Leita í fréttum mbl.is

Hvernig svínaflensan breyttist í H1N1 veiruna

swineflu

Svínaflensan hefur verið vinsælt umræðuefni á skrifstofu Góðra samskipta frá því að fyrst varð vart við þennan fjanda í vor.

Einn af samstarfsmönnum okkar átti bókað flug til Acapulco í Mexíkó, akkúrat helgina eftir að fréttir fóru að berast af útbreiðslu svínaflensunnar þar.

---

Mér fannst þess vegna áhugavert að heyra rætt við upplýsingafulltrúa alþjóðasambands svínabænda í útvarpinu í gær, þar sem að hann útskýrði afhverju þeir töldu ósanngjarnt að kalla flensuna svínaflensu.

Svínaflensan er talin eiga rætur að rekja til ólíkra veirustofna sem lifað hafa í mönnum, svínum og fuglum.

Ekki hefur enn verið hægt að sanna með óyggjandi hætti hvort uppruninn hafi verið í svínum eður ei.

Á þessum forsendum fóru svínabændur fram á það við vísindamenn og fjölmiðla að þeir hættu að kalla kenna flensuna við svín og að nota frekar heitið H1N1.

---

Mikill er máttur almannatengslana. Því þetta var samþykkt. 

Svín eru nú ekki lengur sökudólgurinn í fréttum sem sendar eru út frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og stærstu fjölmiðlum heims.

 


Athugasemdir

1 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Hefðu þeir ekki þurft betra orð en H1N1 samt? Manni finnst Svínaflensan vera svo föst í umræðunni manna á milli...hefði ekki þurft að koma eitthvað annað catchy orð sem fólk ætti auðveldara með að grípa?  Eða eyða fjölmiðlar þessu bara sama þó nafnið sé slæmt?

 Hvað finnst þér Andrés?

kv

Gummi

www.gudmundur.net

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 12.8.2009 kl. 07:23

2 Smámynd: Andrés Jónsson

Ég er sammála því Gummi, að betra hefði verið fyrir svínabændurna að nýja nafnið væri þjálla og líklegra til að festast.

Ég held að þeir hafi hins vegar ekki getað seilst svo langt að segja til um hvað nýja nafnið á flensuna ætti að vera. Það var annað hvort Svínaflensan eða þetta læknisfræðilega heiti H1N1.

 kv. Andrés

Andrés Jónsson, 24.8.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband