Leita í fréttum mbl.is

Enn um Ryanair

Skeyti barst frá einum lesanda þessa bloggs í kjölfar umræðunnar um kosti og galla Ryanair flugfélagsins og forstjóra þess.

Vona að honum sé sama þó ég birti það hér.

---

Sæll Andrés,

Mér sýnist þú ekki hafa tekið áskorun minni, varðandi fyrstu frásögn úr bókinni Ryanair: The Full Story of the Controversial Low-cost Airline, þar sem sögð  var saga af framkvæmdastjóra flugfélagsins.

Þess vegna, til gamans, ætla ég að segja þér hana. Ástæðan er að flest allar athugasemdirnar í bloggi þínu, varðandi lággjaldaflugfélög, eru neikvæð, og fjalla um lélega þjónustu.

Frásögnin er eftirfarandi, sögð eftir minni. Inntakið ætti að vera það sama, eftir sem áður.

Fullorðinn karlmaður lenti í því að flugi hans seinkaði þar sem hann var staddur á flugvelli í Bretlandi. Þreyttur og pirraður sá hann fyrir náunga, sem hann kannaðist við, úr sjónvarpi og útvarpi. Þetta var framkvæmdastjóri flugfélagsins, Michael O‘Leary.


Fullorðni maðurinn gengur að framkvæmdastjóranum og spyr hvort hann sé ekki framkvæmdastjóri, þessa flugfélags, sem enn á ný er með seinkun á flugi, með tilheyrandi vandamálum. Einnig hvort framkvæmdastjórinn ætli að greiða tengiflugið sem hann var búinn að missa af.

O´leary játti því, að hann væri framkvæmdastjórinn og spurði hvert væri vandamálið. Jú, það var vegna kostnaðar og óþæginda við seinkun á fluginu, svaraði sá gamli.

Framkvæmdastjórinn spurði þann gamla hvert hann væri að fara og hve oft hann færi þessar ferðir. Gamli svaraði, samviskusamlega, að hann færi til barna og barnabarna, annan hvern mánuð, undanfarið.

Framkvæmdastjórinn, O´leary, horfði á gamla manninn og spurði hann að því hve oft hann hefði farið í þessar ferðir áður en Ryanair hefði komið til.

Svarið var einfalt, mesta lagi einu sinni á ári.

O´leary spurði gamla manninn þá að því í lokin, hvort hann væri virkilega að kvarta yfir því, að það væri einhver klukkustundaseinkun á flugi, þegar Ryanair hefði hjálpað honum að sjá fjölskyldu sína annan hvern mánuð, í stað einu sinni á ári.

O´leary, og flugfélagið, Ryanair, hefði aldrei, aldrei,  lofað neinu öðru en því, að bjóða lægsta verðið á markaðnum. Hann hefði aldrei lofað að vera á réttum tíma, góðri þjónustu né þægilegum sætum. Aðeins ódýrasta fargjaldinu, sem völ er á.

Getur þetta verið eitthvað skýrara ?



Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góður!

Haraldur Haraldsson, 18.7.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband