Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnaður vefborði

Fræðin á bakvið hönnun vefauglýsinga er enn að slíta barnskónum.

Sumir vefborðar blandast við efni vefsíðnanna sem þeir eru birtir á, þannig að augað grípur þá ekki þegar það skannar síðuna. Á meðan aðrir eru þannig að maður getur varla annað en tekið eftir þeim.

Ég rak augun í þennan borða fyrir Bic-rakvélar á Vísi.is áðan.

bic_vefbor_i.jpg

Þetta er mjög vel heppnaður borði finnst mér. Stórt letur, lítill texti og myndirnar af vörunni fá að njóta sín í miðjunni.

En hann hefði líklega ekki virkað jafn vel ef hann hefði verið birtur sem hliðarborði á síðunni, þannig að það er að mörgu að hyggja í þessu.

---

Ferðaskrifstofan Sumarferðir eru með vefborða í gangi á mbl.is þar sem tónlist fer í gang ef maður villist með músarbendilinn yfir borðann.

Ég er á báðum áttum með þann borða. En ef ég væri að spá í að skella mér á sólarströnd þá gæti þetta vel verið þörf áminning.

En þetta er svolítið illyrmilegur og óvæntur hávaði og kannski ekki jákvæð snerting við viðskiptavini.

Væri forvitnilegt að vita hvort margir hafi smellt á þennan borða.


Athugasemdir

1 identicon

Seinasta spurningin þín þarna varðandi hversu margir hafa smellt er held ég eitthvað sem jafnvel auglýsendur geta ekki svarað.

Áhugaverðari spurning væri: Hversu margir auglýsendur vita hversu margir smella á borðana sína :D

Geir Freysson smíðaði græju fyrir sitt fyrirtæki til að mæla árangur borðanna og pakkaði því svo inn sem þessu snilldar prójecti http://www.smelltu.is/

Finnur Magnusson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:00

2 identicon

Hugsa að það hefði samt verið mun effektívara að flasha borðann frekar en að hafa bara stillimynd.

Auglýsingin sem birtist þegar smellt er á borðann er svo algjörlega afleit (birtist líka sem heilsíða í Mogganum í dag).

Hrafn (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:16

3 identicon

Mér finnst hávaðinn frá borða Sumarferðir pirrandi. Annars finnst mér blogg þitt um markaðsmál og PR mjög áhugavert. Kveðja, Kristján.

Kristján H. Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband