Leita í fréttum mbl.is

Tryggið ykkur eigið nafn á Facebook

Ég var rétt í þessu að velja mér slóð fyrir Facebook síðuna mína.

En þessi vinsæli samfélagsvefur opnaði fyrir það í fyrrinótt að notendur geti sjálfir valið sér nafn þar, eins og keppinautarnir Twitter og Myspace hafa leyft frá upphafi.



---

Ég á mér nokkra alnafna, en enginn þeirra virðist vera búinn að átta sig á þessari nýbreytni, því ég gat valið úr útfærslum á eigin nafni á Facebook.

Facebook.com/andresjonsson var laust og Facebook.com/andres.jonsson er líka enn á lausu.

Hins vegar var Facebook.com/andres farið. Einhver léttgeggjaður Kanadamaður var búinn að sölsa það undir sig.

Ætli hann hafi ekki beðið í netbiðröðinni eftir að nafnavalið opnaði.

Ég ákvað hins vegar að vera ekki með fullt nafn mitt sem slóð á heimasvæði mitt á Facebook heldur að nota sömu samsetningu og ég nota á flestum öðrum samfélagsvefum (Twitter, Qik o.fl.) og velja Facebook.com/andresjons.

---

Val mitt er hugsanlega óbeint undir áhrifum af gestafyrirlestri um leitarvélarbestun sem fluttur var á vefnámskeiðinu sem við héldum um daginn.

Þegar margir bera saman nafn, er sérstaða og að skapa eigið vörumerki á netinu, afar mikilvægt. Skilar þér oftar í leitarniðustöður á Google.

Eða að minnsta kosti gerir það lífið bærilegra fyrir vini og kunningja að hafa uppi á þér á netinu.

Hvet alla sem lesa þetta til að drífa sig og tryggja sér eigið nafn hjá Facebook.

Athugasemdir

1 identicon

Kanadamaðurinn er að öllum líkindum baski eða þaðan ættaður, maðurinn heitir Andres Gardeazabal.

fridjon (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband