21.6.2009
Þurfum ekki að græða milljarða
David Heinemeier Hanssen er danskur hugbúnaðarhönnuður, skapari Ruby-on-Rails forritunarumhverfisins og stofnandi lítils hugbúnaðarfyrirtækis sem heitir 37 signals. Boðskapur hans á Start-up-school í Oregon í fyrra var nokkuð óvenjulegur í samanburði við það sem venjulega er sagt við frumkvöðla til að hvetja þá til dáða.
Hann lagði að áhorfendum sínum að gleyma öllum draumum um að stofna næsta Google eða Facebook og benti þeim á, að með því að ná í 2000 viðskiptavini sem borga 50 dollara á mánuði þá sé maður kominn með milljón dollara fyrirtæki í hendurnar.
Það sé rangt að miða allt við að verða milljarðamæringur, þegar maður stofnar fyrirtæki.
Ég hef horft á þennan fyrirlestur 10-15 sinnum undanfarið ár. Svo góður finnst mér hann.
Skylduáhorf fyrir alla frumkvöðla:
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært! Mig langar bara að byrja að þróa vöru strax í dag!
Arnór Bogason, 21.6.2009 kl. 23:02
Stundum þarf ekki einu sinni að sækja vatnið yfir lækinn. Ekki er endilega nauðsynlegt að mikla allt um of fyrir sér.
Magnús Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 23:25
Flott myndband. Takk fyrir þetta.
Skúli (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:50
Þetta var mjög áhugaverður fyrirlestur. Ég var áður búinn að taka eftr 37signals.com og hafði hrifist af nálgun þeirra til einfaldleika. Ekki endilega að vera að þróa alla hugsanlega virkni heldur það sem fólk hefur raunveruleg not fyrir og gera það vel.
Finnur Hrafn Jónsson, 22.6.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.