Leita í fréttum mbl.is

PR-snillingur í flugbransanum

ryanair

Michael O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, er mikill PR-snillingur.

Ég hef fylgst með honum af aðdáun í nokkur ár og get fullyrt að það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hann er með hælana í því að fá ókeypis umfjöllun.

---

Þessi frétt hér er gott dæmi.

Þarna pikkar O‘Leary upp frétt sem kom frá Kína og er nær samdægurs búinn að senda fyrirspurn á Boeing um hvort Ryanair geti boðið upp á stæði í flugvélum.

ryanair

Kannski veit hann að þetta verður aldrei leyft. Að minnsta kosti ekki í Evrópu fyrr en eftir nokkur ár.

---

En það skiptir ekki máli.

Því c.a. 5 sekúndum eftir að hann sendi tölvupóstinn til Boeing, giska ég að hafi farið út fréttatilkynning á alla helstu fjölmiðla og fréttaveitur í heimi.

Fréttin er skemmtileg og birtist víða og það sem eftir situr hjá lesendum er ítrekun á því fyrir hvað vörumerki O´Learys stendur fyrir.

En það er að Ryanair séu ávallt að leita nýrra leiða til að skera niður kostnað og verði þess vegna alltaf ódýrastir.

Ekki ónýtt að hafa þennan sess í hugum fólks sem er að leita að ódýrum fargjöldum.

ryanair

Það er nóg að flugfélagið segist ætla að kanna þennan möguleika, til að fá í staðinn auglýsingu á sér og sérstöðu sinni að verðmæti tuga, ef ekki hundruða milljóna króna.

---

Íslenskir forstjórar sem vilja feta í fótspor O´Learys verða að temja sér sömu hugmyndaauðgi en ekki síður kjark.

Skortur á hinu síðastnefnda er nefnilega það sem drepur flestar góðar PR-hugmyndir.


Athugasemdir

1 identicon

O‘Leary er alger snillingur sem hefur náð frábærum árangri með flugfélagið. Mæli sérstaklega með bókinni Ryanair: The Full Story of the Controversial Low-cost Airline.

Fyrsta frásögnin í bókinni er tær snilld og skora ég á Andrés að næla sér í bókina og segja okkur frá henni. Við lestur bókarinnar eykst skiliningur á eðli lággjaldafyrirtækja.

gylfi (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 00:54

2 identicon

Sæll Andrés,

Nú spyr sá sem ekki veit, en er þá setningin sönn sem segir "Öll umfjöllun er góð umfjöllun", þótt hún sé í raun slæm?

Ég hef einnig fylgst svolítið með kauða - ekkert sérstaklega þannig, en ég les vikulega Economist og nær daglega Financial Times. Þar fer hann aldrei framhjá mér en það sem ég hegg óneitanlega eftir er að svona 40% af þessari umfjöllun er á neikvæðum nótum. Maðurinn er ekki sérlega vel séður af Bretum né mörgum viðskiptavinum sínum.

Annars hef ég reyndar lúmskt gaman af honum - þó ég myndi aldrei gera mér það að setjast uppí vél RyanAir.

Haukur (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 08:31

3 identicon

Mæli ekki með þessu félagi við nokkurn mann , hef sjálfur slæma reynslu af viðskiptum við þá , ómerkilegt fyrirtæki 

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:35

4 identicon

Ég hef sjálfur flogið með Ryan Air oftar en einu sinni og finnst þetta algjör snilld. Það skiptir mig miklu máli að reyna spara eins mikið og ég get þegar ég er að ferðast og ég sé enga ástæðu með því að hafa einhvern lúxus í boði. Ég vil bara komast frá A til B.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband