Leita í fréttum mbl.is

Twitter, Twísland og Twyrirtæki

Twitter er smá saman að ná fótfestu á Íslandi.

Sem er gott, því það er mjög margt sniðugt við þennan netvædda samskiptamáta.

twitter

Það er þó eins með þetta, eins og svo margt, að það byggist á því að sem flestir séu virkir og það sé verið að deila áhugaverðu efni.

---

Ég skil vel að fólk sem er bara með 3 óvirka vini sína á Twitter og skoðar bara uppfærslur á Twitter.com eigi erfitt með að skilja snilldina við þetta örblogg/samskiptaforrit.

Ég skráði mig fyrir rúmum tveimur árum fyrst og það gerðist lítið annað en að ég fylgdist stundum með skrifum bloggara sem ég hélt mest upp á.


Maður verður eiginlega að nota eitthvað af þeim mörgu tólum sem til eru fyrir Twitter, til að fá hina einu sönnu Twitter-upplifun.

Gagnvirknina, gagnsemina, félagskapinn, já og hnyttnina.

Því það er einhver undarlegur galdur sem gerist þegar þú hefur bara 140 stafabil til að koma hlutunum frá þér.

---

Persónulega finnst mér Tweetdeck vera langbesta tólið til að halda utan um samskiptin á Twitter.

tweetdeck

Það er hægt að hlaða því niður hér.

---

Eitt af því góða við Twitter, fyrir utan að það er algjörlega valkvætt frá hverjum maður vill fá uppfærslur, er hversu náinn aðgang maður fær.

Á stundum er þetta eins og að vera á MSN við fólk sem hefur akkúrat sömu áhugamál og maður sjálfur.

Og ef áhugamálið tengist einhverjum heimsfrægum og hann er á Twitter, þá getur maður talað við hann (og í mörgum tilfellum fengið persónulegt svar) eins og í gegnum MSN-samskiptaforritið.

ashton-1-million

Svona er Twitter.

En það eru margir fleiri fletir sem gera Twitter svona vinsælt og því dýpra sem maður kafar í þennan vef, því áhugaverðari verður hann.

---

Ég fékk þá flugu í höfuðið um helgina að taka að mér að halda skrá yfir öll þau íslensku fyrirtæki, stofnanir og hópa sem komnir eru á Twitter.

Ég held ég sé ekki að ljúga neinu, þegar ég segi að þetta sé eini slíki listinn.

Í sameiningu getum við vonandi haldið honum vel uppfærðum og þannig tryggt að íslensk fyrirtæki og stofnanir haldi þessum aðgangi okkar að sér áfram opnum.

Endilega sendið mér ábendingar um viðbætur við listann.

---



Að lokum minni ég ykkur á að adda mér á Twitter :)


Athugasemdir

1 identicon

Sniðugt, ég var einmitt um daginn að spá í að taka saman lista yfir íslensk fyrirtæki á Twitter - áhugavert að sjá hvað þau eru að gera og hvernig þau haga sér á Twitter.

Hannes (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband