22.7.2009
Ísplögg á Twitter
Í dag notaði ég Twitter í fyrsta sinn í hreinræktaða markaðssetningu fyrir einn af viðskiptavinum Góðra samskipta.
Vini okkar hjá Kjörís í Hveragerði (sem eiga 40 ára afmæli í ár).
Reyndar var þetta alveg óundirbúið.
---
Sjá má samtalið hér fyrir neðan, sem byrjaði með því að social-media sérfræðingurinn Egill Harðar lýsti skyndilegri löngun sinni í ís.
Ég er með á sjöunda hundruð manns sem lesa Twitter-strauminn minn, þannig að þetta er ansi góð bein auglýsing.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög áhugavert!
Ég hef reyndar verið að velta fyrir mér hversu margir á Íslandi noti Twitter yfir höfuð? Nýjustu tölur frá Danmörku (maí 2009) sýna að tæp 4% Dana (15 ára og eldri) nota Twitter, til samanburðar nota 53% (í sama hópi) Facebook. Þó ber að hafa í huga að mjög margir nota Twitter í gegnum þriðja aðila applications og sú traffík er ekki með í þessum tölum. Einhvers staðar las ég að aðeins 10% af heildartraffík Twitter komi beint í gegnum síðuna twitter.com, restin í gegnum aðrar leiðir (t.d. Tweetdeck o.fl.). Þannig að maður þarf að taka þessar tölur frá DK með fyrirvara.
Svo er líka gaman að velta fyrir sér hvað gerist ef (þegar!) Twitter fer að krefjast gjalds frá fyrirtækjum sem eru með prófíl. Maður hlýtur að velta fyrir sér hvernig Twitter ætlar að láta þetta ganga upp fjárhagslega til lengri tíma, þeir hafa sýnt fram á gígantískan vöxt í notendum og mörg fyrirtæki nýta sér þennan miðil á markvissann hátt, en einhvers staðar verða þeir að fá tekjur í kassann. Sumir vilja meina að þetta gjald fyrir fyrirtækja-prófíla muni gerast á næstunni. Þá verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála og sjá hvort að það fækki nokkuð á listanum yfir þau íslensku fyrirtæki sem eru á Twitter
Hjalti Már Einarsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.