10.2009 kl. 17:51
Þetta er áhugaverð pæling, því það er fyrirsögnin sem límist í huga okkar.
Allir lesa fyrirsagnirnar til þess að finna frétt sem áhugavert er að lesa.
Því ætti að taka allar fyrirsagnirnar og sjá hver skilaboð fréttamiðilsins eru til almennings. Ekki innhald frétta, fjöldi, vægi o.sv.frv.
Þetta getur verið ansi öflug leið til að koma skilaboðum áleiðis, ef vel er farið með hana. Svo er líka önnur leið, að hafa allt bara nógu heimskt og ringlað, til að almenningur fái fréttadoða og hætti að fylgjast með hvað er virkilega að gerast
Haukur Baukur, 22.10.2009 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.