Leita í fréttum mbl.is

Rúv 2.0

ruv-gva

Akkúrat núna er ég að leggja af stað upp í Efstaleiti þar sem að Almannatengslafélag Íslands hyggst heimsækja nýja sameinaða fréttastofu Rúv.

Rifjast þá enn upp fyrir mér hversu hægfara þessi fyrrum vinnustaður minn er og hve lengi hann er sérstaklega að bregðast við breytingum í umhverfinu.

---

Framfarir og þróun í samfélagsmiðlun virðist t.d. hafa farið að mestu framhjá Ríkisútvarpinu, en það kristallast ekki síst í bloggbanninu sem þeir lögðu á starfsmenn stofnunarinnar fyrir nokkrum árum.

Vitlausari ákvörðun hefði eiginlega ekki verið hægt að taka hjá fjölmiðlastofnun.

---

Þó má segja að tónlistardeildin á Rás 2 hafi aðeins verið að lifna við í social-media málum og sjálf fréttastofan aflétti bloggbanninu tímabundið í nokkrar vikur fyrir nýafstaðnar kosningar og blogguðu þá reyndir fréttamenn nokkrar færslur inn á rúv.is.

Lykilorðið hér er „tímabundið“. Það er enn eitt ruglið. Samfélagsmiðlun snýst einmitt um að byggja upp lestur og traust yfir lengri tíma.

Það eru aðilar eins og Rúv sem skilja ekki vefsamfélagið, sem vilja gera allt í þessum málum á sínum eigin forsendum.

Web 2.0 eins og það er kallað, snýst einmitt um að hlutirnir eru gerðir á forsendum vefsamfélagsins. Að virða og taka þátt í því samtali sem þar á sér stað á jafnréttisgrundvelli og nýta þau tól og þann vettvang þar sem notendurnir eru.

---

Bannið við bloggi starfsmanna, sem lagt var á fyrir nokkrum árum, tefur bara fyrir því að stofnunin aðlagist breyttu fjölmiðlaumhverfi.

Þar glatast mörg tækifæri til kynningar á því efni sem stofnunin framleiðir.

Tilgangurinn með banninu, að hindra að starfsmenn eyði tíma og orku í annað en vinnu sína hjá Rúv, eru algjörir smámunir í samanburði við ýmis konar annan hag sem stofnunin gæti haft af því ef starfsmennirnir væru virkari í samfélagsmiðlun.


Ég vona að mér verði hleypt inn í hús, þrátt fyrir þessar skoðanir mínar :)

Athugasemdir

1 identicon

Vefur RÚV er yfirleitt hrein hörmung sama á hvað og hvernig er litið.

Jens (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband