10.9.2009
Stórt skref: Facebook með nýjung
Social Media fréttavefurinn Mashable er með enn eitt Facebook skúbbið í kvöld.
Þau eru búin að vera nokkur í sumar og Facebook er enn og aftur að "stela" sumu af því besta sem virkað hefur á öðrum samfélagsvefjum, eins og persónulegar vefslóðir og fleira.
Ekki síst hafa þeir horft til þess sem hefur gert Twitter svona vinsælt.
---
Nú er semsagt verið að opna á þann möguleika að tengja fólk, síður og uppákomur við FB-statusa svipað eins og hægt er að gera með @-merkinu á Twitter.
Ansi magnað ef þetta er satt, þó að harðir Twittarar hnussi ef til vill og haldi fast við sinn keip um að Twitter sé bitastæðara tengslanet en Facebook.
---
Hönnuðir Facebook vonast til að þetta muni auka enn Facebook-notkun fólks og ná tengingum á milli fólks í FB-samfélaginu á víðari grunni heldur en í gegnum "vináttu".
En það hefur einmitt verið styrkleiki Twitter (að mínu áliti allavega) að þar nær maður góðu sambandi við fólk sem hefur sömu áhugasvið og maður sjálfur.
Sem er t.d. ekki alltaf raunin með Facebook og MSN til dæmis.
---
Facebook er að margra mati á góðri leið með að verða öflugasta veffyrirtæki í heimi.
Raunar talaði Árni Matthíasson hjá mbl.is um það á 9.9.9 ráðstefnunni í Salnum í gær að Facebook sendi nú þegar fleiri heimsóknir til mbl.is heldur en Google.
Taldi hann það benda til þess að fólk væri farið að nota meira eigið tengslanet til að finna efni á netinu, þar sem það notaði leitarvélar áður.
---
Twitter-samfélagið virðist mjög áhugasamt um þessar fréttir.
En rétt í þessu (kl.20:25) mátti lesa á Twitter-síðu Mashable að yfir tvö þúsund RT hafa birst á fréttinni á þeim hálftíma sem liðinn er frá því að hún birtist.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.