Leita í fréttum mbl.is

Besta og versta í síðustu viku

Fyrir áhugamenn um markaðsmál þá eru nýjar auglýsingaherferðir einhverra af stærri fyrirtækjum landsins yfirleitt þess verðar að maður hafi á þeim skoðanir.

Nýjar sjónvarpsauglýsingar Símans eru t.d. að mínu viti feikilega vel heppnaðar.



Þeir hafa gert heila dobíu af útgáfum, en þessi er mín uppáhalds.

Hvað er svona sniðugt við þetta?

Skemmtileg lög, allar auglýsingarnar teknar í miðbæ Akureyrar, með leikurum sem hljóta að vera Norðlenskir, því ekkert andlitanna er kunnuglegt.

Það þykir mér góð tilbreyting frá miðbæjarrottunum úr 101 sem auglýsingafólki finnst svo kúl og er búið að margnýta á undanförnum árum.

Frumlegt að gera allar auglýsingarnar á Akureyri, í umhverfi sem fólk á höfuðborgarsvæðinu telur framandi.

---

Það besta við þetta er, að þrátt fyrir að auglýsingarnar eigi að snúast um sameiginlega markaðssetningu á nýjum lagabanka hjá Tónlist.is, þá nýtast auglýsingarnar fullkomlega sem ímyndarauglýsingar fyrir Símann.

Það er dýrmætt á tímum þar sem að ímyndarauglýsingar stórfyrirtækja eiga almennt mjög á hættu að fara þversum ofan í landann.

---

Þess má í leiðinni geta að keppinauturinn Vodafone er líka með nýja herferð sem fór af stað í nýliðinni viku. Hún fær líka ágætiseinkunn.



Flott myndvinnsla, flott tónlist, flottar fyrirsætur og staðir sem allir þekkja í bakgrunn er eitthvað sem ætti að hitta vel í mark hjá notendum frelsis - sem tilheyra aðallega yngstu markhópunum.

Herferð Símans endist hins vegar betur, held ég.

---

Verstu markaðsaðgerðirnar sem ég tók eftir í síðustu viku er samkrull fótboltamannsins Cristianos Ronaldo og glamúrgellunnar Parisar Hilton í Los Angeles.

parisronaldoSP_450x386

Augljóst markaðstrix upprunnið hjá ráðgjöfum stjarnanna tveggja, hugsað til að skapa þeim enn meiri innihaldslausa fjölmiðlaumfjöllun.

Sem þó nýtist kannski við að bæta samningsstöðuna við styrktaraðila af ýmsu tagi.

Bandaríkin eru markaðurinn sem allar Evrópskar stjörnur verða að ná að sigra til að græða sem mesta peninga og það er engin tilviljun að Cristiano fer þangað í frí og hvað hann gerir á meðan hann er þar.

Þetta er algjörlega úthugsað peningaplott.

---

Ég er hins vegar ekki viss um að þetta sé endilega svo sniðugt fyrir Ronaldo blessaðan. Margir af styrktaraðilum hans eru að markaðssetja til barna og fjölskyldna og Paris Hilton er með ansi gruggugt orðspor.

Ekki var ímynd Cristianos beysin fyrir og þó að það kunni að hjálpa honum til skamms tíma að fá einhvern svona Posh og Becks fjölmiðlastorm í gang, þá held ég að þetta skemmi fyrir honum til lengri tíma litið.

Fjölmiðlaneytendur eru þrátt fyrir allt ekki eins heimskir og umboðsmenn og fjölmiðlaráðgjafar gjarnan halda.


Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt Andrés. Mæli líka með því að þú skoðir slúðurfréttir í dag... þar kemur einmitt fram að Ronaldo er kominn til Vegas (USA - þvílík tilviljun) þar sem hann nýtur lífsins.

Getur verið að Real Madrid séu þegar farnir að PR-a hann til þess að eiga fyrir salti í grautinn? MAAAAYYYBBEEE....

Örvar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 11:27

2 identicon

Þessi Vodafone auglýsing minnir mig óneitanlega á upphafið í Make Me a Supermodel þáttunum.

Gat ekki skoðað Símauglýsinguna. Ertu með annan hlekk á hana?

Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Andrés Jónsson

Þórunn: Því miður. Þeir eru búnir að taka þær af you-tube tímabundið.

Andrés Jónsson, 27.6.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband